Myndbrot - 60 ára afmæli alþjóðasamtaka AFS


AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem starfa í yfir 50 löndum í öllum heimsálfum.  Saga samtakanna nær allt til fyrri heimstyrjaldarinnar en formlega hófust nemendaskipti árið 1947.

AFS hóf starfsemi sína á Íslandi tíu árum síðar, árið 1957 en þá héldu átta fyrstu íslensku skiptinemarnir til Bandaríkjanna. Síðan hefur starfið vaxið og nú sendir AFS á Íslandi árlega milli 100-120 skiptinema til dvalar á erlendri grund og tekur á móti 20-30 erlendum nemum ár hvert.

Aðalviðfangsefni samtakanna hér á landi er nemendaskipti unglinga á aldrinum 15-18 ára. Samtökin eru óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum sem og hvers konar hagsmunasamtökum. Markmið AFS eru að auka kynni og skilning milli þjóða heims og fólks af ólíkum uppruna, víkka sjóndeildarhring ungs fólks og auka menntun þess.

AFS-félögin um allan heim eru að mestu leyti byggð upp af sjálfboðaliðum. Auk þess hefur hvert félag sína skrifstofu með fastráðnu starfsfólki.

Hvers vegna AFS?
  • AFS býr yfir áratuga reynslu í nemendaskiptum.
  • AFS eru frjáls félagasamtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni.
  • Starfsemi AFS grundvallast á ósérhlífnu starfi þúsunda sjálfboðaliða um allan heim.
  • Styrkur AFS felst m.a. í öflugu námskeiðshaldi.
  • Hver þátttakandi fær trúnaðarmann til að leita til og einnig stendur nema og fjölskyldum (í dvalarlandi og heima) til boða stuðningur frá sjálfboðaliðum á svæðinu og frá skrifstofu AFS.
  • AFS býður þátttakendum spennandi og skemmtilegan félagsskap sjálfboðaliða AFS eftir að dvöl lýkur.