Frá árinu 1947 hefur AFS fært ungmennum hagnýta færni og þekkingu sem háskólar og vinnuveitendur meta mikils og sem kemur þeim að góðum notum við að fóta sig. Nú höfum við eflt þessa færniþætti 21. aldarinnar enn frekar með því að innleiða nýja námskrá fyrir AFS-prógrömmin, sem gera þér fært að fylgja nemanum þínum eftir á þroskaferlinu. Prógrömm AFS auðvelda ungmennum að kynnast heiminum og eiga samskipti, án hindrana, við fólk frá öðrum löndum og menningarheimum.

Spurningar og svör

AFS hefur liðlega 60 ára reynslu af því að bjóða upp á skiptinám erlendis. Orðstír samtakanna segir sína sögu.

AFS-reynslan:

  • Byggir upp sjálfstraust, víkkar sjóndeildarhringinn, hvetur til gagnrýninnar hugsunar og þjálfar færni við úrlausn vandamála.
  • Eflir menningarlæsi og tungumálakunnáttu sem háskólar og vinnuveitendur meta mikils.
  • Býður upp á spennandi ævintýri og krefjandi nám.
  • Skilur eftir sig ómetanlegt net vina, tengiliða og tækifæra til sjálfboðastarfs um allan heim.