Finndu töfra Malasíu í fjölbreyttum menningarkimum hennar, nútímalegum byggingunum sem standa við hlið hefðbundinna kryddmarkaða og regnskógunum þar sem urmull sjaldgæfra tegunda í útrýmingarhættu býr. Árið um kring fagna Malasíubúar ólíkum þjóðarbrotum og trúarbrögðum sínum með mörgum mismunandi og fjölmenningarlegum hátíðum. Þar sem samsetning Malasísku þjóðarinnar er svo fjölbreytt er haldið upp á hátíðisdaga múslima, búddista, hindúa, kristinna og fleiri trúarhópa.
Unga fólkið í Malasíu hefur gaman af íþróttum á borð við fótbolta og badminton, kvikmyndum og því leiðist ekki að kíkja í búðir. Mjög algengt er að unglingar sinni aukaheimanámi og sæki aukatíma. Stefnumót eru ekki vel séð meðal unglinga.