Hollvinir AFS á Íslandi
English below

Árið 2009 hóf stjórn AFS á Íslandi undirbúning að stofnun styrktarsjóðs til að styðja við bakið á ungu fólki með áhuga á að kynnast öðrum menningarheimum. Eftir nokkra undirbúningsvinnu var samþykkt á aukaaðalfundi AFS þann 20. febrúar 2013 að stofna sjálfseignarstofnunina Hollvini AFS á Íslandi. Í framhaldi var stofnfundur Hollvina haldinn í Þjóðmenningarhúsinu þann 21. mars 2013.

Stofnfélagar voru alþjóðlegu fræðslusamtökin AFS á Íslandi, sem starfað hafa á Íslandi frá árinu 1957, og 36 einstaklingar sem voru meðlimir í samtökunum og höfðu tekið þátt í starfi þeirra á einn eða annan hátt. Síðan hafa fleiri Hollvinir bæst í hópinn, en þar að auki eru skráðir nokkrir styrktarfélagar sem veita stofnunni fjárframlög.

Tilgangur og markmið
Tilgangur Hollvina er að styrkja nemendur og fjölskyldur til þátttöku í nemendaskiptum AFS styrkja rannsóknir á samskiptum fólks af ólíkum menningaruppruna svo og  verkefni sem hafa það að markmiði að stuðla að nemendaskiptum og auka menningarskilning fólks af ólíkum menningaruppruna.


Frá stofnun Hollvina AFS á Íslandi 21. mars 2013. F.v. Petrína Ásgeirsdóttir, fyrrv. framkvæmdastjóri AFS fór fyrir skipulagshópi Hollvina, Erlendur Magnússon formaður stjórnar Hollvina (fyrrv. framkvæmdastjóri AFS), ásamt Jónu Fanneyju Friðriksdóttur þáverandi framkvæmdastjóra, Þorvarði Gunnarssyni stjórnarmanni Hollvina og Ragnari Þorvarðarsyni þáverandi formanni AFS á Íslandi. 


Stjórn Hollvina
Í stjórn Hollvina AFS á Íslandi sitja þrír fulltrúar, tveir kjörnir á aðalfundi stofnunarinnar og einn tilnefndur af stjórn AFS á Íslandi. Núverandi stjórn skipa : Erlendur Magnússon fjárfestir, Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri og Þorvarður Gunnarsson löggiltur endurskoðandi.

Úthlutun sjóðsins
Tekjur stofnunarinnar, sem nota skal til úthlutunar styrkja, eru arður af stofnsjóði, árlegt framlag AFS á Íslandi til stofnunarinnar, árgjald hollvina ásamt gjöfum og öðrum frjálsum framlögum til styrktar stofnuninni. Stofnunin úthlutar að lágmarki árlega og gerir það í samstarfi við skrifstofu AFS á Íslandi.

Megintilgangur styrkjaveitinganna er að aðstoða nemendur frá efnaminni heimilum, en þó er einnig heimilt að veita styrki til verðandi skiptinema sem hafa sýnt afbragðs árangur á ýmsum sviðum, s.s. í námi, listum eða íþróttum. Öllum fyrirspurnum varðandi Hollvini AFS á Íslandi má beina til skrifstofu AFS: info-isl@afs.org

Nánari upplýsingar fyrir umsækjendur HÉR.

The AFS Iceland Alumni & Friends Foundation
In 2009 the board of AFS Iceland started working towards setting up a foundation to support young adults interested in participating in exchange programmes aimed at intercultural learning. After elaborate preparations, the AFS Iceland Alumni & Friends Foundation was established on March 21, 2013 at the Culture House in Reykjavik - National Centre for Cultural Heritage (Þjóðmenningarhúsið).

The founding members were AFS Iceland, established in 1957, and 36 individuals who are members of AFS Iceland. Since then new memebers have joined the foundation. Additionally there are supporters that make monthly donations to the foundation.


The purpose of the foundation is to provide scholarships to students and their families taking part in exchange programmes with AFS Iceland, support research in the field of intercultural learning and support projects that provide student exchange opportunities and increase intercultural awareness.

Board of directors
The board consists of three members, two of them are selected at the general meeting of the foundation, but the board of AFS Iceland appoints one member. Members of the board are Erlendur Magnússon investor, Guðrún Björk Bjarnadóttir, managing director and Thorvardur Gunnarsson certified public accountant.

Scholarships and grants
The income of the foundation, generated to provide scholarships and grants, comes from four sources: the investment income and gains from the foundation’s investments, annual contribution from AFS Iceland, annual membership fee paid by individual founding members and donations and other contributions from third parties.

For questions regarding the foundation please contact the office of AFS Iceland.