AFS á Íslandi hefur þurft að minnka við sig hýsingu vegna áhrifa COVID á heiminn og möguleika til að ferðast. Árið 2021 mun AFS á Íslandi taka móti skiptinemum í lok ágúst og vonumst við til að geta hýst alla þá sem vilja koma til Íslands.

Vegna mikillar eftirspurnar erum við byrjuð að leita af fósturfjölskyldum fyrir næsta ár. Þeir erlendu nemar sem koma til okkar í ágúst verða hér annað hvort í tíu eða þrjá mánuði á vegum AFS. Nemarnir eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja fósturfjölskyldum. Nú reynir á samtakamátt okkar allra að finna fjölskyldur í þessu erfiða ástandi svo við getum í boðið þessum nemum að láta draum sinn verða að veruleika og koma til okkar í skiptinám.

Fósturfjölskyldur útvega nemunum fæði og húsnæði en annan kostnað greiðir neminn sjálfur, t.d. tómstundir og vasapening. AFS sér um að skrá nemann í skóla, greiðir skólagjöld og námsbækur og aðstoðar við aðlögun t.d. með námskeiðum.

Fósturfjölskyldur gera starf AFS mögulegt

Á hverju ári taka 10.000 fósturfjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum. AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 60 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fósturfjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS.

Fólk sem hefur áhuga á fólki og löngun til þess að kynnast veröldinni á að grípa tækifærið og taka að sér skiptinema.

Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt og sveigjanleika. 

Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma: 552-5450 eða á [email protected]

Nemar sem koma í 10 mánuði

Þegar búið er að fara yfir umsóknir nemanna sem sækja um dvöl fyrir haustið 2021 munum við jafnóðum bæta inn lýsingum hér að neðan.

Loris (júlí 2004)

Loris Einar er 16 ára og kemur frá Zurich í Sviss þar sem hann býr ásamt móður sinni og yngri bróðir. Hann á einnig yngri systur sem býr hjá föður hans. Loris á ættir að rekja til Íslands en afi hans kom frá Íslandi. Loris er rólegur, yfirvegaður, glaður og vinalegur. Hann segist geta verið soldið feiminn en vinir hans lýsa honum sem trygglyndnum og fyndnum.

Loris er hrifin af íþróttum þá sérstaklega tennis, skíðum eða fara í fjallgöngur. Loris er mjög hrifin af dýrum og á fjölskyldan þrjár skjaldbökur og svo passar hann hund annað slagið. Loris hefur æft píanó frá fimm ára aldri og spilar einnig á trommur en hann hefur mikinn áhuga á tónlist.

Loris hefur nokkrum sinnum riðið á íslensku hestum og hlakkar mikið til að upplifa náttúru og veðurfar Íslands og er spenntur að læra íslensku.

Suzuka (apríl 2003)

Suzuka er 17 ára og kemur frá Japan þar sem hún býr með móður sinni. Hún á eldri systur sem er flutt af heiman og er í háskóla. Suzuka er ljúf, vingjarnleg og metnarfull.

Suzuka finnst gaman af íþróttum og hefur æft sund og karate frá 10 ára aldri. Sundið æfir hún sex sinnum í viku og karate einu sinni í viku. Hún aðstoðar móður sína með heimilisverkin og þykir gaman að elda þá einna helst steikt hrísgrjón með kjúkling og grænmeti. Hún er hrifin af sætindum og býr því oft til eitthvað sætt líka.

Hún á auðvelt með að eignast vini og þykir gaman að fara með þeim í bíó, karíókí eða út að borða. Suzuka er hrifin af nátttúrunni og hlakkar til að kynnast náttúru Íslands. Suzuka hefur sérstakan áhuga á velferð dýra og vill uppgvöta hvernig Íslendingar búa og hugsa um dýr. Suzuka gæti því auðveldlega verið hjá dýrafjölskyldu. Suzuku hefur einnig mikinn áhuga á að kynnast kynajafnrétti í íslensku samfélagi en hún segir að það sé ekki mikið jafnrétti á milli kynjanna í Japan.

Nemar sem koma í 3 mánuði

Teo (maí 2004)

Teo er 16 ára og kemur frá Granada á Spáni þar sem hann býr ásamt mæðrum sínum og tvíburasystur. Fjölskyldan á einn hund. Teo segir að hann sé smá feimin en meðal vina og fjölskyldu sé hann ræðin og á auðvelt með samskipti. Hann er ábyrgur, orkumikill og glaðlyndur.

Hann æfir bæði blak og fótbolta og sömuleiðis á píanó. Á sumrin þykir honum gaman að fara á brimbretti og á skíði á veturna. Uppáhaldsfögin hans í skólanum er efnafræði og líffræði og getur hann séð sig sem verkfræðing í framtíðinni.

Hann heillast af náttúru Íslands og langar mikið til að sjá Norðurljósin og upplifa að búa í köldu landi.

Jana (september 2004)

Jana er 16 ára og kemur frá flæmska hluta Belgíu. Hún býr í Antwerpen ásamt foreldrum sínum og eldri bróður. Jana er róleg, vinaleg, klár og umhyggjusöm. Hún elskar að ferðast og kynnast nýu fólki og menningu. Hún er mikið fyrir útiveru en getur að sama skapi notið borgarlífsins.

Hún æfir ballet og spilar á gítar. Hún nýtur þess að eiga kósýkvöld með fjölskyldunni og eru uppáhalds kvikmyndirnar: Grease, Disney myndir og Breakfast at Tiffany’s. Henni finnst gaman að vera með vinum sínum en segir að hún njóti þess einnig að vera heima og lesa, baka, hlusta á tónlist eða hugsa um dýr og plöntur. Hana hefur lengi langað til að fara til Íslands og er spennt yfir náttúrunni, menningunni og tungumálinu.

Lotta (nóvember 2003)

Lotta er 17 ára og kemur frá norður Þýskalandi þar sem hún býr ásamt foreldrum sínum, tveimur bræðrum og hundinum Denny. Lotta er metnaðarfull, vinaleg, traust og fyndin.

Lotta hefur mjög mikinn áhuga á fótbolta og er Sara Björk sem leikur með VFL Wolfsburg í miklu uppáhaldi. Hún spilar sjálf fótbolta og segir að spilamennskan hafi kennt henni margt um lífið. Hún þjálfar einnig yngri flokk í fótbolta.

Henni finnst líka gaman að horfa á íþróttir þá einna helst boltaíþróttir. Hún er opin fyrir því að prófa nýja íþrótt hér á Íslandi.

Lotta segist gjarnan vilja vera lögreglukona eða tollvörður. Hún er spennt að kynnast landi og þjóð og upplifa myrkur vetrarins.