Frábær menningarferð fyrir alla fjölskylduna

Að hýsa erlendan skiptinema er frábær leið til að fræðast um framandi menningu og deila þinni eigin menningu og gildum. Börn njóta þess oft að kynna nýja bróðurinn eða systurina fyrir siðum, hefðum og frídögum í sínu landi. Allt frá undirbúningi máltíða til skoðunarferða. Slík reynsla veitir fjölskydunni tækifæri til að uppgötva og gera sér grein fyrir sérkennum ólíkra menningarheima.
HF_ADV

Taktu ævintýrum fagnandi

Sjáðu þinn veruleika með augum ungmennis frá öðru landi

HF_CHANGE

Taktu breytingum fagnandi

Myndaðu tengsl við fólk um allan heim

HF_DISC

Taktu uppgötvunum fagnandi

Aðstoðaðu erlendan skiptinema við að lifa í og njóta menningar og hefða þíns lands.

Þessu er ekki hægt að lýsa, þú verður að upplifa það

„Það koma augnablik í lífi þínu sem þú getur ekki lýst, augnablik sem þú þarft að upplifa til að skilja. Það er þessi tilfinning sem við sem foreldrar fengum þegar barn einhvers annars kallaði okkur mömmu og pabba þegar hann hringdi í okkur einhversstaðar úti í heimi til að segja okkur að hann hefði skráð sig í háskóla eða að hann ætti kærustu. Þessum hlutum er ekki hægt að lýsa og aðeins þeir sem hafa upplifað þetta skilja hvernig þetta er.“

–Alisa Salopek, fósturmamma frá Serbíu

Hvað er fósturfjölskylda?

AFS hefur hvatt fjölskyldur til að bjóða erlenda nemendur velkomna inn á heimili sín síðan 1947. Fósturfjölskyldur, sem lengi hafa verið taldar lykilatriði í vellíðan skiptinema, bjóða upp á svo miklu meira en húsaskjól og mat.

Fleiri algengar spurningar

Fósturfjölskyldur, með stuðningi frá sjálfboðaliðum og starfsfólki AFS, hjálpa nemendum að kynnast nýja skólanum og samfélaginu, eignast vini, læra tungumálið og njóta dvalarinnar. Fjölskyldur tengjast í gegnum mismunandi menningu og hefðir og oft verður til ævilöng vinátta.

Sótt um að verða fósturfjölskylda

STEP1

Kynntu þér málið og sæktu um

Kynntu þér hvers vegna fósturfjölskyldur eru skiptinemanum svona mikilvægar. Umsóknarferlið okkar er ítarlegt, því við viljum finna einstaklinginn sem hentar fjölskyldunni þinni best.

STEP2_HF

Þú hefur verið valin(n)

Við leggjum mikla áherslu á að finna góðar fjölskyldur. Það er engin „dæmigerð“ AFS-fjölskylda til, en við höfum þó mikla reynslu af því að finna „réttu“ fjölskyldurnar.

STEP3

Búðu þig undir að hýsa skiptinema

Hittu þjálfaða sjálfboðaliða og starfsfólk sem styður fjölskylduna þína og hjálpar þér að gera reynslu þína af AFS gefandi og skemmtilega.

STEP4_HF

Taktu vel á móti skiptinemanum

Opnaðu heimili þitt og hjarta fyrir nýja fjölskyldumeðlimnum og upplifðu ólíka menningu.