Slóvenía stendur á mörkum Balkanskaga, Suður-, Austur- og Mið-Evrópu og státar af einstaklega fjölbreytilegu landslagi – Alpafjöllunum, fallegum skógum, strandlengju að Miðjarðarhafinu og Pannóníu-sléttunni. Í þessu landi iðka íbúarnir íþróttir og aðra afþreyingu allt árið um kring: Skíðaíþróttir, snjóbretti, sund, fjallgöngur og hjólreiðar.
Flest ungmenni stunda einhverja hópíþrótt, t.d. körfubolta, fótbolta eða blak, ýmist í skólanum eða í félagsmiðstöðvum. Meðal annarra vinsælla tómstunda má nefna leiklist, kórsöng og dans. Um helgar safnast unga fólkið saman á kaffihúsum og í keilusölum.