Veldu prógram:

  • Asía
  • Evrópa
  • Eyjaálfa
  • Norður-Ameríka
  • Rómanska Ameríka

Víkkaðu sjóndeildarhringinn

AFS-ævintýri getur breytt lífi þínu til frambúðar!
STU_GLOBAL

Vertu heimsborgari

Prófaðu að búa hjá nýrri fjölskyldu í nýju landi. Njóttu þess að upplifa ólíkar hefðir. Taktu þér tíma til að læra að meta og dýpka skilning þinn á mismunandi sjónarmiðum, menningarheimum, trúarbrögðum og mikilvægum málefnum sem varða okkur öll.

STU_CHANGE

Stuðlaðu að breytingum

Vertu opin(n) fyrir nýjum leiðum við að skoða heiminn og hjálpa öðrum að sjá heiminn eins og þú upplifir hann. Leggðu þitt af mörkum til að tengja menningarheima með því að skapa vináttu sem mun endast út ævina.

STU_FLUENT

Tileinkaðu þér samskiptafærni

Prófaðu að ganga í nýjan skóla, læra nýtt tungumál og finna leiðir til að tengjast fólki frá öðrum heimshornum. Þjálfaðu upp samskiptafærni sem þú getur tekið með þér heim og nýtist þér í framtíðinni.

STU_YOU

Öðlastu sjálfsþekkingu

Uppgötvaðu nýja hluti um sjálfa(n) þig og þinn stað í heiminum. Lærðu hvernig hægt er að breyta krefjandi aðstæðum í tækifæri til að þroskast og eflast.

Þetta er ekki ár af lífi þínu heldur lífstíð á einu ári.

„Það er greinilegur munur á lífi mínu fyrir og eftir AFS-ferðina. Ég væri ekki sama manneskjan og ég er í dag án AFS. Ferðin breytti lífi mínu.“

—Mela Cabrera frá Paragvæ, skiptinemi í Japan

Hvernig gerist ég skiptinemi?

Skoðaðu prógrömmin á netinu eða hittu okkur í eigin persónu. Ef þig langar að sækja um þá er þetta það sem þú átt í vændum:
STEP1

Skilaðu inn umsókn

Umsóknarferlið okkar er mjög ítarlegt. Reynsla þín af AFS verður mun betri ef þú gefur okkur helstu upplýsingar um þig. Ef þig vantar aðstoð skaltu endilega hringja í okkur.

Sækja um
STEP2_ST

Þú hefur verið valin(n)!

Það geta ekki allir orðið AFS-skiptinemar. Umsóknin þín, viðtölin við þig og meðmælin sem þú leggur fram segja okkur hversu reiðubúin(n) þú ert til að fara í skiptinám. Og þá byrjar fjörið!

STEP3

Undirbúningur

AFS-námskeiðin (sem þú sækir fyrir, eftir og á meðan á skiptináminu stendur) styðja þig til persónulegs og menningarlegs þroska á meðan þú ert erlendis.

STEP4_ST

Brottför

Metnaðarfullir AFS-sjálfboðaliðar, fósturfjölskyldur og starfsfólk er þess albúið að gera þína AFS-upplifun að námsævintýri sem aldrei gleymist.

Námsstyrkir

Hollvinir AFS

Tilgangur Hollvina er að styrkja nemendur og fjölskyldur þeirra til þátttöku í nemendaskiptum AFS og gera fleirum kleift að fara í skiptinám á vegum AFS.

Megintilgangur styrkjaveitinganna er að aðstoða nemendur frá efnaminni heimilum, en þó er einnig heimilt að veita styrki til verðandi skiptinema sem hafa sýnt afbragðs árangur á ýmsum sviðum, s.s. í námi, listum eða íþróttum. Öllum fyrirspurnum varðandi Hollvini AFS á Íslandi má beina til skrifstofu AFS: [email protected]

Frekari upplýsingar um námsstyrki
AFS-students

Upplýsingar fyrir foreldra

AFS er í fararbroddi á sviði námstækifæra erlendis fyrir ungt fólk og starfið er stutt og rekið af þjálfuðu starfsfólki og sjálfboðaliðum. Frá árinu 1947 hefur AFS fært ungmennum hagnýta færni og þekkingu sem háskólar og vinnuveitendur meta mikils, og sem kemur þeim að góðum notum við að fóta sig í lífinu. AFS-prógrömmin auðvelda ungmennum að kynnast heiminum og eiga samskipti án hindrana við fólk frá öðrum löndum og menningarheimum.

Hvers vegna ættir þú að velja AFS?

Kannaðu framandi heima á meðan þú ert í námi

AFS hjálpar þér að breyta öllu sem þú upplifir í ógleymanlega kennslustund. Sjálfboðaliðar okkar og starfsfólk mun leiða þig í gegnum AFS-námsferlið með kennsluefni sem er þróað og samið af margreyndum AFS-kennurum og öðrum sérfræðingum í menningarlæsi víða að úr heiminum. Námskeið og mánaðarlegir fundir með sjálfboðaliðum, sem hafa fengið þjálfun sem stuðningsfulltrúar, stuðla að því að gera nemendaskiptin þín sem ánægjulegust og búa þig undir kynni við menningarheima sem þú býrð að alla ævi.

Hvernig undirbýr AFS þig fyrir ferðalagið?

Myndaðu tengsl við AFS-ara hvaðanæva að úr heiminum!

Myndir af AFS skiptinemum á Íslandi árið  2023-2024 koma bráðlega