Ég er að nálgast 3 mánuði hérna í þessu frábæra landi sem er Kosta Ríka, þetta land er miklu betra en ég hafði nokkurtímann getað ímyndað mér.

Fyrstu tveir mánuðirnir eru búnir að vera frábærir ég er búinn að gera helling af skemmtilegum hlutum t.d fór ég með skólanum mínum í ferð til Monteverde sem er frægur staður hérna en þar má meðal annars finna lengsta zip line í Mið-Ameríku og það var ekkert smá gaman að sjá og upplifa það. Hérna úti er áhugi fyrir fótbolta gífurlegur og flestir sem ég þekki styðja sama liðið sem heitir LDA (Liga Deportiva Alajuela) og styð ég þá líka.

Mér líður frábærlega hérna mér líður eins og ég sé velkominn allir vilja hjálpa mér og kynnast mér, ég gæti ekki beðið um betri fjölskyldu þau eru svo yndisleg í alla staði.

Stundum líður mér skringilega að vakna svona snemma alla morgna eða kl 5:30 og fara í ískalda sturtu og skella sér svo í skólann kl 6 í skólabúningnum mínum sem er án alls gríns sleppt alveg hryllilega ljótur. Þetta er að venjast en ég er ekkert að hata þetta veður hinsvegar alltaf í kringum 25 stigahita.

Allt gengur frábæralega og ég get ekki beðið eftir að sjá og skoða meira af þessu yndislega landi 

Pura Vida.

__________

Egill Orri Elvarsson, skiptinemi í Kosta Ríka