AFS eru alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök, sem þýðir að samtökin byggja starf sitt að stórum hluta á framlagi sjálfboðaliða. Með AFS starfa tugir þúsunda sjálfboðaliða um heim allan. Starfræktar eru deildir í hverju landi þar sem sjálfboðaliðar, í samvinnu við starfsfólk, skipuleggja og bera ábyrgð á starfsemi AFS á svæðinu.

Með AFS á Íslandi starfa um 300 sjálfboðaliðar um land allt. Fjórar AFS- deildir eru starfandi hér á landi, í Reykjavík, á Norðurlandi, á Austurlandi og á Vesturlandi.

Meðal verkefna sjálfboðaliða er að:

  • Standa fyrir kynningum á samtökunum, m.a. í skólum og á fleiri stöðum.
  • Taka viðtöl við þá sem sækja um dvöl erlendis.
  • Koma að undirbúningsnámskeiðum fyrir nema á leið út.
  • Finna fjölskyldur fyrir erlenda nema sem hingað koma.
  • Undirbúa tilvonandi fósturfjölskyldur.
  • Halda námskeið fyrir erlenda nema.
  • Styðja erlenda nema, sem trúnaðarmenn eða skólatenglar.
  • Skipuleggja félagsstarf.

Einnig vinna sjálfboðaliðar í ýmsum nefndum á vegum félagsins. Sjálfboðaliðar þurfa að fá viðeigandi þjálfun til að geta sinnt störfum sínum og árlega heldur AFS á Íslandi nokkur þjálfunarnámskeið fyrir þá. Einnig sér félagið til þess að sjálfboðaliðar eigi kost á að taka þátt í námskeiðum, bæði hérlendis og erlendis, sem tengjast æskulýðsmálum og alþjóðlegri menntun.

Viltu taka þátt?
Alltaf er þörf á áhugasömum sjálfboðaliðum til starfa í stór og smá verkefni. Sendu okkur póst á netfangið reykjavikurdeild@afs.is ef þú hefur áhuga á að vera með.