Indónesía er gríðarlega víðfeðmur eyjaklasi með yfir 17.000 eyjum. Þetta er land andstæðna – hvæsandi eldfjöll og friðsæll hafflöturinn, mannmergð stórborganna og plantekrur í fjarska, nútímalegir skýjakljúfar og hálfhrunin hof, Komodo-drekar og óteljandi hitabeltisfuglar, ungt fólk á vespum, klætt í skærlita kufla og batíkskyrtur. Einstakt og fjölbreytilegt samfélagið í Indónesíu samanstendur af yfir 300 þjóðernishópum af margs konar félagslegum og menningarlegum uppruna, frá Evrópu, Austurlöndum nær og Asíu.
Indónesísk ungmenni hittast gjarnan í stórum hópum. Íþróttir eru vinsælar í Indónesíu, sérstaklega fótbolti, badminton og <em>pencak silat (</em>hefðbundin indónesísk bardagalist). Langar þig til að smíða flugdreka og fljúga honum? Þá er þetta rétti staðurinn til þess!