HOLLVINIR - STYRKTARSJÓÐUR AFS Á ÍSLANDI

Hollvinir AFS á Íslandi er sjálfseignastofnun sem var komið á legg í mars 2013.  Eins og fram kemur í 4. gr. skipulagsskrár stofnunarinnar er tilgangur hennar:

Að mynda vettvang og sjóð sem getur:
(i)     styrkt nemendur og fjölskyldur til þátttöku í nemendaskiptum AFS á Íslandi
(ii)    styrkt rannsóknir á samskiptum fólks af ólíkum menningaruppruna
(iii)   styrkt verkefni sem hafa það að markmiði að stuðla að nemendaskiptum og auka
         menningarskilning fólks af ólíkum uppruna.


STJÓRN HOLLVINA

Stjórn Hollvina skipa þrír aðilar sem sjá um meðferð fjármála stofnunarinnar og um úthlutun styrkja.

Núverandi stjórn Hollvina skipa:
Erlendur Magnússon, formaður
Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri
Þorvarður Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi


HVERJIR GETA SÓTT UM STYRK?

Allir umsækjendur um skiptinám eiga möguleika á að sækja um styrk (nema þeir sem þegar hafa hlotið styrk til einstakra landa).  

Við val á úthlutun styrkja er einkum horft til:

     a) Efnaminni heimili. Ekki er hægt að gefa upp viðmið, þau munu ráðast af umsóknum
          sem berast.

     b) Framúrskarandi árangur í námi, listum eða íþróttum.


UMSÓKNARFRESTIR


Umsóknarfrestur til að skila inn styrkumsókn fyrir vetrarbrottför 2017  (jan-apr) er kl. 10:00, 5. október.  - Athugið nýja tímasetningu -

Umsóknarfrestur til að skila inn styrkumsókn fyrir sumarbrottför 2017 (jún-sept) er kl. 10:00, 6. mars, 2017.


HVERNIG BER MAÐUR SIG AÐ?


Sækja þarf umsóknareyðublað HÉR (pdf.). 

Því skilmerkilegri sem upplýsingar eru því meiri líkur eru á að umsókn verði ekki hafnað í fyrstu atrennu.

ATHUGIÐ:  Við frekari vinnslu umsókna geta þátttakendur átt von á því að stjórn Hollvina biðji um frekari gögn, s.s. afrit af skattskýrslu forráðamanna, læknisvottorð eða annað er varðar aðstæður. 

FARIÐ ER MEÐ ALLAR STYRKUMSÓKNIR OG FYLGIGÖGN SEM TRÚNAÐARMÁL.

Styrkumsókn sendist annað hvort rafrænt (innskannað) á netfangið:  agnes.vala@afs.org
eða í pósti á skrifstofu samtakanna: AFS á Íslandi, b/t Hollvinastyrkur, Skipholti 50c, 105 Reykjavík. 

Starfsfólk skrifstofu AFS veitir allar nánari upplýsinga sé þeirra óskað.