Fáðu að kynnast því sem Ástralía hefur upp á að bjóða, fyrir utan kengúrurnar og hið víðfræga óperuhús. Frumbyggjamenning Ástralíu hefur haft djúpstæð áhrif á menningu og sjónlist landsins. Inn til landsins er loftslagið mjög þurrt og landið harðbýlt og því búa flestir á sléttunum nærri sjávarsíðunni og á suðausturströndinni. Útivist er í hávegum höfð: sund við stórkostlegar strendur, krikketleikir eða grillveisla í næsta almenningsgarði.

Líf ástralskra ungmenna snýst einnig um íþróttaiðkun, gönguferðir og útilegur og það er farið á ströndina hvenær sem færi gefst. Mörg ungmenni vinna einnig hlutastörf eftir skóla og um helgar til að vinna sér inn vasapeninga. Æskulýðsstarf er mjög vinsælt þar: Skátarnir, trúarlegir klúbbar, fimleikaklúbbar og margs konar sjálfboðastarf.

 

AFSer @kiamahayley having a good time on her exchange. #afseffect #Repost "it's a big world out there"

A photo posted by AFS Australia (@afsaustralia) on

Fólk og samfélag

Ástralía er risastórt land. Skiptinemar geta átt von á að búa hjá fósturfjölskyldum um allt land. Allt frá stórborgum til smábæja. Á áströlskum heimilum er algengt að öll fjölskyldan hjálpist að við heimilishaldið. Samskiptin eru nokkuð afslöppuð og óformleg  og á margan hátt eru ástralskar fjölskyldur líkar því sem helst þekkist hér á landi.

Skóli

Menntun er tekin alvarlega í Ástralíu og státar landið af mörgum fremstu skólum heims. Skóldagurinn er frá 8:45 til 3, alla virka daga. Allir nemendur klæðast skólabúningum.

Formal with the best people 🎉

A photo posted by Rafael Baumer (@rafaelbaumer) on

A photo posted by Rafael Baumer (@rafaelbaumer) on

Tungumál

Enska er opinbert tungumál Ástrala, með sínum blæbrigðum þó. Góður grunnur í ensku mun einfalda aðlögun skiptinemans til mikilla muna.

Matur

Matarmenningin í Ástralíu er á margan hátt mjög svipuð matarmenningu í Bretlandi. Fiskur og franskar er til dæmis mjög vinsæll réttur í Ástralíu. Að öðru leyti er algengt að bjóða upp á góða steik, unnar kjötvörur, fisk eða pasta.

Crabs 🦀

A photo posted by Anna Ravn (@annafrydensberg) on

Skoða skiptinám í Ástralía