Slóvenía stendur á mörkum Balkanskaga, Suður-, Austur- og Mið-Evrópu og státar af einstaklega fjölbreytilegu landslagi – Alpafjöllunum, fallegum skógum, strandlengju að Miðjarðarhafinu og Pannóníu-sléttunni. Í þessu landi iðka íbúarnir íþróttir og aðra afþreyingu allt árið um kring: Skíðaíþróttir, snjóbretti, sund, fjallgöngur og hjólreiðar.

Flest ungmenni stunda einhverja hópíþrótt, t.d. körfubolta, fótbolta eða blak, ýmist í skólanum eða í félagsmiðstöðvum. Meðal annarra vinsælla tómstunda má nefna leiklist, kórsöng og dans. Um helgar safnast unga fólkið saman á kaffihúsum og í keilusölum.

 

Fólk og samfélag

Skiptinemar dvejla víðs vegar í Slóveníu en þó flestir í borgunum Maribor og Ljubliana. Oft búa fleiri ættleggir saman. Kvölmaturinn er iðulega mikilvægasta mátíðin og þá kemur fjölskyldan saman, oftast er ætlast til þess að nemar séu heimavið á kvöldin. Stundvísi er einnig mikilvæg.

A photo posted by Axelle (@axellevankeirsbilck) on

Skóli

Margar tegundir skóla má finna í Slóveníu en skiptinemar fara almennt í bóknámsskóla með fögum eins og stærðfræði, slóvensku, ensku, vísindum og félagsfræði. Skólaárið hefst í september og endar í júní, skóladagurinn er yfirleitt frá kl. 8-15.

Tungumál

Slóvenska er opinbert tungumál Slóveníu. Á ákveðnum svæðum talar fólk einnig ungversku eða ítölsku (nálægt landamærum). Slóvenar eru einnig almennt góðir í ensku eða þýsku. AFS í Slóveníu útvegar nemum tungumálaefni fyrir upphaf skiptinámsins.

A photo posted by Axelle (@axellevankeirsbilck) on

Photo by Amanda Slater
Photo by Amanda Slater

Matur

Slóvenskur matur er frekar einfaldur en góður. Algengt er að á borðum séu kartöflur, kjöt og þykk súpa. Á morgnana fá flestir sér léttan morgunmat en hádegismaturinn er yfirleitt stór (jafnvel nokkrir réttir) og svo aftur léttari kvöldmatur.