AFS á Íslandi er flutt í Skipholt 50c

AFS á Íslandi er flutt í Skipholt 50c 4tv. 

Við fögnum bættri aðstöðu sjálfboðaliða og starfsfólks í nýju húsnæði um leið og við kveðjum Ingólfsstrætið þar sem starfsemin hefur blómstrað í tæpa tvo áratugi. 

Ennþá standa yfir endurbætur á nýju húsnæðinu og við biðjumst velvirðingar á óþægindum í kjölfar flutninganna.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest með vorinu.