Indónesía er gríðarlega víðfeðmur eyjaklasi með yfir 17.000 eyjum. Þetta er land andstæðna – hvæsandi eldfjöll og friðsæll hafflöturinn, mannmergð stórborganna og plantekrur í fjarska, nútímalegir skýjakljúfar og hálfhrunin hof, Komodo-drekar og óteljandi hitabeltisfuglar, ungt fólk á vespum, klætt í skærlita kufla og batíkskyrtur. Einstakt og fjölbreytilegt samfélagið í Indónesíu samanstendur af yfir 300 þjóðernishópum af margs konar félagslegum og menningarlegum uppruna, frá Evrópu, Austurlöndum nær og Asíu.

Indónesísk ungmenni hittast gjarnan í stórum hópum. Íþróttir eru vinsælar í Indónesíu, sérstaklega fótbolti, badminton og <em>pencak silat (</em>hefðbundin indónesísk bardagalist). Langar þig til að smíða flugdreka og fljúga honum? Þá er þetta rétti staðurinn til þess!

 

A photo posted by Coralie gisel (@cocoinindo) on Sep 3, 2016 at 12:26pm PDT

Fólk og samfélag

Stórfjölskyldan skipar mikilvægan sess í samfélaginu. Mikil virðing er borin fyrir hinum eldri. Samskipti eru ekki mjög „bein“, sem þýðir að fólk segir sjaldan akkúrat það sem það meinar, það eru t.d. í það minnsta 12 mismunandi leiðir til þess að segja „nei“ á Indónesísku.

Skóli

Skiptinemar fara flestir í ríkisrekna skóla og er skólavikan frá mánudegi til laugardags. Nemar klæðast skólabúningum.

A photo posted by Raihan Mauladi (@raihan_7) on Aug 17, 2016 at 10:04am PDT

A photo posted by Coralie gisel (@cocoinindo) on Jul 8, 2015 at 5:37pm PDT

Tungumál

Þrátt fyrir að fjölmörg tungumál séu töluð í Indónesíu er indónesíska (Bahasa Indonesia) opinbert tungumál þar í landi. Grunnkunnátta í ensku er einnig gagnleg. AFS býður upp á kennslu í Indónesísku.

Matur

Indónesísk matargerð er undir áhrifum frá Indlandi, mið-Austurlöndum, Kína og Evrópu. Fiskur, kókos og hrósgrjón eru algengustu hráefnin og bæði sterkir og sætir réttir eru vinsælir.

Indonesian vibes?

A photo posted by Dafne Rizzo (@dafninja) on Sep 11, 2016 at 2:54am PDT

Skoða skiptinám í Indónesía