Þú þarft að vera fæddur frá 8. desember 2005 til 9. júní 2008.
Gerð er krafa um að ljúka netlægu tungumálanámskeiði í ítölsku. AFS á Ítalíu útvega nemum aðgang og upplýsingar vegna þessa.
Ítalskir skólar eru kröfuharðir og vilja sjá að nemar leggi mikið á sig og sýni áhuga.
Nemum er ekki heimilt að reykja.
Nemendur sem hafa taugaröskunargreiningar þurfa að sækja um mjög tímalega og skila inn viðbótargögnum. Ekki er unt að samþykkja nema sem taka lyf að staðaldri.
Kynntu þér bólusetningakröfur landsins í þessari skrá Bólusetningar skiptinám það er mikilvægt að byrja bólusetningar strax þannig að þeim sé örugglega lokið fyrir áætlaða brottför. Skólar á Ítalíu taka ekki á móti nemum sem ekki hafa fengið bólusetningu við lifrarbólgu A og B.
Ef þú heldur að það gæti verið að þú uppfyllir ekki skilyrðin fyrir skiptinámið, vertu í sambandi og sendu okkur fyrirspurn á [email protected]