Evrópusamtök AFS, EFIL (European Federation for Intercultural Learning) eru regnhlífarsamtök 27 AFS landa í Evrópu.  Ísland er aðili að EFIL og eru samtökin öflug í hverskyns fræðslu og þjálfun starfsmanna og sjálfboðaliða AFS.

Nú býður EFIL uppá ECTP (European Citizenship Trimester Programme) sem er þriggja mánaða Evrópuprógramm  fyrir ungmenni á aldrinum 15-18 ára.  

Dvölin hefst í byrjun september og dvelja þátttakendur hjá fjölskyldum og ganga í skóla í Evrópulandi.  

Í lok dvalar, eða í byrjun desember hittast allir þátttakendur á fjögurra daga lokanámskeiði í Brussel í Belgíu áður en haldið er heim aftur. Þar gefst m.a. kostur á að heimsækja og fá fræðslu um helstu stofnanir Evrópusambandsins.

Flug, uppihald, Brüsselferð og allur námskeiðskostnaður er innifalinn í þátttökugjaldi. Upplýsingar um þátttökugjöld má nálgast hjá starfsfólki AFS á Íslandi á skrifstofutíma.

Skoða myndir frá ECTP námskeiðinu í Brussel 2013 HÉR.


Lönd sem í boði eru:

Ítalía, Frakkland, Belgía (flæmsku og/eða frönskumælandi), Slóvakía, Spánn og Danmörk

-Önnur lönd sem í boði eru með fyrirvara um að enn sé laust:


Austurríki, Bosnía-Hersegóvína, Króatía, Tékkland, Þýskaland, Ungverjaland, Holland, Pólland, Portúgal, Rússland, Slóvenía, Serbía, Sviss og Tyrkland.  Kanna má með fleiri lönd í Evrópu ef áhugi er fyrir hendi.

HÉR má hlaða niður bæklingi ECTP á ensku.

Hafir þú áhuga á þriggja mánaða dvöl í Evrópu frá september til desember kynntu þér málið þá nánar og hafðu samband við skrifstofu AFS í síma: 552 5450.


Smelltu á myndina hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar um ECTP.