Noregur er land með stórkostlegum jöklum og fjörðum og áköfum áhugamönnum um vetraríþróttir. Kíktu á hefðbundna norska þjóðlagahátíð eða skoðaðu eina af hinum frægu stafkirkjum Norðmanna, sem eru meðal elstu timburhúsa í heiminum. Þú gætir jafnvel séð mögnuð norsk norðurljós í allri sinni dýrð. Í Noregi er sterk söguhefð og landsmenn taka virkan þátt í samfélagsviðburðum og klæða sig gjarnan upp í þjóðbúningi, bunad, við sérstök tækifæri. Norðmenn á öllum aldri nýta hlýjustu mánuðina til hins ýtrasta og fjallgöngur, veiði og grill er vinsæl afþreying.

Ungt fólk í Noregi tekur oft þátt í ýmsum tómstundum eftir skóla og má þar nefna íþróttir, tónlist, listir og handverk. Þátttaka í skipulögðum félagsstörfum eins og skátunum, stjórnmálaklúbbum og Rauða krossinum er líka mjög vinsæl. Og eins og flestir unglingar alls staðar, eyða þeir helgunum í bíó, partýjum og á kaffihúsum.

 

Fólk og samfélag

Flestir skiptinemar dvelja í minni bæjum. Norsk ungmenni eru almennt frekar sjálfstæð eins og þau íslensku. Um helgar eiga fjölskyldur oft margar góðar samverustundir.

Takk for kjempefint hyttetur! #Hytta

A photo posted by Mateo Grassini (@mateograssini) on Sep 18, 2016 at 1:10pm PDT

Skóli

Skólakerfið er einnig áþekkt því íslenska, algengast er þó að nemar fari í bóknám. Margir taka þátt í ýmsum félagstörfum, leiklist eða íþróttum að loknum skóladeginum. Kennarar gera þá kröfu til nema sinna að þeir séu nokkuð sjálfstæðir. Um leið er samband nema við kennara oft óformlegra en í öðrum löndum, hér er t.d. í lagi að ávarpa kennara með fornafni.

Tungumál

Í Noregi er töluð norska sem er jú skuld öðrum norðurlandatungumálum eins og dönsku og íslensku. Notast er við tvö ritmál, bókmál og nýnorsku. AFS í Noregi útvegar nemum sínum tungumálaefni til aðstoðar við námið.

Jeg elsker bær ???? #louktarnxnorge #louktarnutvekslingsår #afs #afs55 #afseffect #afsnorway

A photo posted by AFSer |1998's| 碧玉 | LOUKTARN (@chanissara__) on Aug 28, 2016 at 2:50pm PDT

Matur

Í Noregi er fiskur mjög oft á diskum en norðmenn borða líka mikið af kjöti, grrænmeti, mjólk og ostum. Kvöldmáltíðin er sú mikilvægasta en algengt er að borða kvöldmat um kl.17-18 sem mörgum þykir ansi snemmt. Í Noregi borðar fólk bæði hefðbundna rétti sem og rétti frá öðrum löndum.

Skoða skiptinám í Noregur