AFS á Íslandi hefur þurft að minnka við sig hýsingu vegna áhrifa COVID á heiminn og möguleika til að ferðast. Árið 2021 mun AFS á Íslandi taka móti skiptinemum í lok ágúst og vonumst við til að geta hýst alla þá sem vilja koma til Íslands.

Vegna mikillar eftirspurnar erum við byrjuð að leita af fósturfjölskyldum. Þeir erlendu nemar sem koma til okkar í ágúst verða hér annað hvort í tíu eða þrjá mánuði á vegum AFS. Nemarnir eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja fósturfjölskyldum. Nú reynir á samtakamátt okkar allra að finna fjölskyldur í þessu erfiða ástandi svo við getum í boðið þessum nemum að láta draum sinn verða að veruleika og koma til okkar í skiptinám.

Fósturfjölskyldur útvega nemunum fæði og húsnæði en annan kostnað greiðir neminn sjálfur, t.d. tómstundir og vasapening. AFS sér um að skrá nemann í skóla, greiðir skólagjöld og námsbækur og aðstoðar við aðlögun t.d. með námskeiðum.

Fósturfjölskyldur gera starf AFS mögulegt

Á hverju ári taka 10.000 fósturfjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum. AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 60 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fósturfjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS.

Fjölmargar íslenskar fjölskyldur hafa þegar opnað heimili sitt og mæla eindregið með þeirri reynslu og hvetja fólk sem hefur áhuga á að kynnarst borgurum heimsins að bjóða skiptinema inn í líf sitt.

Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt og sveigjanleika. 

Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma: 552-5450 eða á [email protected]

Nemar sem koma í 10 mánuði

Sadie (júní 2004)

Sadie verður 17 ára í júní og kemur frá Winnipeg í Kanada. Hún á tvö eldri systkini  sem eru flutt að heiman. Sadie er vestur-Íslendingur og langar að kynnast gamla landinu.

Sadie er góðhjörtuð, hjálpleg og umhugað um aðra hvort sem það eru dýr eða menn. Hún getur verið feimin í nýjum aðstæðum en aðlagast vel og gengur vel að eignast vini sem henni þykir gaman að vera með.

Hún er náin fjölskyldu sinni og spila þau oft saman á spil. Sadie elskar dýr og á hún tvo hunda, Milly og Aissa og hestinn Frankie. Sadie hefur stundað reiðmennsku frá 6 ára aldri og æft stökk. Hún nýtur þess að fara í göngutúra með félögunum og hundunum sínum.

Sadie hefur alltaf dreymt um að koma til Íslands þar sem hún á ættir að rekja. Hún er spennt að kynnast bakgrunni sínum, landi og þjóð og læra íslenskuna.

Suzuka (apríl 2003)

Suzuka er 17 ára og kemur frá Japan þar sem hún býr með móður sinni. Hún á eldri systur sem er flutt af heiman og er í háskóla. Suzuka er ljúf, vingjarnleg og metnaðarfull.

Suzuka finnst gaman af íþróttum og hefur æft sund og karate frá 10 ára aldri. Sundið æfir hún sex sinnum í viku og karate einu sinni í viku. Hún aðstoðar móður sína með heimilisverkin og þykir gaman að elda þá einna helst steikt hrísgrjón með kjúkling og grænmeti. Hún er hrifin af sætindum og býr því oft til eitthvað sætt líka.

Hún á auðvelt með að eignast vini og þykir gaman að fara með þeim í bíó, karíókí eða út að borða. Suzuka er hrifin af nátttúrunni og hlakkar til að kynnast náttúru Íslands. Suzuka hefur sérstakan áhuga á velferð dýra og vill uppgvöta hvernig Íslendingar búa og hugsa um dýr. Suzuka gæti því auðveldlega verið hjá dýrafjölskyldu. Suzuku hefur einnig mikinn áhuga á að kynnast kynjajafnrétti í íslensku samfélagi en hún segir að það sé ekki mikið jafnrétti á milli kynjanna í Japan.

Liam (ágúst 2005)

Liam er 16 ára strákur sem er búsettur í bænum Bellaterra stuttu frá Barcelona á Spáni, þar býr hann ásamt foreldrum sínum, tveimur yngri systkinum og ömmu. Hann er góður við alla á heimilinu, hann er duglegur að hjálpa bróður sínum með heimanámið og lána þeim föt, bækur og fleira sem þau biðja um. Hann og fjölskyldan eru dugleg að fara saman út að hjóla og í fjallgöngur. Faðir hans er frá Bandaríkjunum og móðir hans frá Spáni og fæddist Liam sjálfur í Bandaríkjunum en fjölskyldan fluttist til Spánar þegar hann var tveggja ára.

Hann æfir og spilar á fiðlu af miklum krafti og elskar það hefur hann gert frá þriggja ára aldri. Þegar hann var fimm ára hóf hann að æfa ballett og frá níu ára aldri æfði hann 4-6 sinnum í viku, 14 ára þurfti hann svo að velja að æfa bara á fiðlu vegna þess að það var ekki gerlegt fyrir hann að æfa á fiðlu, dans og fylgja skólanum. Hann er einnig skáti og hefur verið frá sex ára aldri, hann hefur mikinn áhuga á því og hittir skátahópinn sinn einu sinni í viku auk þess sem hann fer í helgarferðir og lengri ferðir með þeim.

Liam hefur mikinn metnað fyrir skólanum og leggur hart að sér í þeim efnum og gerir alltaf sitt besta. Hann hefur mikinn áhuga á tungumálum og kann nú þegar spænsku, catalönsku, frönsku og ensku.

Kattalin (ágúst 2003)

Kattalin er 17 ára og kemur frá norður Spáni þar sem hún býr með foreldrum sínum og yngri bróðir. Hún býr í litlu þorpi við fjallsrætur. Kattalin er góðhjörtuð, róleg og og ljúf. Hún er náin fjölskyldu sinni og er stolt af bakgrunni sínum.

Kattalin hefur mikinn áhuga á íþróttum og æfði hún fótbolta í mörg ár en lagði skóna á hilluna þegar hún þurfti að einbeita sér að náminu. Í skólanum er uppáhaldsfagið hennar tónlist.

Henni þykir gaman að útivist og eyðir langmestum tíma með vinum sínum í einhverskonar útiveru.

Dario (september 2004)

Dario verður 17 ára í september og er frá litlum bæ í norður Ítalíu og býr þar sem mömmu sinni og pabba. Hann er rólegur strákur sem hugsar mikið um aðra í kringum sig og er með góðan skilning á hvernig hann hefur áhrif á aðra og samfélagið í kringum sig.

Hann spilar á gítar og hefur einnig gaman að lesa. Hann eyðir miklum tíma með sínum nánustu vinum og fjölskyldunni sinni.

Hann er mjög góður námsmaður og hefur áhuga á tungumálum og er til dæmis að læra rússnesku í skólanum og er spenntur að læra íslensku. Dario er einnig spenntur að kynnast íslenskri menningu og vera þátttakandi í nýju samfélagi.

Noemi (júlí 2004)

Noemi er 16 ára stelpa sem býr í Verona á Ítalíu með foreldrum sínum og yngri systur sem hún er mjög náin. Hún á enn tvær ömmur og tvo afa sem þær heimsækja oft og jafnvel fara með þeim í ferðalög. Hún telur sig mjög heppna að geta varið tíma sínum með þeim og þau tengjast öll afar sterkum böndum. Noemi er vinaleg, soldið feimin, traust og góðhjörtuð.

Í skólanum er hún meðal annars að læra latínu og forn grísku, hún segir að það sé erfitt en henni finnist það mjög spennandi.

Frá unga aldri hefur hún gengið mikið á fjöll ýmist með fjölskyldu eða vinum sem henni finnst mjög gaman. Fjölskyldan er dugleg að fara á skíði á veturna og fer mikið í útilegur og stunda mikið af líkamlegum frístundum. Noemi hefur æft dans frá fimm ára aldri, auk þess hefur hún æfði hún sund um tíma. Í heimsfaraldrinum hefur hún byrjað að fara út að hlaupa með pabba sínum og gera æfingar heima.

Hún á marga vini en tvær bestu vinkonur sem hún er mikið með. Þeim þykir gaman að fara út að labba, að versla í miðbænum, horfa á mynd, spjalla og hlusta á tónlist.

Rebecca (des 2005)

Rebecca er 15 ára gömul stelpa sem býr í Imola á Ítalíu með foreldrum sínum og yngri bróður. Henni semur vel við þau og reynir eftir bestu getu að hjálpa til á heimilinu. Hún er kurteis og áhugasöm stelpa sem langar að koma til Íslands og kynnast landi og þjóð.

Henni finnst heilt yfir gaman í skólanum en tungumál eru hennar uppáhalds fög, hún telur að tungumál geti hjálpað henni í framtíðinni þegar hún ætlar að taka ákvarðanir um lífið. Skólinn er henni mikilvægur og reynir hún sitt allra besta til að ná góðum einkunnum því henni finns gaman að sjá góðar niðurstöður.

Hennar helstu áhugamál eru hestar og ferðalög, hún fer reglulega og hugsar um hesta og í reiðtúr. Henni finnst gaman að ferðast og kynnast nýjum stöðum en hún hefur meðal annars komið til Íslands. Hún hefur mikinn áhuga á tungumálum og bókum. Hún á marga vini sem henni finnst gaman að hitta og gera marga hluti saman, henni finnst líka gott að geta hjálpað þeim og gefið þeim ráð þegar þeim vantar. Hún æfir sund tvisvar í viku, píanó einu sinni í viku og aðra hverja viku þá sinnir hún samfélagsstörfum auk þess æfir hún rugby.

Fanni (júlí 2004)

Fanni er 16 ára og kemur frá Finnlandi þar sem hún býr með foreldrum sínum og eldri systur. Fanni er jákvæð, glaðlynd og forvitin. Hún er fljót að tileinka sér hluti og þykir gaman að læra nýja hluti og tók hún nýverið upp að læra írska þjóðdansa.

Fanni þykir gaman að allskyns útiveru hvort sem það er með vinum eða fjölskyldunni. Það er samt tónlisitin sem á hennar hug og hjarta. Fanni spilar á selló og trompett og eru uppáhaldstónlistarmenn hennar finnska rapp tvíeykið JVG og tónlistarkonan Ellinoora. Fanni hlustar einnig á klassíska tónlist og kvikmyndatónlist. Hún á sér líka uppáhaldslag frá Íslandi eftir Jón Jónson og Friðrik Dór, lagið „Á Sama Tíma, Á Sama Stað“.

Fanni þykir einnig gaman af lestri spennusagna. Fanni hefur áður komið til Íslands og langar núna að upplifa að búa á Íslandi og kynnast landi og þjóð.

Lina (júní 2004)

Lina er 16 ára gömul stelpa sem býr með foreldrum sínum, yngri bróður og tveimur köttum í úthverfi Basel sem er þriðja stærsta borg Sviss. Hún metur fjölskylduna sína mikils og veit að þau myndu gera allt fyrir hana, og hún er þakklát fyrir það hversu gott samband þau eiga. Þau eru dugleg að horfa saman á myndir og spila saman auk þess að fara saman í ferðalög og fjallgöngur.

Lina er opin, góðhjörtuð, glaðlynd og traustverð. Linu finnst gaman að læra nýja hluti og eyða tíma með skemmtilegu og góðu fólki, henni finnst skemmtilegast í raungreinum. Lina er skáti og hittir skátahópinn sinn einu sinni í viku, hún spilar einnig á selló og henni langar að halda áfram að spila á það á meðan skiptinámið er í gangi. Hún syngur í kór og líkar það mjög vel, henni finnst líka gaman að hlusta á og lesa sögur. Heimsmál svo sem loftlagsmál standa hjarta hennar nærri og telur mikilvægt að heimurinn geri eitthvað í þeim málum.

Lina á mikið af vinum og finnst gaman að eyða tíma með þeim, t.d. elda saman, spjalla eða horfa á mynd. Skiptinám hefur lengi vakið athygli Linu og var það heimsókn hennar til Íslands sumarið 2014, þar sem hún heillaðist af náttúrunni hér, sem varð til þess að hún valdi Ísland.

Matthias (maí 2005)

Matthias er 16 ára og kemur frá Þýskalandi þar sem hann býr ásamt foreldrum og þremur eldri systkinum. Hann býr í litlu þorpi nálægt stórum skógi. Fjölskyldan er nýlega búin að fá sér hvolp sem heitir Corny sem hann fer oft með í göngutúra. Matthias er opinn, traustur, metnaðafullur og ljúfur drengur.

Matthias spilar tennis og þykir gaman að lesa bækur. Honum þykir einnig gaman að hlaupa og hleypur að meðaltali 4,5 km á dag. Honum hlakkar mikið til að skoða náttúru Íslands sem hann er heillaður af.

Luise (ágúst 2005)

Luise er 15 ára og kemur frá norður Þýskalandi þar sem hún býr ásamt foreldrum sínum og eldri bróður. Luise er trygglynd, vingjarnleg og með sérstakan húmor. Hún er náin fjölskyldunni og á góða vini sem lýsa henni sem traustum og góðum vin.

Helstu áhugamál Luise eru tölvuleikir, lestur og ljósmyndun. Luise hefur mikinn áhuga á japönskum teiknimyndum Anime og þykir sjálfri gaman að teikna sem og farða. Luise hefur áhuga á sakamálum „true crime“, mannslíkamanum en einnig að baka og elda en sem grænmetisæta hefur hún oft eldað fyrir sjálf þar sem fjölskylda hennar er ekki grænmetisæta. Lusie þykir gaman í skólanum og vonar að dvöl hennar á Íslandi muni auka námsáhuga hennar frekar.

Samuel (ferbrúar 2004)

Samuel er 16 ára og kemur frá New York fylki í Bandaríkjunum þar sem hann býr ásamt móður, stjúpföður og yngri bróður. Samuel nýtur útiveru og þykir gaman að fara á skauta, skíði og hefur áhuga á að læra á snjóbretti. Samuel er opin, félagslyndur og hefur sérstakan áhuga á tungumálum. Hann hefur kynnt sér Norðurlandatungumálin ásamt kínversku. Hann er læra íslensku og leggur mikinn metnað í að læra tungumálið og ná góðum tökum á því á meðan hann er í skiptináminu.

Samuel hefur áhuga alþjóðamálum og alþjóða stjórnmálum. En þegar það kemur að léttara efni þá hefur hann gaman af grínmyndum og þáttum. Samuel tekur fullan þátt í heimilishaldinu og hugsar einnig um hundinn þeirra Sassy sem hann elskar mikið.

Hann elska sjávarrétti hann segist ekki vera mikil morgunmanneksja en vonar að kostir hans komi til með að vega upp á móti þeim galla.

Hann trúir heilshugar á mottóið „family has nothing to do with biology, it has everything to do with love.“

Matěj (júní 2004)

Matej er 17 ára og kemur frá bænum Kosiky í Tékklandi þar sem hann býr ásamt móður sinni og gæludýrum. Hann á eldri systur sem er komin með eigin fjölskyldu sem hann hittir reglulega. Fjölskylda og vinir lýsa Matej sem vinalegum, fyndnum, traustum vin sem fer líka sínar eigin leiðir.

Hans helsta ástríða er listsköpun og er hann að læra listrænan málmristun (artistic engraving). Hann hefur síðustu 11 árin lært ýmislegt tengt listsköpun.

Matej valdi að koma til Íslands því eitt af áhugamálum hans er menning víkinga og norræn goðafræði. Matej hlakkar til að koma og upplifa land og þjóð.

Astrid (desember 2005)

Astrid er 15 ára og kemur frá Frakklandi þar sem hún býr með foreldrum sínum og þremur yngri systrum. Astrid er opin, lærdómsfús, ákveðin og elskar að hlægja. Henni þykir afar vænt um yngri systur sínar sem hún gerir mikið með. Fjölskyldan á hund, kött og hest.

Astrid elskar klifur sem hún hefur æft í sex ár. Hún er mikið náttúrubarn og þykir gaman að planta trjám og hugsa um þau. Astird segist vilja vinna við eitthvað tengt náttúrunni. Hún er mikið fyrir útiveru almennt og fer oft á fjallhjól, göngur, klifur, skíði og gönguskíði. Astrid er gefin fyrir tónlist og spilar á píanó og Ukelele. Hún er skapandi og finnst gaman aða teikna og föndra. Mottóið hennar er: “Allt er hægt, það eru alltaf til lausnir“.

Kilyan (september 2004)

Kilyan er 16 ára of býr í frönskum sveitabæ með foreldrum og yngri bróður. Kilyan er forvitin, félagslyndur og víðsýnn. Kilyan hefur ánægju af útiveru meðal annars að ganga á fjöll, hjóla og fara í útilegur. Kilyan hefur lært á saxafón í fimm ár og spilar í hljómsveit. Hann spilar oft tónlist með yngri bróður sínum sem spilar á trompet og segir að hann væri til að geta spilað áfram á Íslandi og jafnvel vera í hljómsveit.

Kilyan er sjálfboðaliði hjá samtökum sem aðstoða innflytjendur og öðrum sem snúa að feminisma. Kilyan hlakkar mikið til að kynnast nýrri fjölskyldu, nýjum hefðum og geta að sama skapi gefið innsýn inn í hans menningu.

Lilia (september 2004)

Lilia er 16 ára og kemur frá norður Frakklandi og er yngst þriggja systkina. Lilia er opin, víðsýn, glaðlynd og orkumikil stúlka. Hún er náin fjölskyldunni sinni og þykir gott að vera með þeim. Leiklist á hug hennar allan en hún hefur einnig gaman af tónlist og að dansa. Lilia á nokkrar góðar vinkonur sem hún er mikið með og segir að þær vinkonurnar hlæji mikið þegar þær eru saman. Lilia er eins og er í heimavistarskóla en þegar hún er heima þá hjálpar hún oft foreldrum sínum með veitingastaðinn þeirra. Lilia á hund sem heitir Dexter sem hún elskar mikið.

Hinako (janúar 2005)

Hinako er 16 ára og kemur frá Nara héraði í Japan sem er einstaklega fallegt og fornt hérað. Hún býr með foreldrum sínum, eldri systur og tvíbura systur sinni. Hún á hund og kött.

Hún er með gott hjarta og er smá feimin fyrir framan stóra hópa. Hún eyðir frítímanum sínum með vinum sínum þar sem þau tala um tónlist frá öllum heiminum og er spennt að hlusta á íslenska tónlist. Hún er í blásturshljómsveit og spilar á blásturshljóðfærið Euphonium.

Hún er spennt að kynnast öðrum menningarheim sem er allt öðruvísi en sá sem hún er vön í Japan. Í framtíðinni langar henni að vinna við ferðaiðnaðinn í Japan og kynna land og þjóð fyrir ferðamönnum.

Nemar sem koma í 3 mánuði

Elio (október 2005)

Elio kemur frá Frakklandi þar sem hann býr ásamt foreldrum sínum og er miðjubarn þriggja barna. Fjölskyldan hans þekkir AFS vel en þau hafa hýst skiptinema og tveir í fjölskyldunni farið í skiptinám. Elio er glaðlyndur, skapandi og forvitin.

Hann hefur áhuga á íþróttum meðal annars klifur, göngur, synda og fara á skíði. Hann æfir einnig á trampólín og Parkour. Hann stofnaði hljómsveti með vinum síunum þar sem hann spilar á trommur. Honum þykir gaman að fara á tónleika með móður sinni.

Þegar hann er með vinum finnst honum gaman að vera á hjólabretti, spila tölvuleiki og hlusta á tónlist. Hann vonast til að geta unnið við rafmagnsverkfræði í framtíðinni.

Giulia (júlí 2004)

Giulia er 17 ára og kemur frá Calabria á Ítalíu þar sem hún býr með foreldrum sínum. Fjölskyldan á 10 hunda sem Giulia segir að sé kannski skrítið fyrir suma en að hún og fjölskyldan virkilega elski dýr.

Hún er metnaðarfull, opin og á góða vini sem henni þykir gaman að vera með. Hún segist eiga mörg áhugamál og æfir hún söng sem er hennar helsta ástríða. Einnig hefur hún gaman af íþróttum og hreyfingu. Hún spilar smá á píanó og hefur æft leiklist og dans.

Sara (desember 2004)

Sara er 16 ára og kemur frá Ítalíu þar sem hún býr ásamt foreldrum sínum og eldri bróður. Sara er er opin, örlát og áhugasöm um aðra en þarf líka sinn eigin tíma.

Sara telur fjóra þætti vera mjög mikilvæga fyrir sig, sem eru: elska, vinátta, virðing og hreinskilni.

Sara er með nokkur áhugamál og æfir trommur einu sinni í viku. Hún fer stundum út að hlaupa með pabba sínum og þykir gaman að lesa, horfa á myndir og þætti, lesa og teikna. Sara segir að listsköpun eða listtjáning sé henni mikilvæg og komi það fram í þörf hennar til að skapa hvort sem er að með skrifum, taka myndir, að teikna eða mála. Sara er á tvo hunda sem hún elskar og eru hún mikill dýravinur. Sara er áhuasöm um náttúruna og þykir gaman að ganga á fjöll.

Casjen (janúar 2006)

Casjen er 15 ára og kemur frá vesturhluta Þýskalands þar sem hann býr ásamt foreldrum og þremur eldri systkinum. Hann er víðsýnn og gengur vel að aðlagast nýjum aðstæðum. Casjen er rólegur í fasi en mjög vinalegur og umhugað um aðra.

Eitt helsta áhugamál Casjen er að spila á rafmagnsgítarinn sinn. Önnur áhugamál hans eru meðal annars íþróttir, kvikmyndir og hann nýtur þess að vera með vinum sínum. Hann spilar einnig oft borðspil með fjölskyldunni eða vinum. Hann er góður nemi og leggur metnað í námið.