Í lok ágúst 2023 mun AFS á Íslandi taka móti 24 erlendum skiptinemum sem koma til með að vera hér á landi í 10 mánuði. Síðastliðin tvö ár hafa færri skiptinemar komist í skiptinám á Íslandi vegna Covid og þeirra samdráttaráhrifa sem faraldurinn hefur haft á tækifæri ungs fólks til að ferðast. AFS hefur sömuleiðis þurft að draga saman seglin sem hefur haft þau áhrif að færri komast að en vilja.

Skiptinemarnir sem koma í ágúst eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja hjá fósturfjölskyldum. Nú reynir á samtakamátt okkar allra að finna fjölskyldur í þessu erfiða ástandi svo við getum í boðið þessum nemum að láta draum sinn verða að veruleika og koma til okkar í skiptinám.

Fósturfjölskyldur útvega nemunum fæði og húsnæði en annan kostnað greiðir neminn sjálfur, t.d. tómstundir og vasapening. AFS sér um að skrá nemann í skóla, greiðir skólagjöld og námsbækur og aðstoðar við aðlögun t.d. með námskeiðum.

Fósturfjölskyldur gera starf AFS mögulegt

Á hverju ári taka 10.000 fósturfjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum. AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 60 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fósturfjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS. Fjölmargar íslenskar fjölskyldur hafa þegar opnað heimili sitt og mæla eindregið með þeirri reynslu og hvetja fólk sem hefur áhuga á að kynnarst borgurum heimsins að bjóða skiptinema inn í líf sitt.

Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt og sveigjanleika. 

Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma: 552-5450 eða á [email protected]

Marie (2006)

Marie kemur frá Austurríki og býr til skiptis hjá foreldrum sínum. Hún á eldri bróðir og fjölskyldan samrýmd og ferðast saman og njóta tíma saman öll fjögur. Marie er frekar feimin í fyrstu en er fljót að aðlagast og þegar hún er orðin örugg á nýjum aðstæðum þá er hún mjög opin.

Henni er umhugað um velferð annarra og hugsar vel um alla í kringum sig. Marie hefur mikla unun af tónlist bæði að hlusta á hana og semja sjálf. Hún æfir söng í skólanum sínum og spilar einnig á gítar. Marie finnst gaman að lesa, fara út og skoða náttúruna, stunda íþróttir af mörgu tagi og að prófa nýja hluti. Marie kom með móður sinni til Íslands 2019 og heillaðist af landi og náttúru. Síðan þá hefur hún haft stóra drauma um að búa hér einn daginn.

Emrick (2005)

Emrick kemur frá Quebec í Kanada þar sem hann býr ásamt móður sinni, tveim yngri systkinum, hundi og ketti. Hann er vinsamlegur og hlédrægur við fyrstu kynni en fljótt kemur húmorinn í ljós. Hann er félagslyndur, sjálfstæður og diplómatískur. Emrick hefur gaman af blaki, hryllingsmyndum, Anime og hefur áhuga á sögu og þá sérstaklega Víkinganna. Emrick hlustar mikið á tónlist og er uppáhaldsbandið hans Amon Amarth, sem er þungarokksband.

Einnig hefur hann gaman af því að spila tölvuleiki og vera með vinum sínum. Hann er með ríkt ímyndunarafl, er forvitinn og hefur gaman af því að lesa, skrifa og teikna. Þrátt fyrir að Emrick líði ágætlega einum er hann líka félagslyndur.

Emrick er í góðu sambandi við foreldra sína og tekur ríkan þátt í heimilisstörfum. Emrick segist hlakka til að ögra sér og læra nýtt tungumál.

Victor (2005)

Viktor kemur frá Síle, þar sem hann býr með foreldrum sínum, eldri bróður og tveimur yngri systkinum. Helstu kostir Viktors eru að hann er þolinmóður og góður við fólk í kringum sig. Hann er tillitssamur, forvitinn og metnaðarfullur og hefur verið að taka aukatíma í ensku til að búa sig undir að fara í skiptinám. 

Viktor hefur gaman af útivist og íþróttum. Hans helsta áhugamál er róður og hann rær sex til sjö sinnum í viku. Hann hefur gaman að því að púsla og spila borðspil með fjölskyldu eða vinum. Hann horfir ekki mikið á sjónvarpið og vill heldur spila tölvuleiki með vinum sínum. 

Viktor er ábyrgur nemandi sem fylgist vel með og fær góðar einkunnir, sérstaklega í vísindagreinum. Honum semur vel við skólafélaga sína og er viljugur til að hjálpa þegar á þarf að halda. Hann hefur mikinn áhuga á mannslíkamanum og almennu heilbrigði og stefnir á læknisfræði í framtíðinni.

Viktor hlakkar til að víkka sjóndeildarhringinn með því að búa í öðru landi og sjá hvernig annað fólk býr en kynna sína menningu á sama tíma. Hann langar öðlast aukið sjálfstæði með því að ferðast án fjölskyldunnar, eignast nýja vini og læra nýtt tungumál.

Giulia M (2005)

Giulia M er 17 ára stúlka frá Ítalíu. Hún býr ásamt foreldrum sínum, yngri systur, ömmu og hundi í litlu þorpi skammt frá Feneyjum. 

Giulia er í góðu sambandi við fjölskyldu sína og nýtur þess að eyða tíma með þeim og læra af þeim. Hún deilir mismunandi áhugamálum með þeim öllum, hún eldar með ömmu sinni, fer á skíði með pabba sínum og litlu systur og les bækur með mömmu sinni. Fjölskylda hennar og vinir skipta hana miklu máli og hún reynir að eyða frítíma sínum með þeim. 

Giulia er áreiðanleg og hjálpsöm og nýtur þess að læra eitthvað nýtt. Hún hlakkar til að læra um nýja menningu og tungumál og fá tækifæri til að vaxa og þroskast.

Hún elskar að lesa og hlusta á allskonar tónlist en tónlistin hjálpar henni að hreinsa hugann. Giulia spilar líka á píanó og hefur tekið píanótíma í sjö ár. Henni þykir líka gaman að hreyfa sig og fer nokkrum sinnum í viku með vinkonu sinni í spinning.

Hún er góður nemandi og mjög skipulögð og reynir að leysa vandamálin frekar en að dvelja við þau. Giulia er sjálfstæð og umhyggjusöm og hefur verið í skátunum frá því að hún var barn. Þar hefur hún tekið þátt í sjálfboðaliðastörfum og lært þar að aðlagast nýjum aðstæðum, bjarga sér sjálf og hjálpa öðrum.

Giulia er með ofnæmi fyrir hráum eggjum.

Konoha (2005)

Konoha er 17 ára og kemur frá Japan þar sem hún býr ásamt foreldrum sínu og hundinum Bubbles. Hún er opin, brosmild og glaðlynd stúlka. Hún hefur mörg áhugamál og er tónlist í miklu uppáhaldi. Hún er mjög hrifin af K-POP og hlustar líka stundum á J-POP. Hún spilaði á trompet á sínum yngri árum og segir að það hafi kennt henni að meta klassíska tónlist. Konoha hefur dreymt um að vera skiptinemi frá unga aldri og segist geta aðlagast breytingum vel. Hún hefur æft tennis í nokkurn tíma þó hún segist sjálf ekki vera mjög góð.

Hún hefur áhuga á íslenskri menningu og langar að vita hvernig jafnrétti kynjanna virkar hér og hvers vegna Ísland skorar alltaf svona hátt í hamingjukönnunum. Hún hlakkar til að geta verið sjálfstæðari en heima hjá sér og hlakkar til að tækla þá áskorun að vera hér á landi í skiptinámi.

Chandler

Chandler kemur frá Bandaríkjunum, þar sem hann býr með móður og stjúpföður. Hann er líka í mjög góðu sambandi við pabba sinn og stjúpsystur og telur það styrkleika að hafa alist upp í blönduðu fjölskyldumynstri. Þess vegna eigi hann gott með að aðlagast mismunandi aðstæðum. Chandler er sjálfstæður, listrænn, hugulsamur og lífsglaður. Honum finnst mjög gaman af því að verja tíma með fjölskyldu og ættingjum og hefur einnig gaman af fjallgöngum, fara í útilegur og fara á ströndina. Chandler finnst líka gaman að halda spila- eða bíókvöld, sem og einfaldlega að hjálpa til við að elda kvöldmatinn.

Hann hefur mjög gaman af því að vinna í höndunum og þá helst hefðbundið handverk úr tré og járni, þar sem unnið er á gamla mátann allt frá grunni. Að auki hefur hann æft Jiu Jitsu og fer í ræktina til að lyfta. Chandler lærði leiklist í þrjú ár og er nú að læra skapandi skrif.

Hann hefur mikinn áhuga á tungumálum og mannfræði, sem er helsta ástæða þess að hann vill koma í skiptinám til Íslands og kynnast bæði íslensku og Íslendingum.