Í ágúst koma til landsins 31 erlendir skiptinemar til Íslands á vegum AFS. Nemarnir eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja hér í þrjá og tíu mánuði. Fósturfjölskyldur útvega nemunum fæði og húsnæði en annan kostnað greiðir neminn sjálfur, t.d. tómstundir og vasapening. AFS sér um að skrá nemann í skóla, greiðir skólagjöld og námsbækur og aðstoðar við aðlögun t.d. með námskeiðum.

Fósturfjölskyldur gera starf AFS mögulegt

Á hverju ári taka 10.000 fósturfjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum.  AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 50 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fósturfjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS.

Fólk sem hefur áhuga á fólki og löngun til þess að kynnast veröldinni á að grípa tækifærið og taka að sér skiptinema.

Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt, kímnigáfu  og sveigjanleika. 

Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma: 552-5450 eða á [email protected]

Leo (febrúar 2002)

Leo er 17 ára og kemur frá Noregi. Þar býr hann á litlum sveitabæ með móður sinni og yngri systur sem hann er mjög náinn.

Leo og fjölskylda hans eiga nokkur dýr, þar á meðal hesta, tvo hunda og ketti og fjögur lamadýr. Leo er mjög hændur að dýrum og er duglegur að hugsa um þau.

Leo er mjög ljúfur drengur og á fáa en nána vini. Hann er sjálfstæður, rólegur og hefur mikinn áhuga á sagnfræði. Hann stundar ekki neina sérstaka íþrótt en hefur gaman að fjallgöngum og því að fara á skíði.

Hann er duglegur námsmaður og eru uppáhalds fögin hans sagnfræði og tungumál. Móðir hans lýsir honum sem kurteisum og duglegum dreng og sé eldri en aldur hans segir til um.