Persónuvernd þín er AFS mjög mikilvæg og áður en þú hefur umsókn þína viljum við ganga úr skugga um að þú lesir persónuverndarstefnu AFS vandlega og samþykkir skilmála hennar: http://afs.org/global-privacy-policy/. Í persónuverndarstefnu AFS ert þú upplýst/ur um þær persónugreinanlegu upplýsingar sem við söfnum, hvernig við notum og geymum þær á öruggan máta, auk þeirra ákvarðana sem þú getur tekið varðandi persónuupplýsingar þínar.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um persónuverndaraðgerðir AFS, eða ef þú vilt fá aðgang að, leiðrétta, eða eyða persónuupplýsingum þínum biðjum við þig um að hafa samband við okkur. Þú getur haft samband við alþjóðaskrifstofu AFS í New York (AFS Intercultural Programs, Inc.) með því að senda póst á [email protected], eða haft samband við AFS á Íslandi ef spurning þín beinist beint að landssamtökunum.

Yfirlit yfir persónuverndarstefnu okkar er að finna hér að neðan.

  • AFS safnar og notar persónugreinanlegar upplýsingar (PGU) sem þú lætur okkur í té;
  • AFS safnar og notar þessar PGU í þeim tilgangi að veita þjónustu, til markaðssetningar og samskipta í tengslum við þjónustuna og til rannsókna;
  • Til þess að geta veitt viðhlítandi þjónustu, getur AFS deilt þessum PGU með stofnunum innan AFS á alþjóðavísu ásamt öðrum aðilum sem tengjast þjónustu AFS í þínu heimalandi sem og í öðrum löndum;
  • AFS deilir þessum PGU yfir alþjóðleg landamæri til þess að vista þau með öruggum hætti erlendis. Í dag eru gögnin ýmist geymd í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Tælandi;
  • Þú hefur rétt á því að nálgast þínar PGU upplýsingar og uppfæra þær hvenær sem er;
  • Í einstökum tilfellum átt þú rétt á því að fara fram á að þínum PGU sé eytt;
  • AFS gæti notað (þriðja aðila) vefkökur og aðra sambærilega tækni til að fá upplýsingar frá þér þegar þú notar AFS vefsvæði í þeim tilgangi að auðvelda þér notkun þeirra;
  • Ef þú ert undir lögaldri er samþykki foreldra eða forráðamanna þinna nauðsynlegt til þess að þú gefir upp PGU um þig, vinsamlegast fáðu samþykki foreldra eða forráðamanna áður en þú veitir okkur PGU;

PGU fela meðal annars í sér, nafn þitt, heimilisfang og/eða netfang, fæðingardag, farsíma, skólaupplýsingar, einkunnir, ár útskriftar, tegund menntunar, slóðir samfélagsmiðla sem þú notar, myndir eða myndefni sem þú deilir með okkur, tegund dvalar og ár þátttöku o.s.frv., ferðatilhögun, persónulegt kynningarbréf, heilsufarsupplýsingar ásamt svörum við spurningum sem lagðar eru fram í umsóknarferlinu.

Vinsamlegast athugið að ofangreint er einungis yfirlit yfir efnistök persónuverndarstefnu AFS til að gefa lesanda skjótan skilning á innihaldi hennar. Yfirlitið kemur ekki í stað persónuverndarstefnu alþjóðasamtaka AFS í heild sinni, né persónuverndarstefnur allra hlutaðeigandi aðila AFS sem starfrækja AFS skiptinám um allan heim.

Með því að samþykkja (smella á staðfestingarhnappinn), staðfestir þú að þú hafir lesið persónuverndarstefnu AFS vandlega og samþykkir skilmála hennar. Þú staðfestir einnig að AFS (AFS Intercultural Programs, Inc. og öll hlutaðeigandi samtök sem starfrækja AFS skiptinám) eigi rétt á að vinna með þær PGU sem þú veitir með þeim hætti sem lýst er í slíkum stefnum.

Þú samþykkir að AFS sé leyfilegt að meðhöndla PGU þínar í öllum þeim tilgangi sem geti talist nauðsynlegur, innan skynsamlegra marka, til að hægt sé að starfrækja AFS skiptinám og önnur námstækifæri á vegum samtakanna. Ef þú gefur okkur leyfi, er AFS einnig heimilt að meðhöndla PGU þínar til að auðvelda frekari þátttöku þína og til að vera í áframhaldandi sambandi við þig eftir að þú lýkur þátttöku í þínu AFS prógrammi. Þetta leyfi stendur þar til þú lætur AFS vita að þú viljir breyta heimild þinni. Þú skilur einnig að PGU þínar verða ekki seldar eða fluttar til þriðja aðila í öðrum tilgangi, auk þess að AFS muni flytja og geyma PGU þínar í miðlægum gagnagrunnum á nokkrum stöðum til að tryggja að gögnin glatist ekki. Sem stendur eru þessir staðir Bandaríkin, Þýskaland og Tæland. Þessir gagnagrunnar eru takmarkaðir og þeir einu sem fá aðgang að þeim eru starfsmenn AFS, ráðgjafar AFS og þeir sjálfboðaliðar sem þurfa aðgang að hluta gagnasafnanna til að að nýta við starfrækslu AFS skiptináms og námstækifæra, og einungis í þeim tilgangi.

Þú samþykkir einnig að til að starfrækja þjónustu sína gæti AFS deilt einhverjum hluta PGU þinna með ráðgjöfum og þriðju aðilar (líkt og hýsingarveitendur vefsíðu, hönnunaraðila og ráðgjafaþjónustu um upplýsingatækni) í þeim eina tilgangi að veita AFS sína þjónustu. Allir slíkir þriðju aðilar samþykkja að fara eftir öllum viðeigandi gagnaverndar- og trúnaðarlögum þegar þau veita AFS þjónustu sína.

AFS leggur áherslu á, og eru skuldbundin því að vernda alla þá ólögráða aðila sem hafa aðgang að og nota netumsókn AFS, sem og aðra netlæga spurningalista og verfæri AFS. Ef þú ert yngri en 13 ára biðjum við þig vinsamlegast um að reyna ekki að skrá þig á netumsókn AFS, að svara ekki öðrum netlægum spurningalistum eða verkfærum AFS, né gefir okkur neinar PGU á annan máta. Ef við fáum upplýsingar um að við höfum öðlast PGU frá barni undir 13 ára munum við eyða þeim upplýsingum eins fljótt og auðið er.

Ef þú ert ólögráða og samþykki foreldra/forráðamanna er krafist svo þú getir lokið netumsókn, skaltu biðja foreldra/forráðamenn um leyfi áður en þú deilir upplýsingum þínum með okkur og skila inn afriti af þessu leyfi til AFS að beiðni okkar. Í þessu tilfelli gæti AFS einnig haft samband (til dæmis í tölvupósti) við foreldra þína eða forráðamenn til að staðfesta samþykki sitt.