Í ár mun AFS á Íslandi hýsa færri nema en áætlanir höfðu gert ráð fyrir og er það engin leynd að Covid hefur breytt þessum áætlunum. Í ágúst 2020 koma því til landsins um 15 erlendir skiptinemar á vegum AFS ef við náum að finna fósturfjölskyldur fyrir alla. Nemarnir eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja hér í tíu mánuði. Nú reynir á samtakamátt okkar allra að finna fjölskyldur í þessu erfiða ástandi svo við getum í það minnsta boðið þessum 15 nemum að láta draum sinn verða að veruleika og koma til okkar í skiptinám.

Fósturfjölskyldur útvega nemunum fæði og húsnæði en annan kostnað greiðir neminn sjálfur, t.d. tómstundir og vasapening. AFS sér um að skrá nemann í skóla, greiðir skólagjöld og námsbækur og aðstoðar við aðlögun t.d. með námskeiðum.

Fósturfjölskyldur gera starf AFS mögulegt

Á hverju ári taka 10.000 fósturfjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum. AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 60 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fósturfjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS.

Fólk sem hefur áhuga á fólki og löngun til þess að kynnast veröldinni á að grípa tækifærið og taka að sér skiptinema.

Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt, kímnigáfu  og sveigjanleika. 

Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma: 552-5450 eða á [email protected]

Skiptinemar 2020

Þegar búið er að fara yfir umsóknir nemanna sem sækja um dvöl fyrir haustið 2020 munum við jafnóðum bæta inn lýsingum hér að neðan.

Emerick (janúar 2002)

Emerick er 18 ára og kemur frá franska hluta Belgíu þar sem hann býr með móður sinni, stjúpföður sínum og tveimur yngri systrum. Hann er rólegur, fyndinn og góðhjartaður. Hann er náinn fjölskyldu sinni og fer oft með mömmu sinni á tónleika, hann hefur ferðast nokkuð með föður sínum og spilar borðspil eða fer í bíó með stjúpföður sínum. Hann spilar á gítar en hefur líka gaman af öðrum hljóðfærum. Emerick finnst rokk skemmtilegast en nýtur þess einnig að hlusta á allskonar tónlist.

Emerick hefur æft skotfimi í fjögur ár og hefur hann meðal annars unnið til verðlauna í skotfimi. Emerick finnst gaman að tölvuleikjum og er leikurinn “Consturction” í miklu uppáhaldi.

Honum hlakkar til að læra íslenskuna því hann hefur gaman af tungumálum og langar að læra nokkur í framtíðnni.

Barnabás (október 2003)

Barnabás verður 17 ára í október og kemur frá Ungverjalandi þar sem hann býr með mömmu sinni en ver líka miklum tíma með ömmu sinni og afa. Barnabás er opinn, glaðlyndur, ævintýragjarn og réttsýnn.

Hann hefur mikinn áhuga á menningu og tungumálum þá sérstaklega frá norður Evrópu (skandinavíu). Vegna áhuga hans á ólíkri menningu þá er hann nú þegar sjálfboðaliði hjá AFS í Ungverjalandi. Barnbás er afar spenntur að koma til Íslands og er þegar byrjaður að læra íslensku.

Hann hefur gaman að dægurmenningu í tónlist og sjónvarpi og segir uppáhaldstónlistina vera Jói P. & Króli, Björk og GusGus. Barnabás spilar á orgel og segist langa til að prufa að spila á orgel íslenskri kirkju. Barnabas hefur vegna áhuga síns á landi og þjóð kynnst nokkrum íslenskum ungmennum í gegnum netið og hlakkar afskapalega til að geta kynnst þeim og nýjum félögum eftir komuna til landsins.

Skiptinemar sem koma í Janúar 2021