Það er orðin hefð hjá AFS að halda Jóla-vöfflukaffi á skrifstofunni í Desember. Þá er skiptinemum og fjölskyldum þeirra, sjálfboðaliðum og félagmönnum á höfuðborgarsvæðinu boðið að koma á skrifstofu samtakanna og eiga þar huggulega stund.

Að þessu sinni var Jóla-vöfflukaffið haldið 13. Desember. Það var frábær mæting og mjög skemmtileg stemning. Hlátrasköllin glumdu um skrifstofuna og vöfflujárnið hafði varla undan í framleiðslunni.

Það er ómetanlegt fyrir okkur að fá tækifæri til að hittast í óformlegum aðstæðum með það eitt að markmiði að kynnast betur og skemmta okkur saman.

Ef þú misstir af þessari skemmtun þá kemur þú bara næst!

Texti og myndir: Tinna Sveinsdóttir, Fræðslustjóri AFS