Starfsemin

Við veitum fræðslu og þjálfun

AFS undirbýr og eflir leiðtoga framtíðarinnar, virka borgara og þá sem vilja gera heiminn okkar betri með því að þjálfa með þeim lykilfærni 21. aldarinnar í að virkja, leiða og eiga árangursríkt samstarf við mismunandi menningaraðstæður. Alþjóðlegu skiptinema-, náms- og sjálfboðaliðaprógrömmin okkar eru þjálfun í menningarlæsi sem byggð er á víðtækum rannsóknum og er stýrt af þjálfuðum AFS-sjálfboðaliðum og starfsmönnum AFS.

Skiptinám erlendis á vegum AFS 

Við erum í fararbroddi við þjálfun í menningarlæsi, hvort sem þú kýst að ljúka menntaskólanámi í öðru landi, læra nýtt tungumál, fara í sumarskóla erlendis eða taka þér hlé á milli stúdentsprófs og háskólanáms til að víkka út sjóndeildarhringinn með ársdvöl við nám.

Fósturfjölskyldur 

Að hýsa AFS-skiptinema er gefandi og þroskandi ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Þið fræðist um framandi menningu og hefðir, deilið ykkar reynslu og öðlist nýja sýn á lífið.

Sjálfboðastarf 

Sjálfboðaliðar AFS á hverjum stað eru drifkrafturinn í öllu starfi samtakanna og veita nemendum og fjölskyldum virkan stuðning á ferðalagi sínu. Sjálfboðaliðar koma einnig að stjórnsýslu og stefnumótun og leiða þróunarverkefni í samstarfi við skóla og samfélög á hverjum stað.

Þjálfun í menningarlæsi og fræðsla um borgaravirkni 

Við hjálpum fólki á öllum aldri og með margs konar bakgrunn að þróa með sér leiðtogafærni, hæfni til að leysa úr vandamálum, tungumálafærni og þá þvermenningarlegu færni sem nauðsynleg er til að stuðla að breytingum til hins betra um allan heim.

Screen Shot 2016-10-03 at 9.01.22 PM
Screen Shot 2016-10-03 at 9.04.03 PM

Screen Shot 2016-10-03 at 8.11.02 PM

Screen Shot 2016-10-03 at 8.13.48 PM

 

Hugsjónin

Með því að tengja hugmyndafræði okkar um að „læra að lifa saman“ við veigamikil, vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir vinnur AFS markvisst að því að efla menningarlæsi sem skilvirkt og öflugt verkfæri til að gera heiminn réttlátari og friðsamari. AFS fagnar fjölbreytninni og lítur svo á að margbreytileikinn geri heiminn okkar skemmtilegri og sterkari.

Markmið AFS 

AFS eru alþjóðleg sjálfstæð félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Samtökin bjóða upp á þvermenningarleg námstækifæri þar sem hægt er að öðlast þá þekkingu, færni og skilning sem þarf til að vinna að réttlátari og friðsamari heimi.

Gildi AFS  

AFS hjálpar fólki að verða ábyrgir borgarar og stuðlar að friði og skilningi milli manna í margbreytilegum heimi. AFS gerir sér ljóst að misrétti, ójöfnuður og skortur á umburðarlyndi ógnar friði í heiminum.

AFS leitast við að styrkja trúna á sjálfsvirðingu og manngildi okkar allra, sama hvert þjóðerni okkar eða menningarlegur bakgrunnur kann að vera. AFS stuðlar að skilyrðislausri virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi, óháð kynþætti, kyni, tungumáli, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.

Starfsemi AFS byggir á grunngildum okkar, sem eru sjálfsvirðing, virðing fyrir fjölbreytileika, sátt, nærgætni og umburðarlyndi.

Sagan

Alþjóðlegu fræðslusamtökin AFS starfa í yfir 50 löndum í öllum heimsálfum.  Saga samtakanna nær allt til fyrri heimstyrjaldarinnar en formlega hófust nemendaskipti árið 1947.  AFS hóf starfsemi sína á Íslandi tíu árum síðar, árið 1957 en þá héldu átta fyrstu íslensku skiptinemarnir til Bandaríkjanna. Síðan hefur starfið vaxið og nú sendir AFS á Íslandi árlega milli 100-120 skiptinema til dvalar á erlendri grund og tekur á móti 30-40 erlendum nemum ár hvert.