Y F I R L I T

  • AFS safnar og notar persónugreinanlegar upplýsingar (PGU) sem þú lætur okkur í té;
  • AFS safnar og notar þessar PGU í þeim tilgangi að veita þjónustu, til markaðssetningar og samskipta í tengslum við þjónustuna og til rannsókna;
  • Til þess að geta veitt viðhlítandi þjónustu, getur AFS deilt þessum PGU með stofnunum innan AFS á alþjóðavísu ásamt öðrum aðilum sem tengjast þjónustu AFS í þínu heimalandi sem og í öðrum löndum;
  • AFS deilir þessum PGU yfir alþjóðleg landamæri til þess að vista þau með öruggum hætti erlendis. Í dag eru gögnin ýmist geymd í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Tælandi;
  • Þú hefur rétt á því að nálgast þínar PGU upplýsingar og uppfæra þær hvenær sem er;
  • Í einstökum tilfellum átt þú rétt á því að fara fram á að þínum PGU sé eytt;
  • AFS gæti notað (þriðja aðila) vefkökur og aðra sambærilega tækni til að fá upplýsingar frá þér þegar þú notar AFS vefsvæði í þeim tilgangi að auðvelda þér notkun þeirra;
  • Ef þú ert undir lögaldri er samþykki foreldra eða forráðamanna þinna nauðsynlegt til þess að þú gefir upp PGU um þig, vinsamlegast fáðu samþykki foreldra eða forráðamanna áður en þú veitir okkur PGU;

PGU fela meðal annars í sér, nafn þitt, heimilisfang og/eða netfang, fæðingardag, farsíma, skólaupplýsingar, einkunnir, ár útskriftar, tegund menntunar, slóðir samfélagsmiðla sem þú notar, myndir eða myndefni sem þú deilir með okkur, tegund dvalar og ár þátttöku o.s.frv., ferðatilhögun, persónulegt kynningarbréf, heilsufarsupplýsingar ásamt svörum við spurningum sem lagðar eru fram í umsóknarferlinu.

Vinsamlegast athugið að ofangreint er einungis yfirlit yfir efni friðhelgisstefnu AFS eins og hún er sett fram og er einungis ætlað að gefa upplýsingar og skilning á innihaldi  friðhelgisstefnunnar eins og hún er sett fram af AFS International fyrir alla hlutaðeigandi aðila. Yfirlitið kemur ekki í stað friðhelgisstefnunnar í heild sinni en hana er hægt að nálgast í gegnum meðfylgjandi slóð. Einnig er hér að neðan slóð inn á upplýsingasíðu Evrópusambandsins um nýju persónuverndarlöggjöfina, General Data Protection Regulation (GDPR).