years-experience access-alumni-network airfare airport-pick-up assistance-with-application-process community-service-placement continuous-support cultural-trips domestic-transport emergency-support field-trips global-competence-certificate grade-transcripts host-family-placement housing individual-contact-person internship-placement language-instruction meals medical-insurance orientations-during-your-time-abroad other pre-departure-orientation product-materials re-entry-orientation school-dipolma school-materials school-placement school-transport school-uniform stipend teaching-materials vaccinations visa-and-passport-fees visa-application-assistance world-wide-presence

Hvað er danskur lýðháskóli?

Danskir lýðháskólar eru einstakir. Skólarnir eru hluti af óformlega menntakerfinu í Danmörku og ekki er hægt að bera þá saman við háskóla eða fagnámskeið þar sem áherslan lögð á próf og drifkraftinn til árangurs. Í dönskum lýðháskólum byggist kennslan á samræðum og þekkingarskiptum á milli kennara og nemenda.

Nemendurnir eru ungt fólk á aldrinum átján ára til þrítugs. Markmið námsins er að laða að fólk sem vill auka færni sína og þekkingu á ákveðnu áhugasviði, sem vill þroska persónulega færni sína og fá skýrari mynd af hvert það vill stefna í framtíðinni.

Ekki er hægt að bera saman lýðháskóla við háskóla, framhaldsskóla eða iðnskóla þar sem námsferlið er mun formlegra og felur venjulega í sér próf.  Hér getur þú lesið meira um danska lýðháskóla.

 

Meiri upplýsingar um Brenderup lýðháskólann

Áhersla þessa lýðháskóla er á að gera nemendur umburðarlyndari gagnvart menningarlegum fjölbreytileika, læra um ‘global citizenship’ og þróun alþjóðlegra framtíðarsjónarmiða.  Skólinn er staðsettur á eyjunni Fjón, nálægt bænum Middelfart.

Í skólanum verður þú hluti alþjóðlegs og stundar nám með ungu fólki frá Danmörku og hvaðanæva að úr heiminum.

Kennslustundir eru byggðar upp af viðfangsefnum eins og lýðræði vs. yfirráðum, hnattvæðingu vs. þjóðernishyggju, hryðjuverkum, fólksflutningum, sjálfbærni, annarleika (otherness), frásögnum og sjálfsfrásögnum, Sameinuðu þjóðunum, ESB osfrv. Kennslan fer fram á ensku.

Nemendur fá tækifæri til að taka þátt í margvíslegum vinnustofum t.d. um list og handverk, tónlist, íþróttir, dönsku og endurvinnslu. Skólinn hefur mjög „hands on“ nálgun þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vinna með viðfangsefni að eigin vali og taka virkan þátt í daglegu starfi innan skólans.

Þú getur lesið meira um Brenderup lýðháskólann á þessari vefsíðu.

 

Hagnýtar upplýsingar

  • Allur kostnaður sem er innifalinn í þessu námi: máltíðir, gisting og kennsla. Þú verður að sjá um vasapeninga. Danmörk er dýrt land, svo við mælum með að þú gerir ráð fyrir að lágmarki 160 Evrum á mánuði.
  • Kostnaður við leigu á rúmfötum og reiðhjóli er um það bil 120 Evrur sem er endurgreiddur að hluta eftir að hjólinu hefur verið skilað.
  • AFS tekur á móti þér á flugvellinum við komu. Þú tekur svo lest til lýðháskólans, þar sem verður tekið á móti þér.
  • Þér verður boðið á AFS-kynningarhelgi.
  • Einu sinni á önn er ferðast til Evrópu í tengslum við námið. Kostnaður vegna þessa er innifalinn í þátttökugjaldi.

Innifalið í skiptináminu

  • Ferðir til og frá flugvelli
  • Fósturfjölskylda
  • Húsnæði
  • Máltíðir
  • Skóli
  • Trúnaðarmaður/tengiliður
  • Sjúkratryggingar
  • Neyðarsími allan sólarhringinn
  • Ferðalag innanlands
  • Aðstoð vegna umsóknar
  • Undirbúningsnámskeið
  • Námskeið á vegum AFS á meðan á dvöl stendur
  • Global Competence Certificate
  • Kennslugögn
  • Skólagögn
  • Námsgögn
  • Stöðugur stuðningur
  • Hluti af alþjólegum samtökum
  • 70 ára reynsla

Ekki innifalið

  • Flugkostnaður
  • Menningarferðir