Viltu fá fræðslu frá okkur? Hafðu samband!

Fræðsla sem við bjóðum upp á

Við bjóðum upp á námskeið sem henta vinnustöðum og þá sérstaklega skólum. Námskeiðin eru á bilinu 2-4 klukkustundir, eftir því hverju er óskað eftir.
DAY+1+AFS+youth+forum+web-135

Fjölmenningarleg samskipti á vinnustað

Hvernig heilsar þú fólki þegar þú kynnist þeim fyrst? Hefur þú íhugað hvernig þú ávarpar fólk? Lærum að meta fjölbreytileikann og styrkina sem felast í því að hafa fjölbreyttan hóp fólks. Ýmsir árekstrar geta átt sér stað þar sem fólk með ólíkan menningarbakgrunn kemur saman. Til að geta átt í góðum samskiptum skiptir grundvallarmáli að hafa skilning hvert á öðru. Hér er farið yfir helstu atriði sem máli skipta í fjölmenningarlegum samskiptum á þátttökumiðaðan hátt.

5512706965_713bf496e0_o

Samskipti og menningarlæsi

Menningarlæsi þarf ekki endilega að vera milli landa og gjörólíkra menningarheima. Það getur til að mynda verið mikill menningarmunur á milli kynslóða, landshluta eða jafnvel íþróttaklúbba. Þannig geta t.d. táningsstúlkur frá Íslandi og Kúala Lumpúr átt meira sameiginlegt en tvær konur sem aldar eru upp á Íslandi en á mismunandi tímum í sveit og í borg. Menning er heldur ekki einungis það sem sést á yfirborðinu á borð við listir og matarmenningu – menningarmunur birtist einnig í ólíkum samskiptum og óskilgreindum reglum sem erfiðara getur reynst að skilja og sjá fyrst um sinn. Nú á tímum er auðvelt að finna samsvarandi hópa og því mikilvægt að minna á fegurðina í fjölbreytileikanum og nauðsyn tilfinningagreindar í samskiptum.

2885465949_d838820d87_o

Efling menningarlæsis nemenda

Á þessu námskeiði er farið yfir helstu undirstöðuatriði menningarlæsis/kenninga um menningarlæsi og mikilvægi þess í kennslu. Kennarar fá aðgang að tólum sem þróuð hafa verið af AFS á alþjóðavísu sem nýta má í kennslu til að efla menningarlæsi nemenda ásamt þjálfun og ráðgjöf í því hvernig innleiða má þetta í daglegt skólastarf. Með fræðslu um ólíka menningarheima eykst skilningur og umburðarlyndi á milli nemenda sem stuðlar að betri samþættingu og aðlögun. Með þessu má hvetja nemendur til að nálgast framandi hugmyndir, viðhorf og hefðir af forvitni og með opnum huga.

símaThailand-143

Efling borgaravirkni og samfélagsvitundar í skólastarfi

Hvað felst í því að taka virkan þátt í samfélaginu sínu? Hvers vegna er það mikilvægt? Með virkni viljum við minna á hversu mikilvægt það er að bæði vaska upp heima hjá sér sem og að kjósa í sveitastjórnar- og alþingiskosningum. Grunnhugmyndin er að láta sig hlutina varða, upplifa sig sem hluta af sínu samfélagi og leggja sitt af mörkum. Við viljum hvetja ungmenni til að horfa í kringum sig og sjá hvar þau vilja hafa áhrif – og valdefla þau út frá því að láta til sín taka.

_94A7804

Sérsniðnar vinnustofur

Við viljum endilega koma til móts við þínar þarfir! Hafðu samband og við getum hannað vinnustofu eða námskeið sem hentar þínum veruleika.

Hvað felst í menningarlæsisfræðslu?

Með því að bjóða upp á fræðslu um menningarlæsi innan veggja skólans. Þetta má til að mynda gera í tungumálatímum, í samfélagsfræðitímum og í lífsleikni. Hér má finna leiðir sem hægt er að nota í kennslu til að styrkja menningarvitund nemenda en þessi tól voru þróuð af AFS í samstarfi við önnur samtök og styrkt af Erasmus+ áætluninni. AFS á Íslandi býður upp á fræðslu fyrir kennara um hvernig hægt er að byggja upp menningarvitund nemenda og geta skólar t.a.m. boðið upp á slíka fræðslu á starfsdögum.