Fjölskylda Maríu Pálsdóttur á Selfossi tók að sér Noru Bär frá Sviss sem dvaldi hér 2010-2011.


Það var mikil tilhlökkun á heimilinu að taka á móti henni Noru frá Sviss.  Þessari fallegu og brosandi stúlku.  Tungumálakennslan hófst strax í bílnum á leiðinni á Selfoss þar sem eldri drengirnir kepptust við að kenna henni íslensku.  Nora er einbirni, og því voru án efa mikil viðbrigði fyrir hana að eiga allt í einu 3 yngri bræður, 3ja, 7 og 8 ára og eitt annað á leiðinni.  Hún skildi sinna sínum heimilisverkum en ekki sinna barnapössunum nema að mjög takmörkuðu leyti. Hún var skiptinemi en ekki Au-pair.
Nora var ótrúlega dugleg að aðlagast fjölskyldunni og naut þess að tengjast líka stórfjölskyldunni og vera í góðu sambandi við ömmurnar og afana.  Hún eignaðist fjórða systkinið um jólin sem gerði hátíðina að enn sterkari minningu fyrir hana. Hún tengdist þeirri litlu sterkum böndum.
Við reyndum í byrjun að gefa skýr skilaboð um það sem var í boði og um grunnreglur heimilisins en ákváðum að bíða með/fara varlega með að kynna hana fyrir ýmsum venjum og óskráðum reglum sem skiptu minna máli fyrstu dagana. Það var nógu erfitt og krefjandi að átta sig á nýju umhverfi og nýrri menningu. Hún þurfti að finna þá öryggistilfinningu og umhyggju sem skiptir mestu máli að mínu mati.  Reglur þurfa að vera skýrar en sanngjarnar. Hins vegar varð mér á, sem foreldri að láta litla hluti pirra mig sem hún verði öðruvísi eða gerði ekki. Við komumst að því í sameiningu hversu öflugt það er að ræða strax þau mál, jafnvel minnsta pirring sem kemur upp svo að andrúmsloftið verði léttara og til að eyða misskilningi. Stundum voru upplýsingarnar til hennar ekki nógu skýrara frá okkur. (lesa meira)


Nora dregur í dilka.
Fjölskylda Jóhannesar tók að sér Lauru frá Ítalíu á meðan hann sjálfur dvaldi í Túnis.

Jóhannes, sonur okkar, ákvað að fara sem AFS skiptinemi í fyrra. Þótt það sé ekki skylda fannst okkur í fjölskyldunni að við ættum að gera það sama fyrir erlendan skiptinema og
ókunn fjölskylda í öðru landi
ætlaði að gera fyrir son okkar
og taka skiptinema í hans stað.
Við ákváðum að taka stúlku
svo að Sigrún dóttir okkar, sem
er eina stelpan í fjögurra barna
hópi, gæti upplifað hvernig væri
að hafa „systur“ á heimilinu.
Á þennan hátt skildum við líka
betur hvað sonur okkar var að
ganga í gegnum og söknuðum
hans líklega minna en annars þar sem við hugsuðum á meðan um hvernig okkar skiptinema gengi að aðlagast hér á landi. (lesa meira)Skiptinemar er frábært innlegg í reynslubanka hverrar fjölskyldu


Halla Rún Tryggvadóttir, búsett á Húsavík, tók að sér
skiptinema síðastliðið haust. Hún heitir Eva Pot, kemur frá
Belgíu og stundar nám við Framhaldsskólann á Húsavík.
Þegar Halla var krakki hafði fjölskylda hennar tvisvar sinnum tekið að sér skiptinema sem henni þótti mjög gaman.
Í dag lítur hún enn á þá sem bræður sína og annar er búinn
að koma oft til þeirra síðan og þau hafa farið til Brasilíu til
hans einu sinni. Vegna þessarar jákvæðu reynslu ákvað hún að prófa þetta sjálf og segist vera gríðarleg ánægð með þá ákvörðun sína. (lesa meira)