Láttu drauminn rætast!

AFS á Íslandi, í samstarfi við alþjóðasamtök AFS, mun styrkja einn nema til skiptináms í Brasilíu á næsta ári. Brottför í ágúst 2017 og dvalið við nám í Brasilíu í 10 mánuði á fullum námssstyrk.

Það eina sem þú þarft að gera er að sækja um skiptinám til Brasilíu og svara síðan nokkrum ritgerðaspurningum.

Umsóknarfrestur er til 1. desember.

-Þú byrjar á því að fylla út umsókn á afs.is og velur Brasilíu sem áfangastað nr. 1.
-Þegar þú hefur lokið við frumumsóknina færð þú sendar 3 ritgerðaspurningar sem þú þarft að svara fyrir 15. desember.
-Valið verður úr innsendum umsóknum í janúar 2017.