Það var fagur hópur verðandi skiptinema, foreldra, sjálfboðaliða og starfsmanna sem kom saman eina kalda janúar-helgi í byrjun ársins og undirbjó nýja brottför.

Undirbúningsnámskeið vetrarbrottfarar var haldið á skrifstofu AFS helgina 12.-13. janúar þessa árs. Að vönu var námskeið vetrarbrottfarar í minni kantinum og bara nokkuð kósý, 7 verðandi skiptinemar undirbjuggu komandi tíma. Það var ágætis skipting í hópnum, einn nemi á leið til Ástralíu, einn til Brasilíu, þrír til Kosta Ríka og tveir til Japan.

Námskeiðið gekk vonum framar, sjálfboðaliðar og starfsfólk deildu visku sinni, fengu bæði nema og foreldra til að hugsa og undirbjó alla aðila fyrir það sem koma skyldi. Hópurinn var virkilega flottur og óskum við þeim alls hins besta í því stóra ævintýri sem koma skal!

Texti:  Ásdís Björk Gunnarsdóttir
Mynd: Gabriel Pitre-Traversy