Bosnía og Hersegóvína býður upp á blöndu af menningarheimum þar sem austrið og vestrið mætast í byggingarlist, matargerð, tungumálum og trúarbrögðum. Í Bosníu og Hersegóvínu gefst þér færi á að upplifa falleg og tignarleg fjöll, þar sem Vetrarólympíuleikarnir fóru fram árið 1984, skóga, fornfrægar virkisborgir, klaustur og moskur. Bosníumenn eru gjarnan mjög hispurslaust fólk sem lætur óhikað skoðanir sínar, óskir og gagnrýni í ljós í beinskeyttum rökræðum um dægurmálin hverju sinni.

Þegar bosnísk ungmenni eru ekki í skólanum eða að vinna heimavinnu hitta þau ættingja og vini, rölta um bæinn, fá sér kaffi eða ávaxtasafa á næsta kaffihúsi, skreppa í bíó, líta við í félagsmiðstöðvunum, fara á tónleika og svo framvegis. Ef þú hefur gaman af íþróttum ertu á réttum stað. Fótboltinn er vinsælasta íþróttin en á veturna geturðu nýtt þér frábær skíðasvæði og prófað þig áfram í brekkunum.

 

Fólk og samfélag

Samskipti fólks eru oft mjög hrein og bein í Bosníu. Fólk tjáir gjarnan skoðanir sínar umbúðalaust og af heiðarleika. Á sama tíma er samfélagið mjög vinalegt og heimamenn gestrisnir. Samband foreldra og ungmenna byggir á gagnkvæmu trausti þar sem foreldrar eiga oftast síðasta orðið. Ef skiptinemar sína ábyrgð og þorska er líklegt að þeir ávinni sér traust fósturforeldra sinna og fái að vera nokkuð sjálfstæðir.

Photo by Habeebee
Photo by Habeebee

 

Photo by Jaime Silva
Photo by Jaime Silva

Fjölskyldan

Flestir skiptinemar AFS búa hjá fósturfjölskyldum í minni borgum eða bæjum. Algent er að stórfjölskyldan búi undir sama þaki og takist á við uppeldi barnanna í sameiningu. Handaband eða koss á kinn er leiðin til að heilsa fólki í Bosníu.

Skóli

Skiptinemar eru flestir í venjulegum menntaskóla. Vikan er frá mánudegi til föstudags en oftast eru valfögin kennd á laugardögum. Algengt er að nemendur séu í skólanum fyrir hádegi aðra hvora viku en svo eftir hádegi hina vikuna.

Photo by Vitor Antunes
Photo by Vitor Antunes
Photo by Brenda Annerl
Photo by Brenda Annerl

Tungumál

opinber tungumál Bosníu og Hersegóvínu eru þrjú talsins; bosníska, serbneska og króatíska. Hljómar flókið en reyndin er að málin eru mjög áþekk. Það er nóg að læra eitt þeirra til að geta gert sig skiljanlegan á hinum tveimur. AFS bíður upp á krefjandi tungumálakennslu fyrstu vikurnar. AFS mælir með að skiptinemar taki tungumálin föstum tökum í Bosníu og Hersegóvínu.

Matur

Bosnísk matarhefð er náskyld hefðum í Tyrklandi og Grikklandi til dæmis. Algengir réttir innihalda nautakjöt, lambakjöt og kartöflur. Og svo drekka allir mikið af kaffi og öðrum heitum drykkjum.

Photo by Zlatko Unger
Photo by Zlatko Unger