skilyrði
- Þú þarft að vera á milli 15 ára og 3 mánaða til 17 ára og 9 mánaða við brottför.
- Gerð er krafa um að ljúka netlægu tungumálanámskeiði í ítölsku. AFS á Ítalíu útvega nemum aðgang og upplýsingar vegna þessa.
- Ítalskir skólar eru kröfuharðir og vilja sjá að nemar leggi mikið á sig og sýni áhuga.
- Nemum er ekki heimilt að reykja.
- Nemendur sem hafa taugaröskunargreiningar þurfa að sækja um mjög tímalega og skila inn viðbótargögnum. Ekki er unt að samþykkja nema sem taka lyf að staðaldri.
- Almenn inntökuviðmið má finna hér.
- AFS á Íslandi áskilur sér rétt til breytinga.
- Kynntu þér bólusetningakröfur landsins í þessari skrá Bólusetningar skiptinám það er mikilvægt að byrja bólusetningar strax þannig að þeim sé örugglega lokið fyrir áætlaða brottför. Skólar á Ítalíu taka ekki á móti nemum sem ekki hafa fengið bólusetningu við lifrarbólgu A og B.
*Snemmskráning gildir til áramótanna fyrir brottför. Nemar sem sækja um eftir áramót greiða hærri þátttökugjöld samkvæmt nýrri gjaldskrá.