Smellið HÉR til að sjá þátttökugjöld fyrir sumarbrottför 2016 og vetrarbrottfarir 2017 (pdf skjöl).


Einnig er hægt að sjá þátttökugjöldin HÉR með því að smella á einstaka land.


Innifalið í þátttökugjöldunum er m.a:

 • Undirbúningsnámskeið fyrir brottför, fyrir skiptinema og foreldra þeirra
 • Aðstoð við útvegun vegabréfsáritana
 • Ferðir milli Íslands og dvalarlands
 • Sjúkra og slysatryggingar
 • Námskeið í dvalarlandi
 • Ferðir innanlands á áfangastað í dvalarlandi
 • Skólagjöld og námsbækur
 • Ferðir til og frá skóla ef með þarf
 • Aðgangur að stuðningskerfi AFS
 • Heimkomufundur að dvöl lokinni


Kostnaður fyrir utan þátttökugjöld er m.a:


 • Lækniskostnaður fyrir brottför (vottorð, bólusetningar o.þ.h.)
 • Kostnaður vegna vegabréfsáritana
 • Vasapeningur
 • Ferðir á eigin vegum í dvalarlandi.

Áður en þátttaka hefst þurfa þátttakendur og forráðamenn að skrifa undir þátttökusamning AFS (helstu atriði á glærum). Hann er sendur í tvíriti til umsækjenda þegar þeir hafa verið samþykktir í skiptinemadvöl og í honum eru reglur og skilmálar AFS. Öðru eintakinu er skilað undirrituðu á skrifstofu samtakanna en þátttakendur og forráðamenn halda hinu eintakinu til haga.

Við bendum einnig á að eftir að skiptinemadvöl lýkur gefst þátttakendum kostur á að starfa með AFS að mörgum spennandi og uppbyggilegum verkefnum.  HÉR má lesa nánar um sjálfboðaliðastarfið.