Kæru AFSarar
Við erum byrjuð að leita að fjölskyldum til að opna heimili sín fyrir flottum hópi nema sem mun koma til Íslands í ágúst 2025.
Við erum byrjuð að fá umsóknir frá samstarfslöndunum okkar víðs vegar um heiminn og munum við byrja að birta upplýsingar um nemana sem hafa sótt um í apríl 2025.
Ef þið viljið fá frekari upplýsingar um hvað það er að vera AFS fjölskylda,  þá ekki hika við að senda póst á [email protected] eða á [email protected]
AFS fjölskyldan sér skiptinemanum sínum fyrir fæði og húsnæði, en annan kostnað greiðir nemandinn sjálfur, svo sem útgjöld vegna tómstunda og annan vasapening.
AFS sér um að skrá skiptinemann í skólann, greiðir skólagjöld og námsbækur og aðstoðar við aðlögun, t.d. með námskeiðum.

AFS fjölskyldur gera starf AFS mögulegt

Á hverju ári taka 10.000 AFS fjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum. AFS hefur áratuga reynslu af nemendaskiptum þar sem samtökin hafa starfað í rúmlega 60 ár í fjölmörgum löndum í heiminum og fleiri þúsund skiptinemar og fjölskyldur hafa tekið þátt í starfsemi AFS. Fjölmargar íslenskar fjölskyldur hafa þegar opnað heimili sitt og mæla eindregið með þeirri reynslu og hvetja fólk sem hefur áhuga á að kynnarst borgurum heimsins að bjóða skiptinema inn í líf sitt.

Allt sem þið þurfið er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt og sveigjanleika. 

Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu AFS á Íslandi í síma: 552-5450 eða á [email protected]

Emma

Emma er 17 ára frá Ítalíu. Hún býr með foreldrum sínum. Þau eru dugleg að ferðast og þá sérstaklega til Ungverjalands þar sem móðurfólkið hennar býr. Hennar aðaláhugamál eru hestar og fer hún á hestbak einu sinni í viku. Emma er áhugasöm um tungumál og hlakkar til að bæta við sig íslenskunni. Hún er opin og er tilbúin að takast á við að kynnast nýrri menningu og eignast íslenska fjölskyldu og vini.

Emma ætlar að dvelja í 10 mánuði.

Sindri

Sindri er 16 ára strákur frá Sviss sem dreymir um verða skiptinemi á Íslandi. Hann er forvitinn, metnaðarfullur og opinn fyrir nýjum upplifunum. Hann elskar útivist og íþróttir eins og fjallahjólreiðar, sund og göngur, og sér fyrir sér að njóta íslenskrar náttúru og menningar í botn. Hann er sjálfstæður, vinnusamur og skipulagður nemandi sem leggur sig fram í öllu sem hann gerir. Hann hefur mikinn áhuga á að læra íslensku og nota hana í daglegu lífi. Hann er einnig góður félagi, tillitssamur og tilbúinn að aðlagast nýrri fjölskyldu og umhverfi. Sindri hefur sterkan áhuga á að tengjast íslenskri menningu og samfélagi, kynnast nýju fólki og skapa ógleymanlegar minningar með fósturfjölskyldu sinni

Sindri ætlar að dvelja á Íslandi í 10. mánuði.

Naona

Naona er 16 ára stelpa frá Japan. Hún býr með mömmu sinni og eldri systur. Naona hefur mikin áhuga á skrautskrift sem hún hefur stundað síðan í fyrsta bekk og hefur hún tekið þátt í keppnum tengt því. Vinir og fjölskylda lýsa henni sem glaðlegri og jákvæðari manneskju sem finnst gaman að kynnast nýju fólki. Naona hlakkar til að kynnast íslenskum jólum og þeim siðum í kringum það. Naona valdi Ísland þar sem hún hefur áhuga á að læra meira um kynjajafnrétti þar sem Ísland er framarlega í jafnréttismálum.

Naona ætlar að dvelja í 10 mánuði.

Itsuki

Itsuki er 18 ára strákur frá Japan sem býr með foreldrum sínum og yngri bróður. Fjölskyldan en náin og gera margt saman, þeim finnst sérstaklega gaman að fara í ferðalög og útilegur saman. Itsuki er forvitinn og opinn um nýja hluti. Hann hefur góða aðlögunarhæfni og er mjög duglegur að vinna með öðrum um leið og hann tekur ábyrgð, t.d. í skólanum þar sem hann er bekkjarfulltrúi í umsóknarbekknum sínum og bekkjarfélagar hans treysta honum mjög vel. Hann hefur langað til að fara í skiptinám síðan hann var lítill og hefur mikinn áhuga á öðrum löndum. Honum finnst spennandi að fá að kynnast menningu ólíkri sinni eigin. Ísland er ekki þekkt land í Japan en það gerði það að koma til Íslands ennþá meira spennandi fyrir honum. Hann hefur æft fótbolta en skipti yfir í dans í fyrra og er að æfa breakdans núna. Hann hefur líka æft rúgbí, hafnarbolta og blak. Hann hefur gaman af alls konar íþróttum, bæði að spila þær og horfa á þær. Hann hefur gaman af útiveru en líka að lesa bækur og horfa á sjónvarp, sérstaklega kvikmyndir og anime sem eru japanskar teiknimyndir. Hann hangir með vinum sínum um helgar og gjarnan í dansklúbbnum. Þau fara oft í karaoke eða keilu. Hann hlakkar til að eignast vini á Íslandi.

Itsuki ætlar að dvelja í 10 mánuði.

Amiel

Amiel er 15 ára strákur frá Belgíu sem býr með foreldrum sínum og tveimur yngri systrum. Fjölskyldan hans hefur mikinn áhuga á tónlist.  Amiel spilar bæði á klassískan gítar og rafmagnsgítar. Hann er einnig í hljómsveit með vinum sínum. Amiel finnst gaman að lesa, spila borðspil, byggja LEGO og læra ný tungumál. Amiel stefnir á að verða sálfræðingur. Skólinn hans hefur unnið eftir einstaklingsmiðuðu skólastarfi og hlakkar honum til að kynnast íslenska skólakerfinu. Amiel er spenntur fyrir að læra nýtt tungumál og kynnast Íslandi.

Amiel ætlar að dvelja í 3 mánuði.

Zuzana

Zuzana er 16 ára stelpa frá Tékklandi. Hún býr með foreldrum sínum og yngri bróður. Áhugamálin hennar eru mikið tengt handavinnu og teikna en hún er líka dugleg að stunda íþróttir, m.a. skíði og tennis. Zuzana hlakkar til að kynnast nýju fólki og fá tækifæri til að ögra sjálfri sér með því að læra nýtt tungumál og menningu.

Zuzana ætlar að dvelja í 5 mánuði.

Samuel

Samuel er 17 ára strákur frá Kólombíu. Hann býr með foreldrunum sínum og eldri bróður. Samuel hefur áhuga á tölvuleikjum, spila fótbolta, horfa á bíómyndir og eyðir miklum tíma með bæði fjölskyldu og vinum. Þau lýsa honum sem rólegum strák sem gaman er að vera með. Samuel finnst ótrúlegt að hann sé að koma til Íslands, þar sem menning og tungumál er svo ólíkt hans heimalandi.

Samuel ætlar að dvelja í 10 mánuði.

Lyla

Lyla er 16 gömul stelpa frá Kanada. Hún býr með foreldrum sínum, yngri bróður og systur sinni. Lyla er duglegur og áhugasamur nemandi sem reynir sitt besta til að fá þær bestu útkomur úr náminu. Lyla hefur gaman af því að dansa, syngja, lesa, fara í sund og að vera úti í náttúrunni t.d. að fara í fjallgöngu og í útilegu. Hún hefur einnig áhuga á orustuþotum og á fullt af módelum og bókum um þær. Lyla langar að upplifa aðra menningu og allt sem kemur með henni, Lylu langar líka að deila hennar eigin menningu með AFS fjölskyldunni hennar þar sem hún hefur mikinn áhuga á að elda og vil endilega deila hennar menningu á þann hátt.

Lyla er grænmetisæta og ætlar að dvelja í 10 mánuði.

Anna

Anna er 16 ára stelpa frá Þýskalandi. Hún býr hjá pabba sínum en er líka hjá mömmu sinni sem býr rétt hjá. Hún er metnaðargjörn í skólanum og finnst bæði gaman að læra og hitta vini sína. Í frítímanum sínum þá æfir hún fótbolta, klifur og hlaup, einnig aðstoðar hún við þjálfun yngri hóp stúlkna í félaginu. Anna fékk snemma áhuga á Íslandi, hún gerði verkefni um landið og eftir það ákvað hún að þangað ætlaði hún að fara. Anna lýsir sér sem mikilli félagsveru og ef hún fær hugmyndir, þá framkvæmir hún þær.

Anna er grænmetisæta, með ofnæmi fyrir köttum og ætlar að dvelja í 10 mánuði.

Ash

Ash er 16 ára stelpa frá Þýskalandi, hún býr með mömmu sinni og eldri bróður. Hún er mjög listræn og er að skrifa bók í frítíma sínum og nýtur þess einnig að lesa, hlusta á tónlist og teikna, henni finnst einnig gaman að búa til handgerðar gjafir. Ash er búin að æfa ballett síðan hún var 3 ára og verið í  hestamennsku öðru hvoru í 7 ár. Hún elskar að læra nýja hluti og finnst gaman að rökræða um ýmsa hluti. Ash er mikil félagsvera og fær innblástur frá fólkinu í  kringum hana. Hún er spennt að eignast nýja vini og læra um Ísland.

Ash ætlar að dvelja í 10 mánuði.