Guðmundur nýr framkvæmdastjóri AFS


Guðmundur Gunnarsson hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri AFS á Íslandi. 

Guðmundur er með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og B.A. próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Frá 2011 hefur Guðmundur starfað á alþjóðasviði 66°Norður, en þar áður sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Rúv.

Jóna Fanney Friðriksdóttir, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra AFS síðastliðin 4 ár, sagði starfi sínu lausu nýverið en mun starfa áfram fyrir samtökin samhliða nýjum framkvæmdastjóra til áramóta.

,,Það er virkilega spennandi að ganga til liðs við AFS á þessum tímapunkti. Fræðslusamtök, sem hafa það að leiðarljósi að auka skilning milli þjóða og brúa bilið milli fólks af ólíkum uppruna, gegna lykilhlutverk í samfélaginu um þessar mundir. Ég hlakka til að vinna með starfsfólki AFS, fráfarandi framkvæmdastjóra og öflugum hópi sjálfboðaliða að áframhaldandi uppgangi AFS.“ Segir Guðmundur.

Stjórn AFS á Íslandi bíður Guðmund velkominn til starfa en vill um leið þakka Jónu Fanneyju Friðriksdóttur frábær störf í þágu samtakanna undanfarin ár.