AFS á Íslandi býður fólki á öllum aldri tækifæri til þess að taka þátt í mismunandi sjálfboðaliðaverkefnum. AFS starfar í yfir 50 löndum víðsvegar um heiminn. Verkefnin sem við bjóðum upp á erum bæði innan AFS sem og í samstarfi við önnur samtök.
HVAÐ ER Í BOÐI: AFS býður upp á um 90 mismunandi prógrömm. Þú hefur möguleikann á því að spila fótbolta með börnum í Bólivíu, kenna ensku í Buenos Aires, vinna að umhverfisvernd í Filippseyjum eða vinna að endurhæfingu slasaðra dýra í Ástralíu. Möguleikarnir eru margir og fjölbreytnin er mikil.
HVERT: Suður Afríka, Ghana, Egyptaland, Morakkó, Paragvæ, Brasilía, Kólumbía, Argentína, Úrúgvæ, Perú, Bólivía, Dóminíska Lýðveldið, Mexíkó, Kosta Ríka, Fiji, Laos, Filippseyjar, Tæland, Nepal, Indland, Indónesía
LENGD: 2-48 vikur
ATH! Listinn sem sýndur er hér á heimasíðunni er ekki tæmandi. Vinsamlegast hafðu samband fyrir ítarlegri upplýsingar