Annað fjölmennasta land í heimi, þar sem ótalmörg trúarbrögð, tungumál og þjóðernishópar þrífast, móta ótrúlega fjölbreytta menningu Indlands. Í landinu þar sem áin Ganges og hin tignarlegu Himalajafjöll gnæfa uppgötvarðu ótrúlega samsuðu gamalla hefða og nútímalifnaðarhátta, sem má til dæmis sjá í ólíkum klæðaburði kvenna sem einkennist af saríum og nútímalegum drögtum. Þar er hægt að læra jóga og bragða á steiktu grænmeti og fiski sem boðið er upp á í matarvögnunum sem fylla strætin.
Helsta dægrastytting indverskra unglinga er íþróttaáhorf og -iðkun, ásamt því að fara í bíó, versla og skreppa á ströndina. Samt sem áður hefur skólinn algeran forgang hjá flestum og þeir eyða oft meginparti frítíma síns í að læra. Ekki er algengt að unglingar fari á stefnumót í Indlandi.