Í lok ágúst 2023 mun AFS á Íslandi taka móti 28 erlendum skiptinemum sem koma til með að vera hér á landi í 10 mánuði.
Við tökum á móti umsóknum frá skiptinemum til 1. mars og erum að fara yfir þær umsóknir sem eru komnar. Við reynum eftir fremsta megni að koma nemum og lýsingum til skila hér á síðunni. Ef þið viljið fá upplýsingar um umsóknarferlið eða fá að skoða nema, ekki hika við að senda póst á: [email protected] eða [email protected]
Skiptinemarnir sem koma í ágúst eru á aldrinum 15-18 ára, ganga í skóla út um allt land og dvelja hjá fósturfjölskyldumog þar með láta draum sinn um skiptinám á Íslandi verða að veruleika.
Fósturfjölskyldur útvega nemunum fæði og húsnæði en annan kostnað greiðir neminn sjálfur, t.d. tómstundir og vasapening. AFS sér um að skrá nemann í skóla, greiðir skólagjöld og námsbækur og aðstoðar við aðlögun t.d. með námskeiðum.
Fósturfjölskyldur gera starf AFS mögulegt
Á hverju ári taka 10.000 fósturfjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum. AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 60 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fósturfjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS. Fjölmargar íslenskar fjölskyldur hafa þegar opnað heimili sitt og mæla eindregið með þeirri reynslu og hvetja fólk sem hefur áhuga á að kynnarst borgurum heimsins að bjóða skiptinema inn í líf sitt.
Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt og sveigjanleika.
Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma: 552-5450 eða á [email protected]