AFS á Íslandi hefur þurft að minnka við sig hýsingu vegna áhrifa COVID á heiminn og möguleika til að ferðast. Árið 2021 mun AFS á Íslandi taka móti skiptinemum í lok ágúst og vonumst við til að geta hýst alla þá sem vilja koma til Íslands.
Vegna mikillar eftirspurnar erum við byrjuð að leita af fósturfjölskyldum fyrir næsta ár. Þeir erlendu nemar sem koma til okkar í ágúst verða hér annað hvort í tíu eða þrjá mánuði á vegum AFS. Nemarnir eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja fósturfjölskyldum. Nú reynir á samtakamátt okkar allra að finna fjölskyldur í þessu erfiða ástandi svo við getum í boðið þessum nemum að láta draum sinn verða að veruleika og koma til okkar í skiptinám.
Fósturfjölskyldur útvega nemunum fæði og húsnæði en annan kostnað greiðir neminn sjálfur, t.d. tómstundir og vasapening. AFS sér um að skrá nemann í skóla, greiðir skólagjöld og námsbækur og aðstoðar við aðlögun t.d. með námskeiðum.
Fósturfjölskyldur gera starf AFS mögulegt
Á hverju ári taka 10.000 fósturfjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum. AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 60 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fósturfjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS.
Fólk sem hefur áhuga á fólki og löngun til þess að kynnast veröldinni á að grípa tækifærið og taka að sér skiptinema.
Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt og sveigjanleika.
Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma: 552-5450 eða á [email protected]