Alma Dóra í undirbúningsteymi Volunteer Summer Summit

Alma Dóra er AFS sjálfboðalið og í undirbúningsteyminu fyrir Volunteer Summer Summit 2016 (VSS) sem er skipulagt af EFIL, regnhlífasamtökum AFS í Evrópu. VSS verður haldið í Feneyjum á Ítalíu í ár en Alma var einmitt skiptinemi á Ítalíu 2011. Hér segir hún stuttlega frá undirbúningsfundi sem hún sótti í janúar.

Árið 2011 stóð ég í rigningunni í Feneyjum og skipulagði funky chicken með hinum skiptinemunum á Piazza San Marco. Í byrjun 2016,  tæpum fimm árum seinna, var ég svo aftur stödd í Feneyjum, í þetta skipti til að taka þátt í að skipuleggja VSS. Undirbúningsteymið í ár er fjölbreytt og með breiðan bakgrunn af AFS reynslu. Það var því mjög áhugavert að fá að kynnast þessu góða og áhugaverða fólki og sjá hvað það hefur fram að færa. Fram komu mikið af góðum hugmyndum og stórar umræður en við vorum þó öll sammála um að leggja allt í sölurnar til að gera VSS í ár eins veglegt og mögulegt er.
Þetta er stórt verkefni og krefjandi en ég gæti ekki verið ánægðari með þetta allt saman. Ég hlakka mikil til að takast á við þessa áskorun og ég vonast til að sjá sem flesta sjálfboðaliða AFS á Íslandi í Feneyjum í ágúst.

Undirbúningsteymi VSS 2016 - Nicolas (NED), Ingvild (NOR), Claudia (ITA), Inga (EFIL), Alma (ISL), Sabrina (ITA), Gert (GER) og Mira (NOR)
Undirbúningsteymi VSS 2016 - Nicolas (NED), Ingvild (NOR), Claudia (ITA), Inga (EFIL), Alma (ISL), Sabrina (ITA), Gert (GER) og Mira (NOR)