Smellið HÉR til að sjá þátttökugjöld fyrir vetrarbrottför 2014 (pdf) og HÉR til að sjá þátttökugjöldin fyrir sumarbrottför 2014 og vetrarbrottför 2015 (pdf)

Einnig er hægt að sjá þátttökugjöldin HÉR með því að smella á einstaka land.


Innifalið í þátttökugjöldunum er m.a:

 • Undirbúningsnámskeið fyrir brottför, fyrir skiptinema og foreldra þeirra
 • Aðstoð við útvegun vegabréfsáritana
 • Ferðir milli Íslands og dvalarlands
 • Sjúkra og slysatryggingar
 • Námskeið í dvalarlandi
 • Ferðir innanlands á áfangastað í dvalarlandi
 • Skólagjöld og námsbækur
 • Ferðir til og frá skóla ef með þarf
 • Aðgangur að stuðningskerfi AFS
 • Heimkomufundur að dvöl lokinni


Kostnaður fyrir utan þátttökugjöld er m.a:


 • Lækniskostnaður fyrir brottför (vottorð, bólusetningar o.þ.h.)
 • Kostnaður vegna vegabréfsáritana
 • Vasapeningur
 • Ferðir á eigin vegum í dvalarlandi.
Greiðslusamningi þarf að skila með framhaldsumsókn og fylgir sá samningur þegar umsókn er stofnuð HÉR á síðunni.  Athugið að framhaldsumsókn verður ekki endanlega samþykkt fyrr en gengið hefur verið frá greiðslusamningi.

Greiðslusamningur 2014 er í vinnslu og verður tilbúin á næstu dögum. Skila þarf samningnum inn með framhaldsumsókn.

Áður en þátttaka hefst þurfa þátttakendur og forráðamenn að skrifa undir þátttökusamning AFS (helstu atriði á glærum). Hann er sendur í tvíriti til umsækjenda þegar þeir hafa verið samþykktir í skiptinemadvöl og í honum eru reglur og skilmálar AFS. Öðru eintakinu er skilað undirrituðu á skrifstofu samtakanna en þátttakendur og forráðamenn halda hinu eintakinu til haga.

Við bendum einnig á að eftir að skiptinemadvöl lýkur gefst þátttakendum kostur á að starfa með AFS að mörgum spennandi og uppbyggilegum verkefnum.  HÉR má lesa nánar um sjálfboðaliðastarfið.