Almennt er talað um að skiptinemar þurfi að vera á aldrinum 15 - 18 ára þegar haldið er til skiptinemadvalar á vegum AFS.

Það er þó aðeins misjafnt eftir löndum hvaða aldursmörk gilda og er ávallt litið á hversu gamall neminn er þegar að brottfaradegi kemur og er þá talið í árum og mánuðum.  

Þess ber að geta að hægt er að sækja um háskólaprógramm til Perú og þá er aldurstakmark 20 ára. Vinsamlegast leitið nánari upplýsingar á skrifstofu AFS. En alla jafna er aldurstakmark á bilinu 15 til að verða 19 ára.

AFS löndin eru ströng á aldursmörkunum og ekki er hægt að sækja um viðkomandi land ef nemi er yngri eða eldri en aldursmörk landsins kveður á um.

Dæmi:  Jón er á leið til Austurríkis. Brottfarardagur þangað er 24. ágúst. Jón verður 16 ára  í júní og verður því 16 ára og 2ja mánaða þegar að brottför kemur (eða 16,2).  AFS í Austurríki tekur við nemum á aldursbilinu 15,5 ára til 18,0 ára.  Jón er því á fínum aldri til að gerast skiptinemi þar í landi.  Ef Jón væri tveimur árum eldri væri hann 18,2 ára þegar að brottfarardegi kemur og því orðinn of gamall til að sækja um Austurríki.

Einnig er hægt að fá upplýsingar um aldurstakmörk og umsóknarfresti landanna ásamt nánari upplýsingum með því að smella HÉR og er þá hægt að skoða hvert land fyrir sig.

Allar nánari upplýsingar svo sem um þátttökugjöld er hægt að fá hjá starfsfóli AFS á Íslandi á skrifstofutíma, 10:00 - 16:00 alla virka daga.