Menningarhelgin var haldin 1. til 4. mars. Skiptinemarnir sem eru búsettir á landsbygðinni komu til Reykjavíkur þann 1. mars og við fórum öll saman út á Álftanes til Guðna, forseta Íslands. Mörgum okkar finnst að í heimalöndum okkar sé mikil fjarlægð á milli „venjulegra“ manna og pólitiskra embættismanna. En Guðni var mjög alþýðlegur og ég held að ef við hefðum ekki vitað að hann væri forseti, þá hefðum við ekki getað giskað á það. Það kom okkur skemmtilega á óvart.

Eftir heimsóknina hittumst við hjá AFS þar sem við gátum hugsað og talað um árið okkar á Íslandi: hvernig það hefur gengið, hvort það væri eins og við héldum og hvað við myndum vilja gera þangað til við förum heim. Næst fórum við á Grundarfjörð og gistum þar. Um helgina skoðuðum við Snæfellsness. Við fórum í göngutúr, í sund í Ólafsvík, í Bjarnarhöfn (þar sem fengum að smakka hákarl), tókum margar myndir og nutum góða veðursins. Við fórum svo heim á sunnudeginum.

Við vorum öll mjög ánægð með þessa ferð og skemmtum okkur vel. Landslagið var mjög fallegt og útsýni mikið, og veðrið var æðislegt. En það sem stendur upp úr eftir svona ferð eftir eina heila helgi öll saman er að munurin á menningu skiptir litlu máli. Við hlæjum öll að sömu bröndurum og erum ekki svo ólik í raun og veru. Einnig, við erum ekki búin að læra bara um íslenska menningu, en líka um menningu hvers annars, sem er dýrmæt reynsla.
____________________
Arturo Batistoni, Skiptinemi á Íslandi