AFS á Íslandi hefur þurft að minnka við sig hýsingu vegna áhrifa COVID á heiminn og möguleika til að ferðast. Árið 2021 mun AFS á Íslandi taka móti skiptinemum í lok ágúst og vonumst við til að geta hýst alla þá sem vilja koma til Íslands.

Vegna mikillar eftirspurnar erum við byrjuð að leita af fósturfjölskyldum. Þeir erlendu nemar sem koma til okkar í ágúst verða hér annað hvort í tíu eða þrjá mánuði á vegum AFS. Nemarnir eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja fósturfjölskyldum. Nú reynir á samtakamátt okkar allra að finna fjölskyldur í þessu erfiða ástandi svo við getum í boðið þessum nemum að láta draum sinn verða að veruleika og koma til okkar í skiptinám.

Fósturfjölskyldur útvega nemunum fæði og húsnæði en annan kostnað greiðir neminn sjálfur, t.d. tómstundir og vasapening. AFS sér um að skrá nemann í skóla, greiðir skólagjöld og námsbækur og aðstoðar við aðlögun t.d. með námskeiðum.

Fósturfjölskyldur gera starf AFS mögulegt

Á hverju ári taka 10.000 fósturfjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum. AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 60 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fósturfjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS.

Fjölmargar íslenskar fjölskyldur hafa þegar opnað heimili sitt og mæla eindregið með þeirri reynslu og hvetja fólk sem hefur áhuga á að kynnarst borgurum heimsins að bjóða skiptinema inn í líf sitt.

Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt og sveigjanleika. 

Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma: 552-5450 eða á [email protected]

Nemar sem koma í 10 mánuði

Lina (2004)

Lina er 16 ára gömul stelpa frá Sviss þar sem hún býr með foreldrum sínum, yngri bróður og tveimur köttum. Hún metur fjölskylduna sína mikils og veit að þau myndu gera allt fyrir hana, og hún er þakklát fyrir það hversu gott samband þau eiga. Þau eru dugleg að horfa saman á myndir og spila saman auk þess að fara saman í ferðalög og fjallgöngur.

Lina er opin, góðhjörtuð, glaðlynd og traustverð. Linu finnst gaman að læra nýja hluti og eyða tíma með skemmtilegu og góðu fólki, henni finnst skemmtilegast í raungreinum. Lina er skáti og hittir skátahópinn sinn einu sinni í viku, hún spilar einnig á selló og henni langar að halda áfram að spila á það á meðan skiptinámið er í gangi. Hún syngur í kór og líkar það mjög vel, henni finnst líka gaman að hlusta á og lesa sögur. Heimsmál svo sem loftlagsmál standa hjarta hennar nærri og telur mikilvægt að heimurinn geri eitthvað í þeim málum.

Lina á mikið af vinum og finnst gaman að eyða tíma með þeim, t.d. elda saman, spjalla eða horfa á mynd. Skiptinám hefur lengi vakið athygli Linu og var það heimsókn hennar til Íslands sumarið 2014, þar sem hún heillaðist af náttúrunni hér, sem varð til þess að hún valdi Ísland.

Sammy

Sammy er 16 ára og kemur frá Bandaríkjunum þar sem hann býr ásamt móður, stjúpföður og yngri bróður. Sammy nýtur útiveru og þykir gaman að fara á skauta, skíði og hefur áhuga á að læra á snjóbretti. Sammy er opin, félagslyndur og hefur sérstakan áhuga á tungumálum. Hann hefur kynnt sér Norðurlandatungumálin ásamt kínversku. Hann er læra íslensku og leggur mikinn metnað í að læra tungumálið og ná góðum tökum á því á meðan hann er í skiptináminu.

Sammy hefur áhuga alþjóðamálum og alþjóða stjórnmálum. En þegar það kemur að léttara efni þá hefur hann gaman af grínmyndum og þáttum. Sammy tekur fullan þátt í heimilishaldinu og hugsar einnig um hundinn þeirra Sassy sem hann elskar mikið.

Hann elska sjávarrétti hann segist ekki vera mikil morgunmanneksja en vonar að kostir hans komi til með að vega upp á móti þeim galla.

Hann trúir heilshugar á mottóið „family has nothing to do with biology, it has everything to do with love.“