Finndu töfra Malasíu í fjölbreyttum menningarkimum hennar, nútímalegum byggingunum sem standa við hlið hefðbundinna kryddmarkaða og regnskógunum þar sem urmull sjaldgæfra tegunda í útrýmingarhættu býr. Árið um kring fagna Malasíubúar ólíkum þjóðarbrotum og trúarbrögðum sínum með mörgum mismunandi og fjölmenningarlegum hátíðum. Þar sem samsetning Malasísku þjóðarinnar er svo fjölbreytt er haldið upp á hátíðisdaga múslima, búddista, hindúa, kristinna og fleiri trúarhópa.

Unga fólkið í Malasíu hefur gaman af íþróttum á borð við fótbolta og badminton, kvikmyndum og því leiðist ekki að kíkja í búðir. Mjög algengt er að unglingar sinni aukaheimanámi og sæki aukatíma. Stefnumót eru ekki vel séð meðal unglinga.

 

Fólk og samfélag

Vegna fjölbreyttni í Malasísku samfélagi geta skiptinemar átt von á að fá fósturfjölskyldu af eftirfarandi þjóðarbrotum; Malasísku, Kínversku eða Indversku. Hér búa oft fleiri kynslóðir saman undr einu þaki og hinir eldri njóta mikillar virðingar.

#mybigfamily ??

A photo posted by •Horváth Szonja• (@szonja06) on Apr 17, 2016 at 6:41am PDT

Skóli

Skiptinemar sækja nám í almenna skóla og er skólavikan frá mánudegi til föstudags á flestum svæðum en á öðrum frá sunnudegi til fimmtudags. Nemar klæðast skólabúningum og mikil virðing er borin fyrir kennurum. Flest fög eru kennd á malasísku en oft eru stærðfræði og vísindi kennd á ensku.

Tungumál

Í Malasíu er opinbera tungumálið malasíska (Bahasa Malaysia) en enska er annað tungumálið.

A photo posted by Danilo Melis (@danilmelis) on Sep 27, 2016 at 11:55pm PDT

Matur

Matargerð er að sama skapi fjölbreytt og gætir áhrifa frá öðrum Asíulöndum sem og Portúgal og öðrum vestur Evrópu löndum. Alls kyns krydd, eldpipar og kókosrjómi eru mikið notuð og mikið borðað af fiski. Samkvæmt matarvenjum borðar fólk yfirleitt með hægri hönd og hefur þá vinstri undir borði.

Skoða skiptinám í Malasía