Pólland býr að auðugum menningararfi og þar eru fjölmargir staðir sem eru á heimsminjaskrá UNESCO sem gaman er að kynna sér. Landslagið er sérlega fallegt, ekki síst Karpatafjöllin, ströndin við Eystrasaltið og fljótið Vistula. Þú mátt ekki gleyma að smakka þjóðarréttinn pierogis og fara í könnunarleiðangur um hellulögð stræti pólsku smábæjanna.

Flest pólsk ungmenni lifa mjög virku félagslífi og stunda mikla útivist, til dæmis hjólreiðar, fjallgöngur, kanóróður og kajakróður á hinum fjölmörgu ám Póllands. Á sumrin fara margir í sveppaleit. Og mörgum finnst gaman að slaka á yfir spilum, til dæmis bridds.

 

Dziewczyny, które uwielbiają przygody! #Polishgirls #forest #Fun #siostra #afseffect #afspolska ????

A photo posted by Laura Esposito (@__lauraesposito) on

Fólk og samfélag

Skiptinemar dvelja um allt land og en flestir nálægt stórum borgum eins og Kraká og Varsjá. Fjölskyldur borða gjarnan saman í hádeginu á sunnudögum. Pólsk ungmenni eru tiltölulega sjálfstæð ekki ósvipað hér á Íslandi.

Kaþólsk trú er útbreidd í landinu og trúarsiðir eru mikilvægir.

Skóli

Skólakerfið er áþekkt því sem við þekkjum hér heima, menntaskólastigið er fyrir 16-20 ára. Algeng fög eru tungumál, saga, líffræði og stærðfræði.

Tungumál

Pólska er töluð í Póllandi, það er svavneskt tungumál. Margir tala þó líka ensku. AFS í Póllandi útvegar tungumálakennslu.

Matur

Pólverjar eru hrifnir af kássum, pylsum, káli og kartöflum. Brauð er einnig oftast á boðstólnum og má finna sæt bakarí á hverju horni. Alls kyns eftirréttir eru vinsælir, t.d. birkifræ- og ostakökur.

Fólk í sveitum ræktar gjarnan eigið grænmeti.

Skoða skiptinám í Pólland