Þann 11. ágúst nk. koma til landsins um 36 erlendir skiptinemar til Íslands á vegum AFS skiptinemasamtakanna. Nemarnir eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja hér í þrjá og tíu mánuði.

Fósturfjölskyldur gera starf AFS mögulegt

Á hverju ári taka 10.000 fósturfjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum.  AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 50 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fósturfjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS.

Fólk sem hefur áhuga á fólki og löngun til þess að kynnast veröldinni á að grípa tækifærið og taka að sér skiptinema.

Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt, kímnigáfu  og sveigjanleika. 

 Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma : 552-5450 eða á hildigunnur@afs.org

 

Person_16-01826

Ungverjaland

Magdolna

Magdolna eða Magdi er 17 ára og kemur frá Ungverjalandi. Hún á eina eldri systur og hund og kanínu. Faðir hennar lést þegar hún var lítil en hún býr hjá móður sinni. Eldri systir hennar fór sem skiptinemi fyrir nokkrum árum síðan og þær mæðgur hafa síðan hýst 5 skiptinema. Magdi hlakkar því til að prófa að vera skiptineminn sjálf. Hún er góður námsmaður og róleg að eðlisfari. Hún er dálítið feimin í fyrstu en mjög indæl og vinaleg. Magdi elskar að lesa bækur og er Harry Potter í uppáhaldi. Hún er búin að sjá það að á Íslandi er fjöldi prentaðra bóka og bókasöfn með það hæsta sem gerist í heiminum miðað við höðfatölu. Þá elskar hún dýr og að fara á hestbak, ljósmyndun og náttúruna, og að leysa krossgátur og sudoku.

Babtiste1

Frakkland

Baptiste

Baptiste er 17 ára frakki. Hann er miðjubarn í fjögurra systkinahópi. Baptiste er skáti og góður námsmaður. Hann er mikið fyrir útiveru, göngur, hjólreiðar og hlaup. Hann æfir bæði klifur og hlaup. Baptiste spilar líka á gítar. Hann er glaðvær og jákvæður að eðlisfari. Hann hefur ferðast mikið með fjölskyldu sinni og er spenntur að koma til Íslands og eignast fjölskyldu hér. Baptiste gerðist grænmetisæta nýlega en er opinn fyrir því að borða kjöt í skiptináminu.

gunda1

Lettland

Gunda

Gunda er að verða 17 ára og kemur frá Lettlandi. Þar býr hún ásamt foreldrum og tveimur yngri systkinum. Gunda er mjög góður námsmaður og er sérstaklega góð í stærðfræði. Hún er líka virk í félagslífinu og situr í nemendaráði í skólanum sínum. Gunda er opin, vinaleg og hefur gaman af þvi að kynnast fólki. Hún er líka dugleg að styðja yngri systkini sín og hugsa um kettina þeirra en hún er mikil kattamanneskja. Þá æfir hún krull, spilar á gítar og er skákmeistari.

Octavio1

Argentína

Octavio

Octavio er 16 ára strákur frá Argentínu. Hann á tvö systkini og saman búa þau ásamt foreldrum í gamla hluta Buenos Aires. Octavio er ljúfur, vinalegur og feiminn í fyrstu en um leið og hann er búinn að kynnast fólki er eins og hann hafi þekkt það alla tíð. Hann er ágætur námsmaður en hefur meira gaman af íþróttum, t.d. fótbolta, skíðum og sundi. Hann er mikill músíkunnandi og spilar á píanó, trommur og ukulele. Hann langar að vinna við tónlist í framtíðinni.

Lore

Belgía

Lore

Lore er 18 ára og kemur flæmskumælandi Belgíu. Hún á þrjú systkini og búa þau í ltilum bæ ásamt foreldrum sínum sem Lore á gott samband við. Lore hefur mikinn áhuga á tónlist, hún hlustar mikið á músík og spilar á horn og syngur. Þá er hún góður námsmaður og á auðvelt með að kynnast nýju fólki. Henni finnst gaman að vinna með börnum og langar til þess að gera það í framtíðinni. Hún er spennt fyrir því að kynnast íslensku fjölskyldunni sinni og læra íslensku.

Pacome1

Frakkland

Pacome

Pacome er 17 ára frakki og býr ásamt foreldrum og tveimur yngri systkinum í suður Frakklandi. Hann er rólegur að eðlisfari og svolítið feiminn í fyrstu. Hann er ágætur námsmaður og hefur sérstakan áhuga á stærðfræði, veltir því jafnvel fyrir sér að verða stærðfræðingur eða stærðfræðikennari. Pacome er náinn fjölskyldu sinni og er heimakær. Hann hefur mikinn áhuga á net-tölvuleikjum en spilar þá aðallega um helgar. Hann æfir blak og skotfimi. Pacomo er með ofnæmi og getur ekki búið með köttum eða hundum.

Arturo

Ítalía

Arturo

Arturo kemur frá Ítalíu og er 17 ára. Hann býr í litlum bæ nálægt Florence, ásamt foreldrum og tveimur eldri systkinum, hundi og tveimur köttum. Arturo er rólegur, vinalegur og sjálfstæður. Hann er mjög góður námsmaður og hefur mikinn áhuga á að læra fleiri tungumál, er þegar að læra ensku og frönsku. Arturo hefur gaman af útiveru, hjóla, fara í bíó og spila tölvleiki með vinum sínum. Hann hlakkar til að koma til Íslands.

Person_16-05321_thumbnail

Japan

Koichi

Koichi er 17 ára og kemur frá Japan. Hann býr ásamt foreldrum og litlum bróður í borginni Toyohashi. Koichi er mjög góður námsmaður og hefur sérstakan áhuga á tungumálum. Hann hlustar mikið á enska raftónlist og spilar á píanó. Þá er hann mikið fyrir íþróttir, sérstaklega skíði og badminton. Svo finnst honum líka gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu. Koichi hefur mikinn áhuga á Íslandi og þá sérstaklega stöðu kynjanna hér á landi og endurnýjanlegri orku.

Bélen

Úrúgvæ

Belén

Belén er 17 ára stúlka frá Úrúgvæ.  Hún býr ásamt foreldrum sínum, tveimur eldri bræðrum og hundinum þeirra í borg í suðurhluta landsins, ekki mjög langt frá höfuðborginni. Hún er opin og vinaleg og nýtur þess að eyða tíma með vinum sínum og fjölskyldu. Hún fer oft með bræðrum sínum út að labba með hundinn.  Hún fer reglulega í ræktina en þess á milli finnst henni gaman að horfa á þætti og bíómyndir eða elda mat.  Hún er einnig sjálfboðaliði í barnaskóla og segist elska börn. Í framtíðinni langar Belén að verða læknir og taka þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi.  Hún hlakkar til að fá tækifæri til að læra á nýja menningu og kynnast fólki frá öðrum löndum og vonast til að þessi reynsla muni þroska hana.

Person_17-00007_thumbnail

Kólómbía

Duna

Duna 17 ára gömul og kemur alla leið frá Kolombíu. Hún er einbirni og býr í dreifbýli ásamt foreldrum, þess vegna langar hana gjarnan að kynnast borgarlífi. Duna er afburðarnámsmaður, bæði er hún fluggáfuð og hefir áhuga á að leggja sitt af mörkum í skólastarfið. Hún er feimin í fyrstu en á náið samband við sína nánustu fjölskyldu og vini.  Þá finnst Dunu mjög gaman að lesa og svo spilar hún á fiðlu. Hún hefur mikinn áhuga á Íslandi og hlakkar til að koma.

Barbora

Tékkland

Barbora

Barbora eða Bára eins og hún er kölluð er 16 og hálfs árs stúlka frá Prag, Tékklandi. Hún er einbirni en á mjög gott samband við foreldra sína og ömmu og afa. Bára getur verið svolítið feimin við fyrstu kynni en síðan er hún vinaleg, fyndin og góður hlustandi. Hún er opinská og áreiðanleg. Lára hefur breitt áhugasvið og elskar hesta og fara á skíði, henni finnst gaman að lesa og hlusta á músík og svo lærir hún að spila á píanó og væri voða glöð ef það væri píanó á heimili fósturfjölskyldunnar. Bára á við ákveðinn bakvanda að stríða og þarf því að nota spelku á nóttinni og við sumar íþróttir, þetta háir henni þó ekki mikið en það er mikilvægt fyrir hana að synda tvisvar í viku til að styðja bakið. Þá er Bára með vægt frjókorna- og dýrahársofnæmi, hún getur þó t.a.m. búið með hundum en ekki sofið í sama herbergi. Bára er mjög spennt fyrir Íslandi og hlakkar til að kynnast íslenskri fjölskyldu og menningu.

Person_15-08503

Chile

Renato

Renato kemur frá Chile í suður-Ameríku. Hann er 17 ára og fjölskyldan hans samanstendur af foreldrum, eldri systur og syni hennar og ömmu þeirra. Hann er ófeiminn og hugsandi ungur maður, er varaforseti í skólafélaginu og tekur þátt í ungmennapólitík og sjálfboðastarfi. Renato er mjög góður námsmaður og sjálfstæður í hugsun. Hann elskar hunda og finnst gaman að fara út að skokka með hundinn sinn. Hann hlakkar til að kynnast Íslandi og fjölskyldu sinni hér.

Su

Frakkland

Suzanne

Suzanne kemur frá Frakklandi og er 17 ára. Hún á þrjá eldri bræður en fjölskyldan hennar hefur einnig tekið á móti fjórum skiptinemum. Suzanne er ágætur námsmaður og er í nokkurs konar sveitaskóla. Hún elskar hesta og langar mikið til þess að kynnast íslenska hestinum. Þá er hún mikið fyrir að vera úti í náttúrunni og fyrir að prófa nýja hluti. Suzanne hefur búið á heimavist og finnst það mjög gaman.

HGK

Hong Kong

Yan Shannon

Yan Shannon er 18 ára og kemur frá Hong Kong. Hún á yngri bróður og lítinn hund, svo býr hún hjá mömmu og pabba. Yan á ýmis áhugamál, hún elskar tónlist og spilar á „erhu“ sem er nokkurs konar kínversk fiðla. Þá æfir hún dans og finnst gaman að fara í fjallgöngur. Hún hefur tekið þátt í fuglaskoðunarkeppni síðustu fimm ár og er kennir börnum ensku í sjálfboðastarfi. Hún tekur þó fram að enskan hennar gæti verið betri en hana hlakki til að læra meira í bæði ensku og íslensku.

Nora

Finnland

Nora

Nora er 18 ára stelpa frá Finnlandi. Foreldrar hennar skildu fyrir mörgum árum en hún býr hjá föður sínum, stjúpmóður og fjórum bræðrum. Nora er mjög góður námsmaður. Hún er vinaleg, frekar ófeimin, mikil íþróttamanneskja og traust. Nora elskar íslenska hesta, fjölskyldan á tvo íslenska hesta og Nora fer oft í útreiðatúra. Hún hefur líka tvisvar heimsótt Ísland í tengslum við hestana. Þá er hún líka mikið fyrir íþróttir og stundar ýmsar jaðaríþróttagreinar með pabba sínum og vinum.

Mikolaj

Pólland

Mikolaj

Mikolaj er 18 ára og elstur í hópi 3 systkina, fjölskylda hans býr nálægt Lublin í Póllandi. Hann er góður námsmaður og á auðvelt með að skipuleggja sig. Hann hefur ástríðu fyrir því að gera stuttmyndir og myndbönd, taka upp og klippa til. Hann hlakkar til að komast til Íslands og festa náttúrufegurðina hér á landi á filmu. Hann er líka spenntur fyrir því að læra íslensku og kynnast menningunni.

Person_17-00203_thumbnail

Kína

Tianyue

Tianyue er að verða 18 ára og kemur frá norð-austur hluta Kína og býr þar með foreldrum sínum og tvíburar bróður. Hún er jákvæð, sjálfstæð og þrautseig stelpa sem hefur ríka löngun til að drekka í sig þekkingu.
Hún er mjög góður nemandi og finnst mjög gaman að lesa. Hún er einnig mikið í tónlist og spilar bæði á píanó og ukulele. Þess utan finnst henni gaman að eyða tíma með vinum sínum.
Hún hlakkar til að takast á við þessa áskorun sem skiptinámið er og er tilbúin að leggja mikið á sig fyrir að læra tungumálið og að drekka í sig íslenska menningu og hefur mikinn áhuga á mismunandi menningarheimum. Hún hlakkar líka til að deila með fósturfjölskyldu sinni kínverskri menningu og matargerð.

Max

Frakkland

Maxime

Maxime er að verða 17 ára og kemur frá Frakklandi. Foreldrar hans skildu þegar hann var lítill en hann er í nánu samband við þau bæði sem og ömmur og afa og fleiri í fjölskyldum þeirra. Hann býr hjá móður og yngri bróður. Maxime er hugsandi ungur maður og er ófeiminn og drífandi í hóp. Hann hefur mikinn áhuga á músík og spilar á nokkur hljóðfæri. Hann elskar líka bíómyndir og að vera með vinum og fjölskyldu.

Person_16-07986

Taíland

Sarunpat

Sarunpat eða Putter eins og hann er kallaður býr ásamt foreldrum, yngri bróður og tveimur hundum í útjaðri Bankok í Taílandi. Hann er náinn fjölskyldu sinni og á nokkra mjög góða vini. Putter er mjög góður námsmaður og er í bekk fyrir sterka námsmenn. Hann elskar að lesa skáldsögur og teiknimyndablöð. Þá er hann mikið fyrir tónlist og spilar sjálfur á trommur og er í hljómsveit. Hann er líka mikið fyrir plöntur og að vera úti í náttúrunni.

Gia

Ítalía

Giada

Giada er 17 ára og kemur frá litlum bæ á Ítalíu. Hún er einbirni en á gott samband við foreldra sína sem hún býr með. Fjölskylda Giödu segir hana vera sjálfstæða, trygga og elskulega. Hún er feimin í fyrstu og mikil námskona, henni líður vel í skólanum. Hún er með framúrskarandi einkunnir í flestum fögum og hún hefur keppt í stórum stærðfræðikeppnum. Giada hefur búið víða á Ítalíu vegna vinnu pabba hennar en hann er lögreglumaður. Hún æfði „kickboxing“ og þar hefur hún sótt flesta vini sína.

Mattia

Ítalía

Mattia

Mattia kemur frá litlum bæ á Ítalíu og er 17 ára. Hann á eina yngri systur. Mattia er mjög virkur, ævintýragjarn og skemmtilegur strákur. Honum gengur vel í skóla og hefur gaman af alls kyns íþróttum. Hann hefur nú þegar unnið sem sjálfboðaliði fyrir góðgerðarsamtök og hefur tekiið þátt í alþjóðlegum verkefnum á þeirra vegum í Senegal og Rússlandi. Hann langar að skoða heiminn og kynnast fólki af ólíkri menningu.

Irene

Ítalía

Irene

Irene er 16 ára stúlka frá litlum bæ á suður Ítalíu. Hún er róleg og jákvæð að eðlisfari og sjálfstæð og ákveðin í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Irene æfir ballett tvisvar í viku og æfir á gítar. Hún er góður námsmaður og finnst sérlega gaman að læra tungumál og langar jafnvel að vinna sem þýðandi í framtíðinni. Henni finnst mjög gaman að lesa og baka og að hitta vini sína yfir góðri pizzu. Irene er með vægt kattaofnæmi, sem og fyrir ryki og ákveðnu grasi.

Thomas

Nýja-Sjáland

Thomas

Thomas er 17 ára strákur frá Nýja Sjálandi en hann býr með foreldrum sínum og litlu systur. Hann er ófeiminn og vinalegur og finnst gaman að kynnast alls konar fólki. Tom elskar náttúruna og dýr og er sjálfboðaliði í griðarlandi fyrir fugla og eðlur. Hann hefur líka áhuga á fjallgöngum, siglingum og ýmis konar útiveru. Þá finnst honum líka gaman að vera heima með vinum og spila tölvuleiki. Hann hefur tekið þátt í ræðukeppnum og hefur ástríðu fyrir jöfnum réttindum fólks. Tom er með mjólkuróþol en getur borðað osta og smjör.

Þriggja mánaða nemar á ECTP prógrammi

Katrien

Katrien

Katrien er 17 ára Belgi og kemur frá flæmskumælandi hluta landsins. Hún er náin fjölskyldu sinni en hún á eina eldri systur. Katrien er góður námsmaður og langar að læra íslensku. Hún hefur mikinn áhuga á fimleikum og bæði æfir sjálf og þjálfar yngri börn. Þá finnst henni gaman að lesa bækur og horfa á kvikmyndir. Katríen er góðhjörtuð og áreiðanleg stúlka, hún á góða vini en kýs heldur að vera í fámenni en fjölmenni. Hún er með frjókorna og gras ofnæmi en hún finnur aðallega fyrir því yfir sumartímann.

Ita

Pietro

Pietro er 17 ára Ítali og kemur frá Feneyjum. Hann býr hjá móður, stúpföður og eldri bróður. Fjölskyldan hans segir hann vera kláran, opinn og skemtilegan. Hann er top námsmaður og finnst sérlega gaman í stærðfræði og efnafræði og stefnir á að verða rannsóknarmaður. Þá æfir hann tennis oft í viku og keppir bæði á Ítalíu og erlendis í íþróttinni. Pietro spilar líka á píanó og elskar músík. Svo finnst honum líka gaman að slappa af með vinum og fjölskyldu. Pietro er með ofnæmi fyrir hundum, köttum og kanínum. Pietro er að koma í 3 mánaða prógramm.

Person_16-03587_thumbnail

Belgía

Kira

Kira er frá flæmskumælandi Belgíu og er 18 ára. Hún býr ásamt móður og kærasta hennar og síðan yngri systur. Kiru er lýst sem skemmtilegri og umhyggjusamri stúlku, að hún hafi mikla orku og sé jákvæð. Hún á mjög gott samband við fjölskyldu og vini. Kira er góður námsmaður og hún elskar að lesa, sérstaklega enskar bókmenntir. Hún hefur líka mikinn áhuga á leiklist. Þá er Kira virk í félagslega, hún situr í nemendaráði skólans og er umhugað um jafnan rétt fólks. Hún borðar ekki kjöt og er með rykofnæmi.