Þann 11. ágúst koma til landsins 36 erlendir skiptinemar til Íslands á vegum AFS. Nemarnir eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja hér í þrjá og tíu mánuði. Fósturfjölskyldur útvega nemunum fæði og húsnæði en annan kostnað greiðir neminn sjálfur, t.d. tómstundir og vasapening. AFS sér um að skrá nemann í skóla, greiðir skólagjöld og námsbækur og aðstoðar við aðlögun t.d. með námskeiðum.

Fósturfjölskyldur gera starf AFS mögulegt

Á hverju ári taka 10.000 fósturfjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum.  AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 50 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fósturfjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS.

Fólk sem hefur áhuga á fólki og löngun til þess að kynnast veröldinni á að grípa tækifærið og taka að sér skiptinema.

Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt, kímnigáfu  og sveigjanleika. 

 Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma : 552-5450 eða á [email protected]

 

Pacome1

Frakkland

Pacome

Pacome er 17 ára frakki og býr ásamt foreldrum og tveimur yngri systkinum í suður Frakklandi. Hann er rólegur að eðlisfari og svolítið feiminn í fyrstu. Hann er ágætur námsmaður og hefur sérstakan áhuga á stærðfræði, veltir því jafnvel fyrir sér að verða stærðfræðingur eða stærðfræðikennari. Pacome er náinn fjölskyldu sinni og er heimakær. Hann hefur mikinn áhuga á net-tölvuleikjum en spilar þá aðallega um helgar. Hann æfir blak og skotfimi. Pacomo er með ofnæmi og getur ekki búið með köttum eða hundum.

Person_16-07986

Taíland

Sarunpat

Sarunpat eða Putter eins og hann er kallaður býr ásamt foreldrum, yngri bróður og tveimur hundum í útjaðri Bankok í Taílandi. Hann er náinn fjölskyldu sinni og á nokkra mjög góða vini. Putter er mjög góður námsmaður og er í bekk fyrir sterka námsmenn. Hann elskar að lesa skáldsögur og teiknimyndablöð. Þá er hann mikið fyrir tónlist og spilar sjálfur á trommur og er í hljómsveit. Hann er líka mikið fyrir plöntur og að vera úti í náttúrunni.

Þriggja mánaða nemar á ECTP prógrammi

ECTP stendur fyrir European Citezenship Trimester Program en nemar á því prógrammi enda dvöl sína á námskeiði í Brussel, Belgíu.

Ita

Pietro

Pietro er 17 ára Ítali og kemur frá Feneyjum. Hann býr hjá móður, stúpföður og eldri bróður. Fjölskyldan hans segir hann vera kláran, opinn og skemtilegan. Hann er top námsmaður og finnst sérlega gaman í stærðfræði og efnafræði og stefnir á að verða rannsóknarmaður. Þá æfir hann tennis oft í viku og keppir bæði á Ítalíu og erlendis í íþróttinni. Pietro spilar líka á píanó og elskar músík. Svo finnst honum líka gaman að slappa af með vinum og fjölskyldu. Pietro er með ofnæmi fyrir hundum, köttum og kanínum. Pietro er að koma í 3 mánaða prógramm.