Annað fjölmennasta land í heimi, þar sem ótalmörg trúarbrögð, tungumál og þjóðernishópar þrífast, móta ótrúlega fjölbreytta menningu Indlands. Í landinu þar sem áin Ganges og hin tignarlegu Himalajafjöll gnæfa uppgötvarðu ótrúlega samsuðu gamalla hefða og nútímalifnaðarhátta, sem má til dæmis sjá í ólíkum klæðaburði kvenna sem einkennist af saríum og nútímalegum drögtum. Þar er hægt að læra jóga og bragða á steiktu grænmeti og fiski sem boðið er upp á í matarvögnunum sem fylla strætin.

Helsta dægrastytting indverskra unglinga er íþróttaáhorf og -iðkun, ásamt því að fara í bíó, versla og skreppa á ströndina. Samt sem áður hefur skólinn algeran forgang hjá flestum og þeir eyða oft meginparti frítíma síns í að læra. Ekki er algengt að unglingar fari á stefnumót í Indlandi.

 

Fólk og samfélag

Hógværð og virðing fyrir þeim eldri eru mikilvæg gildi í Indlandi sem og að deila með öðrum og bera samfélagsábyrgð. Hér er meiri áhersla á hópinn heldur en einstaklinginn. Samskipti eru oft óbein og það heyrist t.d. sjaldan að einhver neiti beint heimboði.

A photo posted by Kate Gilbert (@kaaycoo) on

Fjölskyldan

Skiptinemar dvelja víða í þessu stóra landi. Oftast búa nokkrar kynslóðir saman og álit hinna eldri er mikils metið. Foreldar taka ákvörðun um nám og/eða hjónaband með börnum sínum. Fólk nýtur þess að vera saman og er sjaldan eitt inn í herbergi.

Skóli

Menntun er krefjandi í Indlandi. Skiptinemar fara oftast í almenna skóla (sem oft er talað um að séu eins og einkaskólar). Skólaárið byrjar ýmist í mars (Delhi) eða júní (suður-Indland).

A photo posted by Kate Gilbert (@kaaycoo) on

मुझे भारत पसंद है

A photo posted by Olivia Persson (@oliviaperss0n) on

Tungumál

Hindi og enska eru opinber tungumál Indlands og skiptinemar notast því yfirleitt við enskuna.

Matur

Matargerð er mikilvæg í Indlandi og mjög mismunandi eftir svæðum. Mikið er um grænmeti, baunir, krydd, hrísgrjón og stundum kjöt. Grænmetisætur eru algengar.

A photo posted by Kat Lewis (@lewis.kat) on

Skoða skiptinám í Indland