Danmörk er skagi út á Norðursjóinn, með yfir 400 smáum og stórum eyjum allt um kring. Þetta notalega land á norðurhveli Jarðar er tenging á milli Skandinavíu og meginlands Evrópu og þar blandast nútímalegar heimsborgir við einfalda, hefðbundna byggingarlist í norrænum stíl, lítil ævintýraþorp með markaðstorgum, sveitakirkjur og kastala. Landið er flatt og einkennist af mýrlendi, stöðuvötnum, ökrum og skógum. Mikið er um göngugötur sem henta frábærlega fyrir hjólreiðar og til að tylla sér á kaffihús og spjalla við vinina. Danir vilja gjarnan búa sér falleg heimili og vilja hafa notalegt og þægilegt í kringum sig – í anda þess sem þeir nefna hygge, en mætti kalla „kósíheit“ á íslensku.

Um helgar halda unglingarnir oft partý, hanga á kaffihúsum og fara í bíó. Fótboltinn er langvinsælastur, en þú verður að prófa sund, siglingar eða róður, enda verður þú aldrei í meira en klukkutíma fjarlægð frá sjávarsíðunni.

 

Family members❤️??? #kobenhavn #肖畅的丹麦生活 #hugge #boat

A photo posted by ChangXiao (@lettyshaw233) on

Fólk og samfélag

Fósturfjölskyldur AFS í Danmörku eru búsettar víðsvegar um landið en þar sem samgöngur eru greiðar í Danmörku munu skiptinemum gefast tækifæri til að ferðast um og skoða sig um. Fjölskyldulífið í Danmörku er frekar hefðbundið og þar er mikið lagt upp úr því að borða saman kvöldverð. Best er að fara að ráði fóstursystkina því danskir foreldrar munu nær örugglega taka skiptinemanum eins og hann væri þeirra eigin barn.

Skóli

Líklegast mun skiptineminn fara í fyrsta eðan annan bekk menntaskóla eða lýðháskóla. Skólaárið er frá ágúst og fram í júní. Kennt er alla virka daga frá klukkan 8 til 3. Annars er skólahaldið svipað því sem þekkist á Íslandi. Gerð er krafa um að skiptinemar nái góðum tökum á dönsku skiptináminu.

I'm definitely gonna miss this squad ??

A photo posted by Gilda Bruno (@_gilbruno) on

A photo posted by Yasser Mashor (@yasserdudayef) on

Tungumál

Danska er opinbert tungumál Danmerkur. Flestir Danir eru þó sleipir í ensku og grípa gjarnan enskunnar í samræðum við þá sem ekki tala góða dönsku. AFS í Danmörku mun aðstoða skiptinema við að fá tungumálakennslu fystu vikurnar og eins áður en lagt er af stað í skiptinámið.

Matur

Dönsk matarhefð einkennist af kjötmeti og grænmeti. Danir eru mikið fyrir samlokur og smurbrauð. Stóra máltið dagsins er kvöldverðurinn og ætlast er til að fjölskyldan snæði saman á kvöldin.

A photo posted by Yasser Mashor (@yasserdudayef) on

Skoða skiptinám í Danmörk