Á meðan þú dvelur í Lettlandi gefst þér tækifæri til að læra allt um forna og einstaka menningu Letta frá fyrstu hendi og fá um leið að kynnast lífsháttum þeirra í dag. Njóttu fegurðar lettneska landslagsins sem státar af fjölmörgum vötnum, fjöllum, sléttum, ám og óspilltum furuskógum. Taktu þátt í hinum ýmsu þjóðlegu hátíðum þar sem lettnesk menning er í hávegum höfð með dönsum, söngvum, ljóðum og þjóðbúningum.

Skólinn er miðstöð félagslífs fyrir unglinga í Lettlandi. Íþróttir eins og sund, körfubolti eða vetraríþróttir eru algeng skemmtun í frístundum ásamt tónlist, handverki og leiklist sem eru iðkuð á vegum ýmissa félaga og samtaka. Lettland er vel þekkt fyrir kórsöng og þjóðdansa sína. Þegar veðrið er gott eyða unglingarnir tíma sínum utandyra, hitta vinina, fara í partý, horfa á bíómyndir eða bara hanga á kaffihúsi.

 

Fólk og samfélag

Skiptinemar í Lettlandi geta átt von á búa hjá fjölskyldu sem talar annað hvort lettnesku eða rússnesku sem sitt móðurmál. En sama hvort tungumálið ræður ríkjum þá munu gefast nægur tími til að læra tungumálið því enska á ekkert sérstaklega mikið upp á pallborðið á lettneskum heimilum. Lettneskar fjölskyldur njóta þess að vera mikið saman og ferðast um landið sitt.

tautas tērpa.

A photo posted by เจนเจน่า. (@jenjeina) on

Skóli

Skólaárið í lettneskum menntaskólum er frá september til maí. Algengustu fögin er lettneska, bókmenntir, saga og stærðfræði. Nemendum í lettneskum skólum gefst líka kostur á fjölmörgum valfögum og frelsi í námsvali.

19564534369_26a88865bf_o

laivu brauciens pa Lielupi #afseffect #afsmil #afslativa #afsvlaanderen

A photo posted by Fried'l (@friedloeyenmaex) on

Tungumál

Lettneska er opinbert tungumál landsins. í Lettlandi er samt sem áður mjög stórt rússneskt samfélag og er rússneska því töluð víða um land. Lettnesk ungmenni er í æ ríkara mæli farin að temja sér að tala ensku þótt ekki sé hægt að tala um að enskukunnátta sé almenn í landinu.

Matur

Lettar leggja mikið upp úr því að fjölskyldan snæði saman kvöldmat. Matarhefðir eru mismunandi eftir fylkjum en algengt er að dæmigerð lettnesk máltíð innihaldi kjöt og kartöflur. Lettar eru líka mikið fyrir sæta eftirrétti, reyktan fisk, súpur og egg.

kinda miss this corner #piyamninlatvia

A photo posted by PIYAPAT M. (@piyamn) on

Skoða skiptinám í Lettland