Í ágúst koma til landsins 35 erlendir skiptinemar til Íslands á vegum AFS. Nemarnir eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja hér í þrjá og tíu mánuði. Fósturfjölskyldur útvega nemunum fæði og húsnæði en annan kostnað greiðir neminn sjálfur, t.d. tómstundir og vasapening. AFS sér um að skrá nemann í skóla, greiðir skólagjöld og námsbækur og aðstoðar við aðlögun t.d. með námskeiðum.

Fósturfjölskyldur gera starf AFS mögulegt

Á hverju ári taka 10.000 fósturfjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum.  AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 50 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fósturfjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS.

Fólk sem hefur áhuga á fólki og löngun til þess að kynnast veröldinni á að grípa tækifærið og taka að sér skiptinema.

Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt, kímnigáfu  og sveigjanleika. 

 Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma : 552-5450 eða á [email protected]

 

Mari

Noregur

Mari (fædd í maí 2001)  

Mari kemur frá litlu þorpi í norður Noregi þar sem hún býr á samt foreldrum sínum, þremur yngri systkinum og afa og ömmu.

Mari getur verið feimin í fyrstu en það varir yfirleitt ekki lengi. Hún er mikið fyrir allskonar afþreyingu, sérstaklega utan dyra. Hún spilar fótbolta þrisvar í viku er mikið fyrir göngur eða hlaup og elskar dýr og þá afþreyingu sem hún getur stundað með þeim. Henni finnst einnig gaman að syngja og spila á píanó, þó hún segist ekki vera neitt mjög góð í því.

Hún er góður nemandi og stendur sig vel í skóla. Uppáhalds fögin hennar eru tungumál og vísindi.

Ástæðan fyrir því að Mari vildi gerast skiptinemi er sú að hana langar að öðlast nýja reynslu og byggja vináttu með nýju fólki og læra á nýja menningu. Hún telur þetta vera einstakt tækifæri til að lifa með innfæddum og hlakkar til að læra tungumálið.

Anzu

Japan

Anzu (fædd í janúar 2001)

Anzu er 17 ára stúlka sem kemur frá borginni Zushi-shi í Japan. Hún býr hjá foreldrum sínum og á tvö systkini, eina eldri systur og yngri bróður. Hún er mjög náin systkinum sínum og foreldrum og finnst gaman að eyða tíma með þeim. Anzu elskar að lesa myndasögur í frítímanum sínum og spilar oft tölvuleiki með bróður sínum og fer í kareoke með systur sinni.

Anzu er mjög hress, fjörug og orkumikil. Hún setur sér markmið og er reynir alltaf sitt besta að ná þeim. Til dæmis er eitt markmið hjá henni að læra að tala íslensku. Anzu hefur æft Aikido sem er japanskur þjóðdans í 13 ár. Hún er mjög spennt fyrir því að koma til Íslands til þess að deila hennar menningu, þar á meðal að dansa fyrir vini og fjölskyldu á Íslandi, og fá svo líka að kynnast íslenskri menningu.

Wakana

Japan

Wakana (fædd í maí 2002)

Wakana er 15 ára stelpa frá borginni Okawa-shi í Japan. Hún býr með foreldrum sýnum, yngri systur og tveim yngri bræðrum. Hún eyðir oft tíma með systkinum sínum og þau fara stundum í dýragarð, bíó eða á skauta saman.

Hún er mjög afslöppuð en dugleg og vingjarnleg týpa sem finnst gaman að taka þátt í nýjum hlutum. Til dæmis þá er hún að taka mikinn þátt í viðburðum í skólanum og finnst gaman að læra ný tungumál. Hún æfir skrautskrift sem hún nýtur mikils.

Wakana elskar að hlusta á tónlist og hefur sérstaklega gaman af Taylor Swift. Hún og vinir hennar fara oft saman út að borða og taka myndir saman.

Wakana hefur mikinn áhuga á skoða náttúruna og finnst afar gaman í útileigum. Hún hefur mikinn áhuga á því að læra íslensku og valdi Ísland vegna þess að henni langar að prófa vetraríþróttir og búa í landi með öðruvísi og fallegu landslagi.

Rebecca

Ítalía

Rebecca (fædd í júní 2001)

Rebecca kemur frá litlum bæ nálægt borginni Trento í norður Ítalíu. Hún á tvo bræður einn yngri og einn eldri. Pabbi hennar býr við Miðjarðarhafið og eyðir hún oft sumrinu með föður fjölskyldunni. Hún er mjög náin fjölskyldu sinni og finnst gaman að eyða tíma með þeim.

Rebecca elskar að dansa og æfir þrisvar í viku. Hún er mjög áhugasöm um ljósmyndun. Rebecca er glaðvær, listræn, forvitin og ákveðin ung kona. Hún fer mikið á skíði og hefur farið reglulega frá 5 ára aldri. Hún á hund, tvo ketti og gulan fugl. Uppáhalds námsfögin hennar eru stærðfræði, líffræði og enska en hana dreymir um að verða læknir. Hún elskar að ferðast og kynnast nýju fólki og nýrri menningu og telur að skiptinámið sé góð leið til að ná því markmiði.

Lena

Spánn

Lena (fædd í júní 2002)

Lena verður 16 ára á árinu og kemur frá Barcelona á Spáni. Hún á tvö eldri systkini. Lena er opin, félagslynd en samt róleg persóna.

Hún hefur mikinn áhuga á útiveru og hefur t.d. gaman af því að fara á skíði, snjóbretti og siglingar. Hún hefur æft á fiðlu í 12 ár og er í strengjahljómsveit, en að auki spilar hún á gítar og ukulele. Hún er einnig í skátunum og hefur ferðast með þeim mikið og farið í útileigur.

Eldri systkini hennar fóru með AFS til Nýja Sjálands sem kveikti áhuga hennar á prógramminu. Uppáhalds námsfagið hennar er líffræði . Ein af uppáhaldspersónum Lenu er 95 ára amma hennar sem hefur kennt henni að berjast fyrir því sem skiptir máli og ekki gefast upp. Lena lýsir fjölskyldu sinni sem opinni og frjálslyndri.

Fritzie

Sviss

Fritzi (fædd í janúar 2003)

Fritzi er 15 ára á árinu og kemur frá Sviss. Fritzi á eina eldri systur sem hún er mjög náin. Hún er glaðvær, kurteis og traust.

Hún hefur gaman af að hlusta á tónlist og teikna. Hún hefur æft píanó í 6 ár og nýtur þess að æfa sig á píanóinu heima fyrir. Ein af ástríðum Fritzi er hestar og þá íslenskir hestar sem hún hefur riðið síðan 2009. Hún byrjaði að fara á hesta þegar hún var 6 ára og tók “Brevet” sem er útreiðapróf árið 2014. Hún fer með systur sinni í útreiðatúra á hverjum sunnudegi.

Fritzi er grænmetisæta en segist vilja geta borðað kjöt og fisk á meðan á dvöl hennar stendur á Íslandi. Fritzi er sjálfstæð og og er vön að hugsa um sig sjálf.

Pun

Thailand

Pun (fæddur í nóvember 2000)

Pun verður 18 ára í nóvember og kemur frá Bangkok í Tælandi. Hann býr með stór-fjölskyldunni, foreldrum, eldri bróður, frænku og ömmu sinni.

Hann elskar ljósmyndun, leiklist, lesa bækur, horfa á kvikmyndir, hlusta á tónlist, ferðast, synda og að elda. Hann er mjög náinn frænku sinni og er það ekki síst í gegnum eldamennskuna en samkvæmt honum er hún langbesti kokkurinn sem hann þekkir.

Hann er mjög félagslyndur og tekur þátt í mörgum áhugamálum í og eftir skóla. Hann er orkumikill og vinalegur og semur vel við aðra. Karn er forseti leiklistarklúbbsins í skólanum og þarf stundum að leysa árgeining á milli nema. Hann elskar að skrifa sögur og vill verða kvikmyndagerðarmaður og er uppáhalds leikstjórinn hans Tim Burton. Karn valdi Ísland því hann hefur mikinn áhuga á goðafræði og langar hann að læra íslensku þó hann hafi heyrt að hún geti verið erfið.

Luca

Ítalía

Luca (fæddur í júní 2001)

Luca kemur frá Ítalíu og verður 17 ára í júní. Hann býr í 40 þúsund manna bæ á Sikiley. Hann er einbirni og mjög náinn foreldrum sínum.

Hann hefur mikinn áhuga á íþróttum þá sérstaklega fótbolta bæði til að spila og horfa á. Hann hefur einnig gaman af körfubolta, blaki og karate.

Hann er góður námsmaður og hefur mikinn áhuga á vísindagreinum og dreymir um að vera geimverkfræðingur (space engineer) og mikinn áhuga á stjörnufræði. Hann er félagslyndur, fyndinn, kurteis og vinur vina sinna. Hann hefur áhuga á tónlist bæði nýrri sem og eldri og er uppáhalds hljómsveitin hans Earth, Wind and Fire.

Hann hefur mikinn áhuga á öðrum menningarheimum og vill læra íslensku og hlakkar mikið til að komast inn í tungumálið og menninguna hér á Íslandi.

Melissa

Grænland

Melissa (fædd í október 2000)

Melissa er hálf grænlensk og hálfdönsk og kemur frá Nuuk á Grænlandi. Melissa elskar dýr og á einn hund. Hún er umburðarlynd, opin, glaðleg, vinaleg og sýnir öðrum umhyggju. Hún hefur einnig gaman af börnum.

Melissa er að læra vísindi/náttúrufræði og hefur ánægju af skólanum. Hún er heilluð af sálfræði og lyfjafræði og getur séð sjálfa sig sem sálfræðing, lækni eða lyfjafræðing. Uppáhaldsfögin eru líffræði og efnafræði.

Melissa er eins og margar ungar stúlkur með áhuga á youtube myndskeiðum sem snúa að bæði fræðslu sem og tísku og tónlist. Melissa er með smá heyrnarskaða í vinstra eyra og styðst við heyrnartæki sem hefur þó ekki áhrif á hennar daglega líf.

Laurence

Belgíu (franska)

Laurence (fædd í október 2000)

Laurence kemur frá frönskumælandi hluta Belgíu. Hún er náin fjölskyldu sinn og á hún tvö yngri systkini sem eru 6 og 11 ára, sem hún eyðir töluverðum tíma með. Hún er opin, félagslynd, þolinmóð og góðhjörtuð.

Hennar helsta áhugamál er leiklist sem hún hefur æft í 7 ár og hefur hún áhuga á að leggja það fyrir sig í framtíðinni. Hún hefur einnig áhuga á tónlist og hefur hún lært á gítar í 2 ár. Hún er afar hænd að dýrum og á fjölskyldan nokkur dýr: ketti, hund, páfagauk, gæsir, hesta og svín.

Laurence hlakkar til að takast á við nýja menningu og tungumál og læra nýja siði og styrkja sjálfstæði sitt. Laurence er með vægt ofnæmi fyrir rykmaurum og með áreynslu asma.

Door

Belgíu (flæmska)

Door (fædd í apríl 2000)

Door er 17 ára strákur frá flæmskumælandi Belgíu. Hann er mjög náin foreldrum sínum og á góðan vinahóp sem þekkir hann vel. Vinir hans telja hann vera mjög duglegan og örlítið feimin. Door stundar badminton og fer út að hlaupa með vinum sínum. Hann segir sjálfur að hann sé ekki sérlega góður í hvorugu en honum finnst það bæði mjög skemmtilegt sem honum finnst skipta mestu máli. Hann er líka virkur í ungmennasamtökum sem heita ‘Kazau’ þar sem hann er í allskonar leikjum með ungum krökkum og vinnu sjálfboðaliðum og fjölskyldum.

Door elskar að púsla og fara í bíó. Hann elskar líka tónlist og finnst gaman að syngja. Hann segir sjálfur að ef hann er ekki að syngja þá veit fjölskyldan hans að það er eitthvað að. Door er spenntur fyrir því að fá að læra nýtt tungumál, fá að kynnast nýrri menningu á Íslandi, og er líka mjög spenntur að fá að hitta nýju fjölskylduna sína.

Lisa

Svíþjóð

Lisa (fædd í mars 2001)

Lisa kemur frá höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi. Hún býr þar ásamt foreldrum sínum en hún á einnig eldri systur sem er flutt að heiman.

Hún heldur að vinir hennar mundu lýsa henni sem opinni, jákvæðri, hjálpsamri, glaðri, góðri, félagslyndri, skapandi og ævintýragjarnri, svo eitthvað sé nefnt. Henni finnst gaman í skóla og eru uppáhalds fögin hennar stærðfræði, jarðfræði og líffærafræði. Henni finnst líka gaman að blanda saman raungreinum og fagurfræðum.

Hún er mikið fyrir hesta og fékk að kynnast íslenska hestinum í ferðalagi til Íslands með móður sinni. Hana langar að læra íslensku og kynnast íslenskri menningu og náttúru.

Augustin

Frakkland

Augustin (fæddur í október 2002)

Augustin býr með foreldrum sínum og eldri systur í norðurhluta Frakklands nálægt landamærum Belgíu. Augustin finnst gaman að teikna, fara í vídeó leiki og spila borðleiki m.a. hlutverkaleiki (role-play). Hann hefur spilað rugby í 9 ár og er nýfarin að klifra og fer um tvisvar í viku. Hann hefur einnig gaman að því að fara á skíði þó hann segist ekki vera neitt sérstaklega góður. Einnig nýtur hann þess að vera með vinum sínum, fjölskyldu og hundunum sínum tveimur.

Hann hefur sérstaklega gaman af fögum sem snúa að vísindum og tölvum. Hann er að taka próf sem kemur til með að auðvelda honum að gerast flugmaður (The Aeronautics Initiation Certificate, BIA). Hann er með útvarpsþátt í skólanum sínum um geimverur og fjallar meðal annars um verur sem koma fram í Star Wars, E.T, Superman og Paul.

Maxime

Frakkland

Maxime (fæddur í júlí 2001)

Maxime býr með fjölskyldu sinni og yngri systur í litlum bæ í útjaðri Parísar.

Maxime er jákvæður, rólegur drengur sem er trúr vinum sínum. Hann hefur mikinn áhuga á tónlist og virðist vera alæta á hana. Honum finnst gaman að teikna og les mikið, bæði teiknimyndasögur og bókmenntir. Hann er mjög hrifin af Harry Potter, Hringadróttinssögu og Aftur til framtíðar (Back to the future) og elskar kvikmyndir.

Hann hefur áhuga á geimnum og virðist vera mjög áhugasamur um margt á milli himins og jarðar. Það ber þó að taka það fram að hann hefur engan áhuga á íþróttum og æfir engar íþróttir. Hann virðist vera mikill hugsuður, klár, afar ljúfur og fyndinn drengur.

Rodrigo

Bólivía

Rodrigo (fæddur í nóvember 2001)

Rodrigo kemur frá La Paz, sem er önnur af tveimur höfuðborgum Bólivíu. Þar býr hann ásamt foreldrum sínum, eldri systur og tveimur köttum, þeim Oreo og Whisky. Fjölskyldan hans hefur einnig hýst nokkra AFS nema og systir hans fór sem skiptinemi á vegum AFS svo Rodrigo er alls ekki ókunnugur skiptinema hugmyndinni.

Honum er lýst sem rólegum, heiðarlegum og vinalegum. Frítíma sínum eyðir hann gjarnan í að spila á bassa og gítar og að æfa bogfimi. Honum finnst gaman að hluta á tónlist og sérstaklega með systur sinni sem spilar á trommur. Hann hefur líka mikinn áhuga á tungumálum, menningu og landafræði og gengur almennt vel í skóla. Rodrigo er mjög sjálfstæður og sjálfum sér nógur en finnst jafnframt mjög gaman að spjalla við fólk, sér í lagi fólk sem er eldra en hann. Foreldrar hans hafa ferðast mjög mikið í gegnum tíðina og langar Rodrigo einnig að sjá allan heiminn.

Hann hefur lært íslensku í eitt ár og segist tala örlítið.

Alicja

Pólland

Alicja (fædd í apríl 2001)

Alicja kemur frá litlum bæ í suður Póllandi og býr þar ásamt foreldrum sínum og þremur systrum. Fjölskyldan hefur einnig hýst skiptinema tvisvar sinnum og er eldri systir hennar í skiptinámi núna í vetur.

Henni er lýst sem listhneygðri og skapandi. Hún er mikið náttúrubarn og elskar fjöll og finnst gaman að koma á nýja staði, kynnast nýjum löndum og menningu þeirra. Uppáhalds námsfögin hennar eru stærðfræði, eðlis- og efnafræði ásamt pólsku. Hún er sögð lesa vel í tilfinningar annarra og vill alltaf hjálpa þeim sem þurfa á því að halda.

Alicja hefur mikinn áhuga á að skoða heiminn og kynnast honum og telur upp margt sem hana langar að geta gert á Íslandi. Hún er byrjuð að læra smá íslensku á netinu en vonast til að vera búin að læra aðeins meira áður en hún kemur.

Hún er kristin og finnst mikilvægt að geta lagt stund á trúna.

Jana

Tékkland

Jana (fædd í nóvember 2002)

Jana er þýsk en flutti til Prag þegar hún var 5 ára með foreldrum sínum og yngri systur. Hún er í skóla þar sem bæði er kennt á þýsku og tékknesku og kann þar að auki ensku og frönsku.

Hún er hjálpsöm, góður hlustandi, sjálfstæð og hreinskilin. Hún hefur mikinn áhuga á hreyfingu til dæmis að hlaupa, eitthvað sem hún gerir gjarnan með móður sinni, og dansa. Hún æfir bæði hipp hopp og nútímadans. Uppáhalds fjölskyldu íþróttin hennar er að fara á skíði og í göngur bæði á veturna sem og sumrin.

Hún hefur verið að kenna sjálfri sér á píanó og að skrifa einnig sögur. Uppáhalds skólafögin eru heimspeki, landafræði, listir og íþróttir. Hún hefur mikinn áhuga á dýrum þá aðallega hundum og hestum, en hún hefur farið á hestbak meðal annars á Íslandi síðasta sumar. Það var einmitt í heimsókn hennar til Íslands síðasta sumar sem hún sannfærðist um að fara sem skiptinemi til Íslands. Hún hlakkar til að læra tungumálið og kynnast menningunni frekar. Jana er með ofnæmi fyrir pensilíni.

Kirin

Bandaríkin

Kirin (fæddur í september 2001)

Kirin er 16 ára strákur frá San Diego í Bandaríkjunum, hann býr þar með mömmu sinni og systur, Hann er mjög náinn þeim báðum.

Kirin er frekar feiminn fyrst en er mjög fljótur að opna sig. Honum finnst mikilvægara að eiga góða að en marga. Hann er áberandi í félagsstarfi í skólanum, og í bæjarfélaginu þar sem hann er sjálfboðaliði. Hann er frábær námsmaður og hefur sérstaklega áhuga á náttúrufræði og tungumálum. Hann er búinn að læra Íslensku í næstum 2 skólaár og kom til landsins í fyrra með fjölskyldu sinni. Kirin er með ofnæmi fyrir köttum og pensilíni.

Hann elskar náttúru og líður alltaf betur í opnum svæðum en stórborgum. Hann ræktar mat þá meðal annars fyrir þá sem eiga minna milli handanna. honum finnst gaman að fara í fjallgöngur eða göngur og fer hann í langar göngur tvisvar sinnum í viku.

Kirin er mjög spenntur að koma til Íslands, kynnnast menningunni og læra Íslensku ennþá betur.

Riccardo

Ítalía

Riccardo (fæddur í ágúst 2001)

Riccardo er 16 ára strákur frá bæ á mið – Ítalíu þar sem hann býr með foreldrum sínum og litla bróður.

Riccardo er öruggur með sjálfan sig og á ekki erfitt með að opna sig né að tjá tilfinningar sínar.
Hann elskar tónlist og syngur mikið. Hann er mjög listrænn og elskar að taka myndir og búa til myndbönd. Hann hefur mjög gaman að því að skrifa og vonast til þess að verða rithöfundur í framtíðinni. Honum finnst einnig mjög gaman að vera í skóla og er mjög góður námsmaður.

Riccardo er ekki hræddur við áskoranir og er mjög spenntur og forvitinn að koma til Íslands. Hann er spenntur fyrir tækifærinu að geta vaxið og kynnast nýrri menningu. Hann hefur alltaf verið forvitinn og finnst gaman að læra eitthvað nýtt.

Jana-BFL

Belgía (flæmska)

Jana (fædd í maí 2000)

Jana er 17 ára stelpa frá flæmsku mælandi Belgíu, þar býr hún í bæ með foreldrum sínum og eldri systur.

Hún er mjög félagslynd, brosmild og kurteis ung kona. Hún hefur mikinn áhuga á íþróttum, hún er mikið fyrir að synda og fer allavega tvisvar í viku með vinkonum sínum að synda. Hún spilar líka korfball, sem er íþrótt skyld körfubolta en það er átta manna lið, 4 stelpur og 4 strákar. Hún er einnig mikil tónlistarmanneskja og spilar á flautu og hefur gert það í 9 ár, hún hefur verið í sinfóníu síðan hún var 12 ára.

Jana er fínasti námsmaður og hefur sérstaklega gaman af sögu og landafræði. Henni finnst alltaf gaman að vera í skólanum og eyða tíma með bekkjar systkinum sínum.

Þriggja mánaða nemar á ECTP prógrammi

ECTP stendur fyrir European Citezenship Trimester Program en nemar á því prógrammi enda dvöl sína á námskeiði í Brussel, Belgíu.

Rachele

Ítalía

Rachele (fædd í nóvember 2001)

Rachele verður 17 ára næsta haust og kemur frá fjallabæ í norðurhluta Ítalíu. Hún hefur mikinn áhuga á dýrum, sérstaklega hestamennsku og að vera úti í náttúrunni.

Hún er sjálfboðaliði og safnar mat og fatnaði fyrir þá sem minna mega sín, einnig er hún sjálfboðaliði hjá slökkviliðinu. Hún er að læra á gítar og sömuleiðis spænsku. Hún segir að hún sé vinaleg, opin og íhugul.  

Hún býr þar með foreldrum sínum og eldri systur.  Þar að auki á hún eldri bróður sem er fluttur að heiman og á sína fjölskyldu.

Hún er afburðanemandi með fyrstu einkunn í öllum fögum. Uppáhalds fögin hennar eru þó enska og listir. Áhugamálin hennar eru mörg en þar á meðal eru eldamennska, garðyrkja, hjóla, ganga, ljósmyndun, dýr og að spila á gítar.

Leo

Frakkland

Leo (fæddur í desember 2002)

Leo kemur frá Grenoble í suð-austur hluta Frakklands. Hann er á 16. ári og býr með móður sinni en eldri bróðir hans er fluttur að heiman til að fara í nám. Faðir hans lést þegar hann var lítið barn.

Leó er mikill íþróttamaður og helstu áhugamálin hans eru körfubolti, sund, skíði og í dag stundar hann íþrótt sem kallast “Flag” sem er eins konar amerískur fótbolti. Hann er tiltölulega feiminn og hlédrægur en finnst gaman að hlusta á aðra. Eins og flest ungt fólk í dag hefur hann líka gaman að því að horfa á sjónvarpsefni, spila tölvuleiki og eyða tíma með vinum símum.

Ein af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að fara í skiptinám var til þess að fara út fyrir þægindarammann og takast á við nýjar aðstæður til að vinna í feimninni.

Lorenzo

Ítalía

Lorenzo (fæddur í apríl 2002)

Lorenzo er 16 ára strákur frá Róm á Ítalíu þar sem hann býr ásamt foreldrum sínum og yngri systur.

Lorenzo lýsir sjálfum sér sem forvitnum ungum dreng, og er það þessi forvitni sem hefur hrifið hann til að kynnast nýjum hlutum og er helsti hvati hans til að fara í skiptinám til að kynnast nýrri menningu og tungumáli.

Lorenzo nýtur þess að eyða tíma með vinum sínum og spila með þeim fótbolta, blak og tölvuleiki, sem og hann elskar að fara á skíði með fjölskyldunni. Hann kann þó einnig að meta tíma með sjálfum sér og finnst honum gaman að rölta um með myndavél við hönd og æfa sig í ljósmyndun og öðrum listum. Lorenzo gengur í alþjóðaskóla sem býður upp á fjölbreyttara nám en venjulegir skólar á Ítalíu og eru uppáhalds fögin hans eru latína, bókmenntir og saga.

Hann hlakkar til að kynnast menningu og náttúru lands sem er gjörólík hans eigin og vonast til að eignast nýja vini til að deila reynslunni með.

Inger

Þýskaland

Inger (fædd í ágúst 2002)

Inger verður 16 ára í ágúst og kemur frá Lower Saxony eða norð-vestur hluta Þýskalands. Hún býr ásamt foreldrum sínum og eldri bróður í litlu þorpi. Hún er sjálfstæð, opin, ljúf og góður hlustandi.

Áhugamálin eru ýmiss en hún spilar handbolta og finnst gaman að búa til tónlist. Hún hefur spilað í mörg ár á trompet í sinfóníuhljómsveit ungmenna og hefur kennt sjálfri sér á gítar. Hún hefur unnið með börnum í gegnum kirkjuna sem og í sumarbúðum.

Einnig finnst henni gaman að vera með vinum og fara í bíó, spila leiki, elda og baka, eða jafnvel fara út með bestu vinkonu sinni að taka myndir. Inger hefur gaman að allskonar handavinnu þá sérstaklega út frá tæknilegum hliðum og er í augnablikinu að gera upp hjól með pabba sínum. Hún les mikið ævintýrabækur (fantasy). Hún hefur ferðast töluvert og farið meðal annars í hjólaferðir um Norðurlöndin með foreldrum sínum. Hún er mjög hrifin af náttúru Íslands en segist ekki síður hafa áhuga á fólkinu, menningunni og tungumálinu.

FORM_

Bosnía og Hersegóvína

Ilma (fædd í júlí 2000)

Ilma er 17 ára stelpa frá Bosníu og Hersegóvínu. Hún býr í Sarajevo með móður sinni og yngri systur sem hún er mjög náin.

Ilma er rólynd og hlý ung kona með mikla ástríðu fyrir fólkinu sínu og lífinu sjálfu. Hún er mikill lestrarhestur og elskar að sökkva sér ofan í góða bók, en einnig hefur hún yndi af því að synda og stundar sund þrisvar sinnum í viku. Ilma hefur alltaf verið heilluð af sagnfræði og þykir fátt skemmtilegra en að læra um hvernig hlutirnir voru til forna.

Ilma hefur mikinn áhuga á stjörnufræði og öllu því sem tengist geimnum, en þegar hún var yngri var það hennar æðsti draumur að verða geimfari. Þessi framtíðarplön hafa að vísu breyst með árunum og langar hana nú að læra lögfræði, en áhuginn á stjörnufræðinni hefur þó aldrei minnkað.

Ilma er virkilega spennt að koma til Íslands og kynnast íslenskri menningu og lifnaðarháttum.

Bodhi-Harper

Ástralía

Bodhi-Harper (fædd í september 2002)

Bodhi býr með móður sinni og stjúpföður í úthverfi Melbourne. Hún er hjálpleg, klár, sjálfstæð, hugrökk og næm.

Bodhi elskar dýr og hefur verið á hestbaki frá unga aldri, einnig á hún ketti og hunda. Hún hefur æft bardagalist og „netball“ (svipar til körfubolta) frá níu ára aldri. Hún hefur einnig gaman af ljósmyndun og nýtur þess að baka og elda og prófa nýjar uppskriftir hvaðan af úr heiminum.

Bodhi langar að upplifa að búa í nýrri menningu, læra nýtt tungumál og vera í kringum náttúru sem er ólík hennar eigin. Hún hefur áhuga á jarðfræði, plöntum og eldfjöllum og fer oft í göngur sérstaklega þegar hún fer með skátunum í útileigur

Bodhi þykir skemmtilegast að læra ensku, bókmenntir, eðlis- og efnafræði. Hana langar að verða lögreglukona eða venda kvæði sínu í kross og fara í innanhúshönnun. Bodhi er grænmetisæta.