SMELLTU á myndina hér að ofan og fáðu almennar upplýsingar um skiptinemadvölNÝTT FÓLK, ÖNNUR MENNING, NÝ HUGSUN
AFS veitir þér tækifæri til að dvelja tæpt ár eða skemur í öðru landi.  Þannig eignast þú nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnist nýrri menningu, háttum og siðum annarra landa.  

Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og ganga í skóla, þeir eru ekki gestir eða ferðamenn í dvalarlandinu.  Þeir gerast fjölskyldumeðlimir og taka þátt í daglegu lífi fólksins á staðnum.

Hjá AFS taka fjölskyldur á móti skiptinemum áhugans vegna og fá aldrei greidda þóknun fyrir.


HVAÐ ER Í BOÐI?
AFS býður upp á brottfarir tvisvar á ári, sumarbrottför er á bilinu júlí - september og vetrarbrottför á bilinu janúar - mars.

Umsóknarfrestur rennur út í september / október vegna vetrarbrottfarar og mars / apríl vegna sumarbrottfarar, en er þó breytilegur eftir löndum. 

Athugið þó að skiptinemapláss geta selst upp áður en umsóknarfrestur rennur út.  Því fyrr sem sótt er um því betra og meiri líkur á að þú komist til draumalandsins!

Ársdvöl: Ársdvöl í 10-11 mánuði

Hálfsársdvöl: 4-5 mánuðir (ekki öll lönd bjóða hálfsársdvöl, hafið samband við skrifstofu)
Evrópuprógramm ECTP: 3 mánuðir frá september - desember

HÉR er hægt að kynna sér einstaka lönd, aldurstakmark og staðhætti nánar.

Skoða heimasíður einstakra AFS landa.

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á SKIPTINEMADVÖL?

Fyrsta skrefið er að skila inn rafrænni frumumsókn til skrifstofu AFS.

Umsóknarferlinu er skipt í tvennt, þ.e. í fyrstu þarf að skila frumumsókn og fara síðan í viðtal í kjölfarið þar sem sjálfboðaliðar AFS veita allar nánari upplýsingar.  Eftir það tekur við alþjóðlegt framhaldsumsóknarferli.

Starfsfólk og sjálfboðaliðar AFS veita þér gjarnan frekari upplýsingar.

Við hvetjum þig einnig til að hafa samband við skrifstofu AFS í síma: 552 5450 - við tökum vel á móti þér.