Ævintýralegt sumarnámskeið og skiptinám í Kosta Ríka þar sem þátttakendur fá tækifæri til að læra og æfa sig í spænsku og auka menningarfærni sína.
Þátttakendur byrja dvölina á tveggja vikna alþjóðlegu spænskunámskeiði þar sem þátttakendur út öllum heimshornum koma saman til að læra spænsku og öðlast færni menningarlæsi.
Þar næst hefja þátttakendur skiptinámið sitt, en þá hitta þau fósturfjölskyldurnar sínar þar sem þeir munu dvelja næstu fimm vikurnar. Þátttakendur munu ganga í hefðbundinn kostarískan menntaskóla, taka þátt í dagskrá AFS í Kosta Ríka og kynnast menningu landsins.
Að lokum munu þeir þátttakendur sem velja lengri dvölina fara í fimm daga ferðalag um Kosta Ríka þar sem þátttakendur fá að kynnast gullfallegum fjallgörðum og paradísarströndum Kyrrahafsins.
Innifalinn er flugkostnaður, fullt fæði, undirbúningsnámskeið fyrir brottför, komunámskeið í Kosta Ríka, tveggja vikna spænskunámskeið, námskeið í menningarlæsi, tveggja vikna gisting á sveitabýli í sveitum Kosta Ríka, fimm vikna skiptinám hjá fósturfjölskyldu, fimm vikna skólavist í kostarískum menntaskóla, lokanámskeið, stuðningur AFS og 24/7 neyðarsími. Fimm daga ferðalag um Kosta Ríka er einnig innifalið fyrir þátttakendur lengri dvalarinnar (með brottför 22. ágúst).
