Hong Kong er nútímaleg borg sem iðar af lífi, enda þéttbýl og með fjölda tignarlegra skýjakljúfa og háhýsa sem ber við himinn. Borgin hefur skipað sér sess sem mikilvæg miðstöð viðskipta og fjármála í Asíu, en hér er einnig að finna verslanir sem selja náttúrulyf, láta spá fyrir sér á næsta götuhorni og í görðum borgarinnar er fólk að viðra fugla í búrum. Hong Kong hýsir fjölda mismunandi trúarbragða og hefða, enda koma hér saman kínversk og bresk menningaráhrif.
Ungmenni í Hong Kong taka námið mjög alvarlega. Þau eyða tómstundunum með fjölskyldunni eða í heimsókn hjá ættingjum í næsta nágrenni. Hægt er að ganga í margs konar klúbba (þar sem krakkar stunda t.d. netbolta, fimleika, ræðumennsku, leiklist, sagnfræði og margt fleira) og stunda aðrar tómstundir eftir skóla til að eignast vini. Þegar þú ferð út með vinunum á kvöldin skaltu endilega skella þér með í karókí.