Hong Kong er nútímaleg borg sem iðar af lífi, enda þéttbýl og með fjölda tignarlegra skýjakljúfa og háhýsa sem ber við himinn. Borgin hefur skipað sér sess sem mikilvæg miðstöð viðskipta og fjármála í Asíu, en hér er einnig að finna verslanir sem selja náttúrulyf, láta spá fyrir sér á næsta götuhorni og í görðum borgarinnar er fólk að viðra fugla í búrum. Hong Kong hýsir fjölda mismunandi trúarbragða og hefða, enda koma hér saman kínversk og bresk menningaráhrif.

Ungmenni í Hong Kong taka námið mjög alvarlega. Þau eyða tómstundunum með fjölskyldunni eða í heimsókn hjá ættingjum í næsta nágrenni. Hægt er að ganga í margs konar klúbba (þar sem krakkar stunda t.d. netbolta, fimleika, ræðumennsku, leiklist, sagnfræði og margt fleira) og stunda aðrar tómstundir eftir skóla til að eignast vini. Þegar þú ferð út með vinunum á kvöldin skaltu endilega skella þér með í karókí.

 

Fólk og samfélag

Skiptinemar AFS munu líklega búa hjá fósturfjölskyldu utan stórborgarinnar. Algengt er að báðir foreldrar vinni langa vinnudaga og afar og ömmur búa mjög oft hjá börnum sínum og barnabörnum. Ætlast er til að skiptinemar hagi sér eins og önnur ungmenni landsins og beri mikla virðingu fyrir sér eldra fólki. Virðing er lykilhugtak í menningu Hong Kong.

Skóli

Skiptinemar AFS ganga í menntaskóla þar sem flest fög eru kennd á ensku eða kínversku. Skólar í Hong Kong byggja á aga og námið er krefjandi. Skólaárið er frá september og fram í júlí, 8 klukkustundir á dag. Nemendur klæðast skólabúningum og flestar kennslustundir eru fyrirlestrarformi.

First day of school ✔

A photo posted by Margherita Dugnani (@margherita_dugnani) on

A photo posted by 曾素盈/Antonia (@ann_jv) on

Tungumál

Bæði enska og kínverska (oftast kantónska) eru opinber tungumál Hong Kong. Skiptinemar þurfa helst að vera með góðan grunn í ensku áður en út er komið og vera reiðubúnir til að læra kantónsku. AFS mun bjóða upp á tungumálakenslu við komuna til landsins.

Food

Hong Kong offers plenty of delights for your taste buds. A basic meal consists of fish, meat, eggs, vegetables and rice or noodles, and most dishes are stir-fried or steamed. Salads, raw vegetables and dairy products such as milk or cheese, are available in Hong Kong, but are not common. Many students bring lunch with rice and meat from home to school.

A photo posted by 嚴君意 (@chiaradugo99) on

Skoða skiptinám í Hong Kong